Krakkar mínir komið þið sæl 1. nóvember 2014 13:00 Krakkar mínir, komið þið sæl, hvað er nú á seyði? Áðan heyrði ég eitthvert væl upp á miðja heiði. Sjáið þið karlinn, sem kemur þarna inn, kannske það sé blessaður jólasveinninn minn. Ég hef annars sjaldan séð svona marga krakka. Eitthvað kannske er ég með, sem ekki er vont að smakka. Blessaður karlinn, já komdu hérna inn, hvað er þarna í pokanum jólasveinninn minn. Það fáið þið seinna að sjá, svona, engin læti! Ég er kominn fjöllum frá, og fæ mér bara sæti. Segðu okkur góði, hvað sástu í þinni ferð? Seinna máttu gef okkur dáldinn jólaverð. Eitthvað gaman gæti ég sagt, og geri það líka feginn. Ég hef mikið á mig lagt ykkar vegna greyin. Segðu okkur góði, hvað sástu í þinni ferð? Seinna máttu gefa okkur dáldinn jólaverð. Um minn bústað enginn veit, utan vetrarsólin. En ég þramma o´ní sveit alltaf fyrir jólin. Segðu okkur góði, hvað sástu í þinni ferð? Seinna máttu gefa okkur dáldinn jólaverð. Víða kem ég við á bæ, varla er ég setztur fyrr en börnin hrópa: "Hæ hér er jólagestur". Velkominn sértu, og segðu okkur nú fljótt, sástu ekki álfa og huldufólk í nótt? Enga sá ég álfaþjóð, enda var það bótin. Álfar birtast, börnin góð, bara um áramótin. Ja, þú ert skrítinn og skemmtilegur karl, skeggið þitt er úfið og bústaðurinn fjall. Þegar ég kom í þessa borg, það voru mikil læti. Vagnarnir með óp og org æða hér um stræti. Þú ert úr fjöllunum, það er líka satt. Þetta eru bílar, sem aka svona hratt. Eitt er það sem mig undrar mest, að þau farartæki, skyldu ekki hafa hest og hund, sem eftir ræki. Aumingja karlinn, þú kannt þetta ekki vel. Kerran heitir bifreið og gengur fyrir vél. Það má leika á gamlan gest, sem galdra þekkir lítið. Enda líka finnst mér flest furðulegt og skrítið. Þú ert úr fjöllunum, það er svo sem von. Þú munt heita Pottsleikir Leppalúðason. Svo er það. - En segðu mér, Siggi eða Gvendur, til hvers þetta áhald er, sem okkar á milli stendur. Þetta er nú tækið, sem tala verður í til þess að það heyrist um sveit og víðan bý. Ef ég væri gömul geit gætuð þið svona hjalað, að það heyrist upp í sveit allt, sem hér er talað! Þér finnst það skrítið, en svona er það nú samt. Syngdu bara meira, það heyrist langt og skammt. Er það satt að okkar tal eignist vængi slíka? fljúgi yfir fjöll og dal, og fram á sjóinn líka. Þér finnst það skrítið, en svona er það nú samt. Syngdu bara meira, það heyrist langt og skammt. Heyrið börnin heil og sæl, hausinn minn er þröngur. Þetta, sem mér virtist væl, var þá krakkasöngur? Auðvitað góði, það vorum bara við - við, sem hérna stöndum, að syngja í útvarpið.Texti: Þorstein Ö. Stephensen Jólalög Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Glys og glamúr um hátíðarnar Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól
Krakkar mínir, komið þið sæl, hvað er nú á seyði? Áðan heyrði ég eitthvert væl upp á miðja heiði. Sjáið þið karlinn, sem kemur þarna inn, kannske það sé blessaður jólasveinninn minn. Ég hef annars sjaldan séð svona marga krakka. Eitthvað kannske er ég með, sem ekki er vont að smakka. Blessaður karlinn, já komdu hérna inn, hvað er þarna í pokanum jólasveinninn minn. Það fáið þið seinna að sjá, svona, engin læti! Ég er kominn fjöllum frá, og fæ mér bara sæti. Segðu okkur góði, hvað sástu í þinni ferð? Seinna máttu gef okkur dáldinn jólaverð. Eitthvað gaman gæti ég sagt, og geri það líka feginn. Ég hef mikið á mig lagt ykkar vegna greyin. Segðu okkur góði, hvað sástu í þinni ferð? Seinna máttu gefa okkur dáldinn jólaverð. Um minn bústað enginn veit, utan vetrarsólin. En ég þramma o´ní sveit alltaf fyrir jólin. Segðu okkur góði, hvað sástu í þinni ferð? Seinna máttu gefa okkur dáldinn jólaverð. Víða kem ég við á bæ, varla er ég setztur fyrr en börnin hrópa: "Hæ hér er jólagestur". Velkominn sértu, og segðu okkur nú fljótt, sástu ekki álfa og huldufólk í nótt? Enga sá ég álfaþjóð, enda var það bótin. Álfar birtast, börnin góð, bara um áramótin. Ja, þú ert skrítinn og skemmtilegur karl, skeggið þitt er úfið og bústaðurinn fjall. Þegar ég kom í þessa borg, það voru mikil læti. Vagnarnir með óp og org æða hér um stræti. Þú ert úr fjöllunum, það er líka satt. Þetta eru bílar, sem aka svona hratt. Eitt er það sem mig undrar mest, að þau farartæki, skyldu ekki hafa hest og hund, sem eftir ræki. Aumingja karlinn, þú kannt þetta ekki vel. Kerran heitir bifreið og gengur fyrir vél. Það má leika á gamlan gest, sem galdra þekkir lítið. Enda líka finnst mér flest furðulegt og skrítið. Þú ert úr fjöllunum, það er svo sem von. Þú munt heita Pottsleikir Leppalúðason. Svo er það. - En segðu mér, Siggi eða Gvendur, til hvers þetta áhald er, sem okkar á milli stendur. Þetta er nú tækið, sem tala verður í til þess að það heyrist um sveit og víðan bý. Ef ég væri gömul geit gætuð þið svona hjalað, að það heyrist upp í sveit allt, sem hér er talað! Þér finnst það skrítið, en svona er það nú samt. Syngdu bara meira, það heyrist langt og skammt. Er það satt að okkar tal eignist vængi slíka? fljúgi yfir fjöll og dal, og fram á sjóinn líka. Þér finnst það skrítið, en svona er það nú samt. Syngdu bara meira, það heyrist langt og skammt. Heyrið börnin heil og sæl, hausinn minn er þröngur. Þetta, sem mér virtist væl, var þá krakkasöngur? Auðvitað góði, það vorum bara við - við, sem hérna stöndum, að syngja í útvarpið.Texti: Þorstein Ö. Stephensen
Jólalög Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Glys og glamúr um hátíðarnar Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól