Hefja rannsóknir á meðferðum við ebólu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Bærinn Jene-Wonde í Líberíu fékk sinn skerf af ebólu þegar kennari kom með veika dóttur sína í bæinn. Þau létust bæði stuttu síðar ásamt allri fjölskyldu sinni. Fréttablaðið/AP Tilraunir með lyf og mótefni gegn ebólu hefjast í Vestur-Afríku í næsta mánuði en til þessa hefur engin örugg lækning eða bólusetning verið til við sjúkdómnum. Gert er ráð fyrir að um fjögur hundruð einstaklingar taki þátt í tilraunarannsóknunum. Þetta er í fyrsta sinn sem lyfið verður rannsakað á fólki í svo miklum mæli. Tilraunameðferðirnar eru í höndum hjálparstofnunarinnar Lækna án landamæra. Um þrjár mismunandi aðferðir er að ræða sem prófaðar verða á mismunandi stöðum í Gíneu og Líberíu. Í fyrstu rannsókninni eru sjúklingar meðhöndlaðir með veirusýkingalyfinu Brincidiofovir. Það lyf fékk Thomas Eric Duncan, fyrsti sýkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum, en hann lést í síðasta mánuði. Lyfið reyndist hins vegar betur kvikmyndatökumanninum Ashoka Mukpo sem smitaðist í Líberíu en hann var útskrifaður af spítala í síðasta mánuði. Í annarri lyfjameðferð verður veirusýkingalyfið Favipiravir rannsakað en það var notað til þess að meðhöndla spænsku hjúkrunarkonuna Teresu Romero Ramos og lifði hún af. Í þriðju tilraunameðferðinni fá sýktir einstaklingar blóðgjöf frá einstaklingum sem sigrast hafa á sjúkdómnum. Sú aðferð hefur fengið meðmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en þeir sem lifa af eru taldir bera mótefni við sjúkdómnum í blóði sínu. Rannsóknin er viðamikil og krefst mikillar undirbúningsvinnu. Blóðgjöf eru viðkvæmt umræðuefni í sumum löndum álfunnar þar sem smit eru algeng og því þarf ekki aðeins að safna blóði heldur einnig að finna einstaklinga sem tilbúnir eru til þess að gefa blóð. „Framkvæmt verður mannfræðilegt mat sem mun vonandi gefa okkur þær upplýsingar sem við þurfum til þess að skilja hvernig augum rannsókn sem þessi verður litin í samfélaginu,“ sagði Johan van Griensven sem fer fyrir blóðgjafarrannsókninni. Hann segir mannfræðilega athugun einnig geta varpað ljósi á líðan fyrrverandi ebólusjúklinga en þekking og skilningur á aðstæðum og skoðunum þeirra sé grundvallaratriði fyrir því að rannsóknin verði unnin á kurteislegan og sæmandi hátt. Niðurstaðna úr tilraununum þremur er að vænta í febrúar á næsta ári að því er segir á vef BBC. Yfir fimm þúsund einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum, flestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. Ebóla Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Tilraunir með lyf og mótefni gegn ebólu hefjast í Vestur-Afríku í næsta mánuði en til þessa hefur engin örugg lækning eða bólusetning verið til við sjúkdómnum. Gert er ráð fyrir að um fjögur hundruð einstaklingar taki þátt í tilraunarannsóknunum. Þetta er í fyrsta sinn sem lyfið verður rannsakað á fólki í svo miklum mæli. Tilraunameðferðirnar eru í höndum hjálparstofnunarinnar Lækna án landamæra. Um þrjár mismunandi aðferðir er að ræða sem prófaðar verða á mismunandi stöðum í Gíneu og Líberíu. Í fyrstu rannsókninni eru sjúklingar meðhöndlaðir með veirusýkingalyfinu Brincidiofovir. Það lyf fékk Thomas Eric Duncan, fyrsti sýkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum, en hann lést í síðasta mánuði. Lyfið reyndist hins vegar betur kvikmyndatökumanninum Ashoka Mukpo sem smitaðist í Líberíu en hann var útskrifaður af spítala í síðasta mánuði. Í annarri lyfjameðferð verður veirusýkingalyfið Favipiravir rannsakað en það var notað til þess að meðhöndla spænsku hjúkrunarkonuna Teresu Romero Ramos og lifði hún af. Í þriðju tilraunameðferðinni fá sýktir einstaklingar blóðgjöf frá einstaklingum sem sigrast hafa á sjúkdómnum. Sú aðferð hefur fengið meðmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en þeir sem lifa af eru taldir bera mótefni við sjúkdómnum í blóði sínu. Rannsóknin er viðamikil og krefst mikillar undirbúningsvinnu. Blóðgjöf eru viðkvæmt umræðuefni í sumum löndum álfunnar þar sem smit eru algeng og því þarf ekki aðeins að safna blóði heldur einnig að finna einstaklinga sem tilbúnir eru til þess að gefa blóð. „Framkvæmt verður mannfræðilegt mat sem mun vonandi gefa okkur þær upplýsingar sem við þurfum til þess að skilja hvernig augum rannsókn sem þessi verður litin í samfélaginu,“ sagði Johan van Griensven sem fer fyrir blóðgjafarrannsókninni. Hann segir mannfræðilega athugun einnig geta varpað ljósi á líðan fyrrverandi ebólusjúklinga en þekking og skilningur á aðstæðum og skoðunum þeirra sé grundvallaratriði fyrir því að rannsóknin verði unnin á kurteislegan og sæmandi hátt. Niðurstaðna úr tilraununum þremur er að vænta í febrúar á næsta ári að því er segir á vef BBC. Yfir fimm þúsund einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum, flestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne.
Ebóla Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira