Leikkonan Aníta Briem kom í heimsókn til Heilsugengisins í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Solla Eiríks bjó til einstaklega bragðgott og hollt thai curry fyrir Anítu.
Uppskrift:
2 dl vatn
3 dl kókosmjólk
1 tsk. grænt karrýmauk
1 hvítlauksrif, pressað
2 cm biti fersk engiferrót, smátt söxuð
3-4 límónulauf
1 stöngull sítrónugras
500 g grænmeti, skorið í passlega bita. (120 g gulrætur, 120 g paprika, 120 g blómkál, 120 g sætar kartöflur)
200 g soðnar svartar baunir
½ tsk. salt
1 hnefi ferskur kóríander
Setjið vatn, kókosmjólk, grænt karrý mauk, hvítlauk, engifer, límónulauf, sítrónugras í pott, hrærið í og látið suðuna koma upp. Bætið grænmeti útí og látið malla í um 10 mín eða þar til grænmetið er byrjað að mýkjast. Klippið ferskan kóríander yfir og berið fram með grænu salati.

