Alveg úti í mýri Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 07:00 Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins lögðu í síðustu viku fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færðist frá borginni til ríkisins. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að standa vörð um fjölþætt og þýðingarmikið hlutverk sem flugvöllurinn hefur, með því að festa staðsetningu hans í sessi á tryggan hátt til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Þess skal getið að engir ráðherrar flokksins eru meðal flutningsmanna. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um staðsetningu flugvallarins og sitt sýnist hverjum. Nokkurs konar lending náðist í málinu þegar samkomulag var undirritað milli ríkis og borgar fyrir rúmu ári. Í kjölfarið var Rögnunefndin svokallaða skipuð samkvæmt samkomulaginu, sem vinnur fyrst og fremst að því að gera frekari könnun á staðarvalkostum fyrir innanlandsflug. Nefndin hefur ekki skilað af sér en búist er við niðurstöðum á næstunni. Útspil Framsóknar er því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það miðar að því að færa sjálfsstjórnarvald borgarinnar yfir Vatnsmýrarsvæðinu yfir til ríkisins. Sjálfsstjórnarvald sem vel að merkja er tryggt í stjórnarskrá. Nú er það ekki útilokað að hægt væri að fullyrða að nægir almannahagsmunir gætu verið í húfi til að slíkt inngrip sé réttlætanlegt. Ríkisvaldið getur jú takmarkað skipulagsvald sveitarfélaga í slíkum tilvikum, og hefur gert það til að mynda í friðunar- og verndarskyni. Hins vegar er málið í þeim farvegi að nefnd er að störfum til að athuga hvort hægt sé að finna flöt á því sem flestir gætu sætt sig við. Í öllum tillögum, umræðum og deiliskipulögum sem sett hafa verið fram hefur ávallt verið gerð sú krafa að hagsmuna og fyllsta öryggis þegna landsins sé gætt. Þess vegna er útspilið óskiljanlegt. Nákvæmlega ekkert kallar á svo gróft inngrip ríkisvaldsins. Framsóknarmenn gerðu heiðarlega tilraun til að komast til valda í Reykjavík í síðustu borgarstjórnarkosningum með því að gera staðsetningu flugvallarins að aðalatriði. Það gekk ekki upp. Framsókn og flugvallarvinir eru fullkomlega valdalaus í borginni. En flokkurinn er hins vegar í lykilstöðu á Alþingi. Útspilið er þannig svolítið eins og hjá ósáttu litlu barni sem fær ekki það sem það vill hjá móður sinni og ákveður þá að suða í föður sínum til þess að athuga hvort ekki fáist önnur útkoma. Í síðustu viku mættu tæplega 5.000 manns á Austurvöll að mótmæla. Fólk mótmælti ýmsu á þessu „hlaðborði óánægju“ en eitt virtist mikill meirihluti þeirra sem þangað mættu vera sammála um: „Hroki, dónaskapur og fáránlegt yfirlæti“ stjórnvalda gagnvart þegnum sínum er óásættanlegur. Í tilefnislausu frumvarpi Framsóknarflokksins um að svipta borgina skipulagsvaldi yfir Vatnsmýri kristallast einmitt yfirgangurinn sem fjöldinn mótmælti. Forsætisráðherra sagðist í kjölfarið ekki skilja hverju væri verið að mótmæla þar sem hann væri í þann mund að uppfylla öll kosningaloforð flokks síns. Burtséð frá því hversu fjarstæðukennd sú fullyrðing er, hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að sýna öðrum þá kurteisi sem hann sjálfur krefst. Borgaryfirvöld, sem kosin hafa verið til valda undanfarin ár, hafa ítrekað lofað að vinna að því að finna Reykjavíkurflugvelli annan hentugri stað. Þingmenn Framsóknar ættu að hætta að standa í vegi fyrir því að þeim takist að uppfylla loforð sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins lögðu í síðustu viku fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færðist frá borginni til ríkisins. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að standa vörð um fjölþætt og þýðingarmikið hlutverk sem flugvöllurinn hefur, með því að festa staðsetningu hans í sessi á tryggan hátt til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Þess skal getið að engir ráðherrar flokksins eru meðal flutningsmanna. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um staðsetningu flugvallarins og sitt sýnist hverjum. Nokkurs konar lending náðist í málinu þegar samkomulag var undirritað milli ríkis og borgar fyrir rúmu ári. Í kjölfarið var Rögnunefndin svokallaða skipuð samkvæmt samkomulaginu, sem vinnur fyrst og fremst að því að gera frekari könnun á staðarvalkostum fyrir innanlandsflug. Nefndin hefur ekki skilað af sér en búist er við niðurstöðum á næstunni. Útspil Framsóknar er því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það miðar að því að færa sjálfsstjórnarvald borgarinnar yfir Vatnsmýrarsvæðinu yfir til ríkisins. Sjálfsstjórnarvald sem vel að merkja er tryggt í stjórnarskrá. Nú er það ekki útilokað að hægt væri að fullyrða að nægir almannahagsmunir gætu verið í húfi til að slíkt inngrip sé réttlætanlegt. Ríkisvaldið getur jú takmarkað skipulagsvald sveitarfélaga í slíkum tilvikum, og hefur gert það til að mynda í friðunar- og verndarskyni. Hins vegar er málið í þeim farvegi að nefnd er að störfum til að athuga hvort hægt sé að finna flöt á því sem flestir gætu sætt sig við. Í öllum tillögum, umræðum og deiliskipulögum sem sett hafa verið fram hefur ávallt verið gerð sú krafa að hagsmuna og fyllsta öryggis þegna landsins sé gætt. Þess vegna er útspilið óskiljanlegt. Nákvæmlega ekkert kallar á svo gróft inngrip ríkisvaldsins. Framsóknarmenn gerðu heiðarlega tilraun til að komast til valda í Reykjavík í síðustu borgarstjórnarkosningum með því að gera staðsetningu flugvallarins að aðalatriði. Það gekk ekki upp. Framsókn og flugvallarvinir eru fullkomlega valdalaus í borginni. En flokkurinn er hins vegar í lykilstöðu á Alþingi. Útspilið er þannig svolítið eins og hjá ósáttu litlu barni sem fær ekki það sem það vill hjá móður sinni og ákveður þá að suða í föður sínum til þess að athuga hvort ekki fáist önnur útkoma. Í síðustu viku mættu tæplega 5.000 manns á Austurvöll að mótmæla. Fólk mótmælti ýmsu á þessu „hlaðborði óánægju“ en eitt virtist mikill meirihluti þeirra sem þangað mættu vera sammála um: „Hroki, dónaskapur og fáránlegt yfirlæti“ stjórnvalda gagnvart þegnum sínum er óásættanlegur. Í tilefnislausu frumvarpi Framsóknarflokksins um að svipta borgina skipulagsvaldi yfir Vatnsmýri kristallast einmitt yfirgangurinn sem fjöldinn mótmælti. Forsætisráðherra sagðist í kjölfarið ekki skilja hverju væri verið að mótmæla þar sem hann væri í þann mund að uppfylla öll kosningaloforð flokks síns. Burtséð frá því hversu fjarstæðukennd sú fullyrðing er, hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að sýna öðrum þá kurteisi sem hann sjálfur krefst. Borgaryfirvöld, sem kosin hafa verið til valda undanfarin ár, hafa ítrekað lofað að vinna að því að finna Reykjavíkurflugvelli annan hentugri stað. Þingmenn Framsóknar ættu að hætta að standa í vegi fyrir því að þeim takist að uppfylla loforð sín.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun