Jólapeysuæði í uppsiglingu Vera Einarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 11:00 Fyrir nokkrum árum var mikill skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi. Þau Ingvar og Sigdís hafa aldeilis bætt úr því. MYND/ERNIR MYND/ERNIR Sigdís Þóra Sigþórsdóttir og Ingvar Óskarsson, eigendur verslunarinnar Ljótar jólapeysur að Grænatúni 1 sem var opnuð á þriðjudag, hafa verið með samnefnda netverslun á Facebook síðan í fyrra. Lengi hefur verið skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi en þau Sigdís og Ingvar hafa sannarlega bætt úr því. Sigdís segir verslunina mega rekja til þemapartís sem hún og vinur hennar stóðu fyrir í vinahópnum fyrir nokkrum árum. „Vinur minn stakk upp á því að við héldum ljótupeysu-jólapartí en þá kom á daginn að lítið var um slíkar peysur hér á landi. Ég tók því að mér að panta á netinu fyrir allan hópinn. Við héldum svo partí sem varð alveg hrikalega skemmtilegt eins og svona þemapartí eiga það til að verða.” Sigdís segir um að ræða ameríska hefð sem eigi rætur að rekja til áttunda og níunda áratugarins. „Þá var fólk ekkert að grínast með þetta heldur var í alvöru verið að prjóna peysur með snjókörlum, glimmeri og dúskum. Upp úr 2000 fór að verða vart við þetta hér á landi og þá helst í tengslum við vina- eða vinnustaðagrín.“Þau Sigdís og Ingvar opnuðu Facebook-síðu með peysunum í fyrra. „Við vorum bara með þetta heima en ákváðum að slá til og opna litla verslun fyrir þessi jól, enda eftirspurnin sífellt að aukast. Þetta er þó mest til gamans gert,“ segir Sigdís en hún og Ingvar eru bæði í fullri vinnu auk þess sem Ingvar er í námi. Verslunin verður til að byrja með opin frá 17 til 18 virka daga. „Þegar nær dregur jólum stefnum við að því að vera með jólapeysumarkað um helgar og bjóða upp á piparkökur, kakó og jólatónlist. Facebook-síðan, Ljótar jólapeysur, verður hins vegar áfram opin svo þeir sem komast ekki í búðina geta haft samband við okkur í gegnum hana.“ Peysurnar koma allar frá Bandaríkjunum. „Vinkona okkar sér um að velja og senda til okkar. Það er því ávallt mikil spenna að opna sendingar,“ segir Sigdís. Peysurnar munu kosta á bilinu 5.900 til 6.900 krónur. „Sumar eru þó meira notaðar en aðrar. Við tökum þær til hliðar og seljum ódýrt.“ Í fyrra runnu 500 krónur af andvirði peysanna til jólapeysuátaks Barnaheilla, jolapeysan.is. „Við afhentum samtökunum 140.000 krónur eftir jólin í fyrra. Við höfum sama háttinn á í ár. Þeir sem kaupa jólapeysu eru því að styrkja gott málefni í leiðinni. Eins styrktum við samtökin með peysum í auglýsingaátakið þeirra í ár,“ upplýsir Sigdís. Þess má geta að öll áheit sem safnast í jólapeysuátaki Barnaheilla þetta árið renna til Vináttuverkefnis Barnaheilla en það er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Nánar á jolapeysan.is. Jólafréttir Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir og Ingvar Óskarsson, eigendur verslunarinnar Ljótar jólapeysur að Grænatúni 1 sem var opnuð á þriðjudag, hafa verið með samnefnda netverslun á Facebook síðan í fyrra. Lengi hefur verið skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi en þau Sigdís og Ingvar hafa sannarlega bætt úr því. Sigdís segir verslunina mega rekja til þemapartís sem hún og vinur hennar stóðu fyrir í vinahópnum fyrir nokkrum árum. „Vinur minn stakk upp á því að við héldum ljótupeysu-jólapartí en þá kom á daginn að lítið var um slíkar peysur hér á landi. Ég tók því að mér að panta á netinu fyrir allan hópinn. Við héldum svo partí sem varð alveg hrikalega skemmtilegt eins og svona þemapartí eiga það til að verða.” Sigdís segir um að ræða ameríska hefð sem eigi rætur að rekja til áttunda og níunda áratugarins. „Þá var fólk ekkert að grínast með þetta heldur var í alvöru verið að prjóna peysur með snjókörlum, glimmeri og dúskum. Upp úr 2000 fór að verða vart við þetta hér á landi og þá helst í tengslum við vina- eða vinnustaðagrín.“Þau Sigdís og Ingvar opnuðu Facebook-síðu með peysunum í fyrra. „Við vorum bara með þetta heima en ákváðum að slá til og opna litla verslun fyrir þessi jól, enda eftirspurnin sífellt að aukast. Þetta er þó mest til gamans gert,“ segir Sigdís en hún og Ingvar eru bæði í fullri vinnu auk þess sem Ingvar er í námi. Verslunin verður til að byrja með opin frá 17 til 18 virka daga. „Þegar nær dregur jólum stefnum við að því að vera með jólapeysumarkað um helgar og bjóða upp á piparkökur, kakó og jólatónlist. Facebook-síðan, Ljótar jólapeysur, verður hins vegar áfram opin svo þeir sem komast ekki í búðina geta haft samband við okkur í gegnum hana.“ Peysurnar koma allar frá Bandaríkjunum. „Vinkona okkar sér um að velja og senda til okkar. Það er því ávallt mikil spenna að opna sendingar,“ segir Sigdís. Peysurnar munu kosta á bilinu 5.900 til 6.900 krónur. „Sumar eru þó meira notaðar en aðrar. Við tökum þær til hliðar og seljum ódýrt.“ Í fyrra runnu 500 krónur af andvirði peysanna til jólapeysuátaks Barnaheilla, jolapeysan.is. „Við afhentum samtökunum 140.000 krónur eftir jólin í fyrra. Við höfum sama háttinn á í ár. Þeir sem kaupa jólapeysu eru því að styrkja gott málefni í leiðinni. Eins styrktum við samtökin með peysum í auglýsingaátakið þeirra í ár,“ upplýsir Sigdís. Þess má geta að öll áheit sem safnast í jólapeysuátaki Barnaheilla þetta árið renna til Vináttuverkefnis Barnaheilla en það er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Nánar á jolapeysan.is.
Jólafréttir Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira