Munum að skála fyrir frelsinu 8. nóvember 2014 00:01 Þegar ég var lítil og var að kaupa bland í poka fyrir fimmtíu krónur sagði vinkona mín mér að mamma hennar segði að ef lakkrís yrði fundinn upp í dag yrði hann pottþétt bannaður því hann væri algjört eitur. Ég rifja stundum upp þessa minningu þegar ég maula lakkrísinn yfir glæpamynd kvöldsins. Ég hef aldrei gúgglað staðhæfinguna en geri ráð fyrir að lakkrís sé frekar óhollt fyrirbæri sem ætti að nálgast í hófi. Stundum nálgast ég hann þó í óhófi og ber þá fulla ábyrgð á því bara. Það er ágætis hugarleikfimi að ímynda sér hvaða hlutir yrðu ýmist bannaðir eða talsverðum afmörkunum háðir ef þeir kæmu fyrst fram á markaðinn í dag. Listinn yrði langur og vafalaust fylgdi með líkindareikningur sem sýndi fram á að þessir hlutir væru mjög varhugaverðir á einhvern hátt í ákveðnum hópum, í ákveðnum aðstæðum eða á ákveðnum aldri. Og það væri alveg örugglega alveg hárrétt. En þeir eru samt leyfðir því að árum eða áratugum saman höfum við vanist því að vega ókosti þeirra saman við þann stóra kost að hafa frelsi til að ákveða hvernig við förum með þá. Þessi punktur, um frelsið til að ákveða sjálfur hvernig maður notar hluti, virðist oft vera talinn aukaatriði í dag. Frelsið hefur misst virðinguna sem það á skilið. Það er kannski skiljanlegt þar sem við búum blessunarlega í samfélagi sem er ríkt af frelsisréttindum. En ef við tökum frelsinu sem gefnum hlut er hætt við að sverfi smám saman af því. Undanfarið hafa sumir spurt hvort fólk muni virkilega um að sleppa takinu á frelsisfánanum og rölta bara spakt út í sína prýðilega þjónustuðu ríkiseinokunarbúð að kaupa sinn bjór. Skiptir svo ýkja miklu máli að fórna fínni ríkisbúð fyrir meira frelsi? Nei, mann munar svo sem ekkert um að halda áfram að fara í Ríkið. En einn daginn mun aldeilis muna um það þegar vel meint, en oft óþörf umhyggja fyrir velferð alls og allra, hefur orðið svo oft ofan á að við höfum óvart gloprað frelsinu frá okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Þegar ég var lítil og var að kaupa bland í poka fyrir fimmtíu krónur sagði vinkona mín mér að mamma hennar segði að ef lakkrís yrði fundinn upp í dag yrði hann pottþétt bannaður því hann væri algjört eitur. Ég rifja stundum upp þessa minningu þegar ég maula lakkrísinn yfir glæpamynd kvöldsins. Ég hef aldrei gúgglað staðhæfinguna en geri ráð fyrir að lakkrís sé frekar óhollt fyrirbæri sem ætti að nálgast í hófi. Stundum nálgast ég hann þó í óhófi og ber þá fulla ábyrgð á því bara. Það er ágætis hugarleikfimi að ímynda sér hvaða hlutir yrðu ýmist bannaðir eða talsverðum afmörkunum háðir ef þeir kæmu fyrst fram á markaðinn í dag. Listinn yrði langur og vafalaust fylgdi með líkindareikningur sem sýndi fram á að þessir hlutir væru mjög varhugaverðir á einhvern hátt í ákveðnum hópum, í ákveðnum aðstæðum eða á ákveðnum aldri. Og það væri alveg örugglega alveg hárrétt. En þeir eru samt leyfðir því að árum eða áratugum saman höfum við vanist því að vega ókosti þeirra saman við þann stóra kost að hafa frelsi til að ákveða hvernig við förum með þá. Þessi punktur, um frelsið til að ákveða sjálfur hvernig maður notar hluti, virðist oft vera talinn aukaatriði í dag. Frelsið hefur misst virðinguna sem það á skilið. Það er kannski skiljanlegt þar sem við búum blessunarlega í samfélagi sem er ríkt af frelsisréttindum. En ef við tökum frelsinu sem gefnum hlut er hætt við að sverfi smám saman af því. Undanfarið hafa sumir spurt hvort fólk muni virkilega um að sleppa takinu á frelsisfánanum og rölta bara spakt út í sína prýðilega þjónustuðu ríkiseinokunarbúð að kaupa sinn bjór. Skiptir svo ýkja miklu máli að fórna fínni ríkisbúð fyrir meira frelsi? Nei, mann munar svo sem ekkert um að halda áfram að fara í Ríkið. En einn daginn mun aldeilis muna um það þegar vel meint, en oft óþörf umhyggja fyrir velferð alls og allra, hefur orðið svo oft ofan á að við höfum óvart gloprað frelsinu frá okkur.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun