Vanrækjum ekki snípinn Sigga Dögg skrifar 7. nóvember 2014 10:45 Lærðu á eigin líkama svo þú getir kennt bólfélaganum þínum hvað þér þykir gott. vísir/getty Nýlega tilkynnti hópur vísindamanna að sannleikurinn á bak við fullnægingu píkunnar lægi í snípnum. Freud hafði haft rangt fyrir sér þegar hann setti fullnæginguna inn í leggöngin og því ættum við öll að hætta að þrykkja inn í leit að g-blettinum. Sumar sögðu „Ég vissi það!“ en aðrar þögðu þunnu hljóði og veltu fyrir sér hver raunveruleg upplifun þeirra væri af fullnægingu. Svo voru það allir þeir bólfélagar sem gerðust sekir um að vanrækja snípinn í samförum og röktu til baka allar töpuðu fullnægingarnar með sínum tilgerðarlegu stunum (sem stundum voru þó furðu sannfærandi). Þessi umræða er áhugaverð. Sér í lagi vegna þess að við tölum ekkert sérstaklega mikið um snípinn og við erum enn að læra um mikilvægi hans. Þetta er nefnilega risastórt fyrirbæri sem teygir anga sína niður meðfram börmunum og inn eftir leggöngum. Það var ályktað að þær píkur sem greina frá fullnægingu út frá örvun legganga séu í raun að fá óbeina örvun á snípinn og að þetta séu rætur snípsins inni í leggöngum sem leiði til fullnægingar. Hvað sem því líður þá er staðreynd málsins sú að flestallar píkur þurfa örvun á snípnum til að fá fullnægingu. Snípurinn var hannaður til þess eins að veita unað. Það að gleyma því að nudda snípinn í kynferðislegu keleríi er eins og að ætla runka einhverjum í naflann. Mundu bara að smyrja snípinn með eigin bleytu eða sleipiefni áður en þú strýkur eða nuddar. Þegar rætt er um hvaðan fullnægingar koma og hvort þær séu missterkar eftir upprunastað sínum þá langar mig bara að minna spekinga á það að fullnægingar eru misjafnar. Heili stýrir kynfærum og því getur styrkur eða gæði fullnægingar farið eftir því hversu mikið heilinn er með í kynlífinu. Lesist, hversu kynferðislega æst eða æstur í hausnum þú ert áður en og á meðan kynlíf er stundað. Sumar fullnægingar eru sterkar og aðrar veikar og hinar einhvers staðar inn á milli. Það er bara gott að vita að við fæðumst ekki með takmarkaðan kvóta af þeim heldur getum við fengið það eins og oft og við treystum okkur til. Einstaklingar eru með ólíka kynferðislega næma staði og þetta er spurning um að læra inn á eigin líkama svo þú getir kennt bólfélaganum þínum hvað þér þykir gott. Því vil ég hvetja þig lesandi góður til að hafa ekki of miklar áhyggjur af því hvaðan fullnægingin kemur svo lengi sem þú manst eftir að örva heilann (og nudda snípinn í keleríi við píku). Kynfærin eru ekki eyland og á þeim er áfastur haus. Bestu fullnægingarnar koma þegar stemningin er góð og heili sendir kynferðisleg skilaboð niður til kynfæra. Styndu, talaðu, spurðu, strjúktu, hlustaðu og fáðu það. Heilsa Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Nýlega tilkynnti hópur vísindamanna að sannleikurinn á bak við fullnægingu píkunnar lægi í snípnum. Freud hafði haft rangt fyrir sér þegar hann setti fullnæginguna inn í leggöngin og því ættum við öll að hætta að þrykkja inn í leit að g-blettinum. Sumar sögðu „Ég vissi það!“ en aðrar þögðu þunnu hljóði og veltu fyrir sér hver raunveruleg upplifun þeirra væri af fullnægingu. Svo voru það allir þeir bólfélagar sem gerðust sekir um að vanrækja snípinn í samförum og röktu til baka allar töpuðu fullnægingarnar með sínum tilgerðarlegu stunum (sem stundum voru þó furðu sannfærandi). Þessi umræða er áhugaverð. Sér í lagi vegna þess að við tölum ekkert sérstaklega mikið um snípinn og við erum enn að læra um mikilvægi hans. Þetta er nefnilega risastórt fyrirbæri sem teygir anga sína niður meðfram börmunum og inn eftir leggöngum. Það var ályktað að þær píkur sem greina frá fullnægingu út frá örvun legganga séu í raun að fá óbeina örvun á snípinn og að þetta séu rætur snípsins inni í leggöngum sem leiði til fullnægingar. Hvað sem því líður þá er staðreynd málsins sú að flestallar píkur þurfa örvun á snípnum til að fá fullnægingu. Snípurinn var hannaður til þess eins að veita unað. Það að gleyma því að nudda snípinn í kynferðislegu keleríi er eins og að ætla runka einhverjum í naflann. Mundu bara að smyrja snípinn með eigin bleytu eða sleipiefni áður en þú strýkur eða nuddar. Þegar rætt er um hvaðan fullnægingar koma og hvort þær séu missterkar eftir upprunastað sínum þá langar mig bara að minna spekinga á það að fullnægingar eru misjafnar. Heili stýrir kynfærum og því getur styrkur eða gæði fullnægingar farið eftir því hversu mikið heilinn er með í kynlífinu. Lesist, hversu kynferðislega æst eða æstur í hausnum þú ert áður en og á meðan kynlíf er stundað. Sumar fullnægingar eru sterkar og aðrar veikar og hinar einhvers staðar inn á milli. Það er bara gott að vita að við fæðumst ekki með takmarkaðan kvóta af þeim heldur getum við fengið það eins og oft og við treystum okkur til. Einstaklingar eru með ólíka kynferðislega næma staði og þetta er spurning um að læra inn á eigin líkama svo þú getir kennt bólfélaganum þínum hvað þér þykir gott. Því vil ég hvetja þig lesandi góður til að hafa ekki of miklar áhyggjur af því hvaðan fullnægingin kemur svo lengi sem þú manst eftir að örva heilann (og nudda snípinn í keleríi við píku). Kynfærin eru ekki eyland og á þeim er áfastur haus. Bestu fullnægingarnar koma þegar stemningin er góð og heili sendir kynferðisleg skilaboð niður til kynfæra. Styndu, talaðu, spurðu, strjúktu, hlustaðu og fáðu það.
Heilsa Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira