Young Fathers hlaut Mercury 31. október 2014 12:00 Hljómsveitin Young Fathers bar sigur úr býtum á Mercury-verðlaunahátíðinni. Nordicphotos/Getty Skoska hiphop-tríóið Young Fathers, sem er frá Edinborg, hlaut hin virtu Mercury-verðlaun í fyrrakvöld en þau eru veitt flytjanda sem á bestu bresku eða írsku plötuna undanfarna tólf mánuði. Fyrsta plata Young Fathers, Dead, sló við ellefu öðrum plötum frá listamönnum á borð við Damon Albarn, Bombay Bicycle Club, Royal Blood og FKA Twigs, sem var líklegust til að vinna samkvæmt veðbönkum. „Við vildum alltaf búa til eitthvað sem er stærra en borgin okkar,“ sagði einn af Ungu feðrunum, Graham „G“ Hasting. Young Fathers hlaut í verðlaun 20 þúsund pund, eða tæpar fjórar milljónir króna. Í stuttri þakkarræðu sagði Alloysious Massaquio, einn meðlima sveitarinnar: „Takk fyrir, við elskum ykkur, við elskum ykkur öll.“ Simon Frith, formaður dómnefndar, hafði þetta að segja um sigursveitina: „Young Fathers hefur einstaka sýn á breska „urban“-tónlist. Hún er uppfull af hugmyndum, ýtin, kemur á óvart og er hrífandi,“ sagði hann. Platan Dead hafði selst næstminnst af öllum plötum sem voru tilnefndar, eða í rúmum tvö þúsund eintökum síðan hún kom út í febrúar. Á meðal annarra sigurvegara Mercury-verðlaunanna í gegnum árin eru Alt-J, The xx og PJ Harvey, sem hefur tvisvar borið sigur úr býtum. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Skoska hiphop-tríóið Young Fathers, sem er frá Edinborg, hlaut hin virtu Mercury-verðlaun í fyrrakvöld en þau eru veitt flytjanda sem á bestu bresku eða írsku plötuna undanfarna tólf mánuði. Fyrsta plata Young Fathers, Dead, sló við ellefu öðrum plötum frá listamönnum á borð við Damon Albarn, Bombay Bicycle Club, Royal Blood og FKA Twigs, sem var líklegust til að vinna samkvæmt veðbönkum. „Við vildum alltaf búa til eitthvað sem er stærra en borgin okkar,“ sagði einn af Ungu feðrunum, Graham „G“ Hasting. Young Fathers hlaut í verðlaun 20 þúsund pund, eða tæpar fjórar milljónir króna. Í stuttri þakkarræðu sagði Alloysious Massaquio, einn meðlima sveitarinnar: „Takk fyrir, við elskum ykkur, við elskum ykkur öll.“ Simon Frith, formaður dómnefndar, hafði þetta að segja um sigursveitina: „Young Fathers hefur einstaka sýn á breska „urban“-tónlist. Hún er uppfull af hugmyndum, ýtin, kemur á óvart og er hrífandi,“ sagði hann. Platan Dead hafði selst næstminnst af öllum plötum sem voru tilnefndar, eða í rúmum tvö þúsund eintökum síðan hún kom út í febrúar. Á meðal annarra sigurvegara Mercury-verðlaunanna í gegnum árin eru Alt-J, The xx og PJ Harvey, sem hefur tvisvar borið sigur úr býtum.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“