Sprettur tónlist upp af sjálfri sér? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Tónlistarhátíðinni Airwaves lauk um helgina og ráðamenn og ferðamálafrömuðir, að ógleymdum hinum almennu áheyrendum, eru í skýjunum yfir því hversu vel hafi tekist til og hversu mikil lyftistöng þessi hátíð sé fyrir menningarlífið í landinu. Hvað það sé nú stórkostlegt fyrir ferðaiðnaðinn í landinu að fá alla þessa útlendinga til að kaupa sér gistingu, mat og fljótandi veigar í fimm daga samfleytt á meðan þeir bíða eftir næsta giggi. Skítt með það þótt íslenskir tónlistarmenn sem fram koma fái ekki eða illa borgað. Þetta snýst auðvitað allt um blessaðan túrismann og að græða á honum, nema hvað? Alltaf gott að geta grætt á útlendingum. Á sama tíma og hótel-, bar- og veitingahúsarekendur telja aurana sem hátíðin færði þeim fréttist ekki bofs af stöðunni í verkfalli tónlistarkennara. „Ha? Eru þeir ekki bara í verkfalli, er nokkuð nýtt að gerast í því?“ segir fólk steinhissa þegar spurt er um stöðuna á verkfallsmálum. Það virðist varla nokkur maður, nema tónlistarkennarar sjálfir og nemendur þeirra, hafa nokkurn áhuga á því að það verkfall leysist. Eins og það sé alfarið einkamál þeirra sem það snertir beint. Ekkert sem skipti máli í stóra gróðasamhenginu. Það viðhorf lýsir reyndar ótrúlegri blindu og skammsýni, eða hvaðan halda þessir ráðamenn að allt þetta frábæra tónlistarfólk sem fram kemur á svona hátíð sé komið? Halda þeir að tónlist spretti bara af sjálfri sér og kennsla í henni sé algjört aukaatriði? Að það blómlega starf sem fer fram í tónlistarskólum landsins sé bara eitthvert dútl til þess hannað að halda börnunum af götunni rétt á meðan foreldrarnir eru að klára að vinna þann daginn? Sé það hugsunin eru menn á alvarlegum villigötum. Það er reyndar með öllu óskiljanlegt að tónlistarkennarar skuli vera á lægri launum en almennir kennarar, en lýsir vel þessu séríslenska viðhorfi að list sé eitthvað sem bara blossi upp í huga einstaklinga og hafi ekkert með bakgrunn þeirra eða kunnáttu í greininni að gera. Allt okkar besta tónlistarfólk er sprengmenntað í tónlist, auðvitað. Það er nefnilega ekki hægt að byggja listsköpun á loftinu einu, hún krefst þekkingar, tækni og þrotlausrar ástundunar – allt atriði sem lögð er áhersla á í tónlistarkennslu. Það er því með ólíkindum hversu almennt áhugaleysi virðist ríkja á því hvort kennarar í greininni verði í verkfalli lengur eða skemur, eða hvort þeim verði yfirleitt gert kleift að geta lifað af því að uppfræða uppvaxandi kynslóðir í tónlist. Það er nefnilega óralangt frá því að vera hagsmunamál þeirra einna. Viljum við viðhalda hér gróskumiklu og fjölbreyttu tónlistarlífi og koma tónlistarmönnum á heimsmælikvarða á legg þarf að byrja á byrjuninni. Og sú byrjun liggur hjá tónlistarkennurum, ekki hótelrekendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Tónlistarhátíðinni Airwaves lauk um helgina og ráðamenn og ferðamálafrömuðir, að ógleymdum hinum almennu áheyrendum, eru í skýjunum yfir því hversu vel hafi tekist til og hversu mikil lyftistöng þessi hátíð sé fyrir menningarlífið í landinu. Hvað það sé nú stórkostlegt fyrir ferðaiðnaðinn í landinu að fá alla þessa útlendinga til að kaupa sér gistingu, mat og fljótandi veigar í fimm daga samfleytt á meðan þeir bíða eftir næsta giggi. Skítt með það þótt íslenskir tónlistarmenn sem fram koma fái ekki eða illa borgað. Þetta snýst auðvitað allt um blessaðan túrismann og að græða á honum, nema hvað? Alltaf gott að geta grætt á útlendingum. Á sama tíma og hótel-, bar- og veitingahúsarekendur telja aurana sem hátíðin færði þeim fréttist ekki bofs af stöðunni í verkfalli tónlistarkennara. „Ha? Eru þeir ekki bara í verkfalli, er nokkuð nýtt að gerast í því?“ segir fólk steinhissa þegar spurt er um stöðuna á verkfallsmálum. Það virðist varla nokkur maður, nema tónlistarkennarar sjálfir og nemendur þeirra, hafa nokkurn áhuga á því að það verkfall leysist. Eins og það sé alfarið einkamál þeirra sem það snertir beint. Ekkert sem skipti máli í stóra gróðasamhenginu. Það viðhorf lýsir reyndar ótrúlegri blindu og skammsýni, eða hvaðan halda þessir ráðamenn að allt þetta frábæra tónlistarfólk sem fram kemur á svona hátíð sé komið? Halda þeir að tónlist spretti bara af sjálfri sér og kennsla í henni sé algjört aukaatriði? Að það blómlega starf sem fer fram í tónlistarskólum landsins sé bara eitthvert dútl til þess hannað að halda börnunum af götunni rétt á meðan foreldrarnir eru að klára að vinna þann daginn? Sé það hugsunin eru menn á alvarlegum villigötum. Það er reyndar með öllu óskiljanlegt að tónlistarkennarar skuli vera á lægri launum en almennir kennarar, en lýsir vel þessu séríslenska viðhorfi að list sé eitthvað sem bara blossi upp í huga einstaklinga og hafi ekkert með bakgrunn þeirra eða kunnáttu í greininni að gera. Allt okkar besta tónlistarfólk er sprengmenntað í tónlist, auðvitað. Það er nefnilega ekki hægt að byggja listsköpun á loftinu einu, hún krefst þekkingar, tækni og þrotlausrar ástundunar – allt atriði sem lögð er áhersla á í tónlistarkennslu. Það er því með ólíkindum hversu almennt áhugaleysi virðist ríkja á því hvort kennarar í greininni verði í verkfalli lengur eða skemur, eða hvort þeim verði yfirleitt gert kleift að geta lifað af því að uppfræða uppvaxandi kynslóðir í tónlist. Það er nefnilega óralangt frá því að vera hagsmunamál þeirra einna. Viljum við viðhalda hér gróskumiklu og fjölbreyttu tónlistarlífi og koma tónlistarmönnum á heimsmælikvarða á legg þarf að byrja á byrjuninni. Og sú byrjun liggur hjá tónlistarkennurum, ekki hótelrekendum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun