Fagnar þremur stórum áföngum Freyr Bjarnason skrifar 12. nóvember 2014 11:30 Djasstónlistarmaðurinn heldur tónleika í Björtuloftum í kvöld. Mynd/Ólafur már Svavarsson Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson efnir til tónleika í kvöld í tilefni þriggja stóráfanga í lífi sínu og ferli. Hann fagnar útgáfu nótnabókar, tíu ára útgáfuafmæli fyrstu plötu sinnar og fertugsafmæli sínu sem verður í lok ársins. „Nótnabókin er með öllum þeim djasslögum sem ég hef samið og hafa komið út á diskum sem ég hef gefið út undir mínu nafni og líka því sem ég hef gefið út í samstarfsverkefnum,“ segir Andrés Þór, aðspurður. „Lögin spanna öll þessi tíu ár, eða frá því að fyrsta djassplatan sem ég var hluti af kom út. Ég bjóst við að þetta yrðu þrjátíu og eitthvað lög en á endanum sá ég að þetta voru 45 lög.“ Fyrsta djassplata sem Andrés spilaði inn á var með hollensku og íslensku djasstríói, Wijnen and Winter and Thor, en hann var þá nýfluttur heim frá Hollandi þegar hún kom út. Næsta platan sem kom á eftir var fyrsta sólóplatan hans, Nýr dagur, og síðan þá hefur Andrés reynt að vera duglegur að búa til nýja tónlist. Djassarinn, sem er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár, verður fertugur 27. desember. „Ég er jólabarn og afmælið fellur alltaf svolítið í skuggann af jólunum,“ segir hann. „Þannig að ég ákvað að halda upp á það núna. Svo verður örugglega veisla fyrir vini og ættingja í desember.“ Á tónleikunum, sem verða í Björtuloftum í Hörpu, verða leikin vel valin lög úr nýju nótnabókinni. Ásamt Andrési koma fram Agnar Már Magnússon á píanó, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er kr. 1.500 en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást á Harpa.is og Midi.is. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson efnir til tónleika í kvöld í tilefni þriggja stóráfanga í lífi sínu og ferli. Hann fagnar útgáfu nótnabókar, tíu ára útgáfuafmæli fyrstu plötu sinnar og fertugsafmæli sínu sem verður í lok ársins. „Nótnabókin er með öllum þeim djasslögum sem ég hef samið og hafa komið út á diskum sem ég hef gefið út undir mínu nafni og líka því sem ég hef gefið út í samstarfsverkefnum,“ segir Andrés Þór, aðspurður. „Lögin spanna öll þessi tíu ár, eða frá því að fyrsta djassplatan sem ég var hluti af kom út. Ég bjóst við að þetta yrðu þrjátíu og eitthvað lög en á endanum sá ég að þetta voru 45 lög.“ Fyrsta djassplata sem Andrés spilaði inn á var með hollensku og íslensku djasstríói, Wijnen and Winter and Thor, en hann var þá nýfluttur heim frá Hollandi þegar hún kom út. Næsta platan sem kom á eftir var fyrsta sólóplatan hans, Nýr dagur, og síðan þá hefur Andrés reynt að vera duglegur að búa til nýja tónlist. Djassarinn, sem er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár, verður fertugur 27. desember. „Ég er jólabarn og afmælið fellur alltaf svolítið í skuggann af jólunum,“ segir hann. „Þannig að ég ákvað að halda upp á það núna. Svo verður örugglega veisla fyrir vini og ættingja í desember.“ Á tónleikunum, sem verða í Björtuloftum í Hörpu, verða leikin vel valin lög úr nýju nótnabókinni. Ásamt Andrési koma fram Agnar Már Magnússon á píanó, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er kr. 1.500 en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást á Harpa.is og Midi.is.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“