Rokkað gegn siðapostulum Þórður Ingi Jónsson skrifar 13. nóvember 2014 11:30 Abominor skrifaði nýlega undir samning hjá írsku plötuútgáfunni Invictus Productions. mynd/kristinn guðmundsson „Andkristni er það að sætta sig ekki við kúgun í skjóli trúar. Þetta snýst um það að taka „sannleikann“ af sjálfskipuðum siðapostulum, sem með fordómum og afturhaldshyggju þykjast eiga að ákveða hvað aðrir mega og mega ekki,“ segir Eyvindur Gauti Vilmundarson, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Andkristni sem haldin verður á Gamla Gauknum 21. desember. Andkristni er langlífasta þungarokkshátíð Íslands. „Hátíðin var í byrjun óbeint svar við Kristnihátíð sem haldin var á Þingvöllum árið 2000. Með henni vildu aðstandendur Andkristnihátíðar koma skoðun sinni á framfæri varðandi kostnað og annað sem fylgdi þeirri hátíð, sem kalla má svartan blett á sögu þjóðar,“ segir Eyvindur. Á tónleikunum koma fram svartmálmssveitirnar Svartidauði, Sinmara, Misþyrming, Abominor og Mannvirki. „Það má benda á að Íslendingar hafa nú hamrað svartmálminn í hartnær 20 ár og því vel við hæfi að gera hann sýnilegri og að sem flestir kynnist honum.“ Þess má geta að í fréttatilkynningu frá Andkristni segjast aðstandendur hátíðar harma ummæli listamannsins Snorra Ásmundssonar um að sataníska orku legði af Framsóknarflokknum. „Satanískri orku yrði seint sóað í þann lýð. Satan er líf, ljós og unaður, ólíkt Framsóknarflokknum,“ segir í tilkynningunni. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Andkristni er það að sætta sig ekki við kúgun í skjóli trúar. Þetta snýst um það að taka „sannleikann“ af sjálfskipuðum siðapostulum, sem með fordómum og afturhaldshyggju þykjast eiga að ákveða hvað aðrir mega og mega ekki,“ segir Eyvindur Gauti Vilmundarson, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Andkristni sem haldin verður á Gamla Gauknum 21. desember. Andkristni er langlífasta þungarokkshátíð Íslands. „Hátíðin var í byrjun óbeint svar við Kristnihátíð sem haldin var á Þingvöllum árið 2000. Með henni vildu aðstandendur Andkristnihátíðar koma skoðun sinni á framfæri varðandi kostnað og annað sem fylgdi þeirri hátíð, sem kalla má svartan blett á sögu þjóðar,“ segir Eyvindur. Á tónleikunum koma fram svartmálmssveitirnar Svartidauði, Sinmara, Misþyrming, Abominor og Mannvirki. „Það má benda á að Íslendingar hafa nú hamrað svartmálminn í hartnær 20 ár og því vel við hæfi að gera hann sýnilegri og að sem flestir kynnist honum.“ Þess má geta að í fréttatilkynningu frá Andkristni segjast aðstandendur hátíðar harma ummæli listamannsins Snorra Ásmundssonar um að sataníska orku legði af Framsóknarflokknum. „Satanískri orku yrði seint sóað í þann lýð. Satan er líf, ljós og unaður, ólíkt Framsóknarflokknum,“ segir í tilkynningunni.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira