Friðurinn og fegurðardrottningarnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. október 2014 07:00 Þegar bikiníklæddar fegurðardrottningar eru spurðar í fegurðarsamkeppnum hvers þær óski sér helst í heimi hér hefur löngum tíðkast að svarið sé: friður á jörðu. Uppskera þær jafnan hressilegt lófaklapp fyrir. Ekki alls fyrir löngu bar kona, engu síður fönguleg en fegurðardrottningarnar, fram sömu ósk hér á síðum Fréttablaðsins. Það stóð hins vegar á lófatakinu.„Djöfuls della“ Fyrir tveimur vikum birtist á þessum síðum grein eftir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, titluð: „Er enn eitt stríð lausnin?“ Í greininni fjallaði Katrín um loftárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á sveitir hins Íslamska ríkis, betur þekkt sem ISIS, sem ná síaukinni fótfestu í Írak og á Sýrlandi. Katrín dró í efa að slíkar aðgerðir væru til þess fallnar að tryggja frið á svæðinu. „Því miður er það svo að sagan kennir okkur að aukinn hernaður af þeim toga sem nú er rætt um leysir sjaldan þann vanda sem er fyrir hendi heldur skapar önnur og stundum verri vandamál,“ ritaði Katrín. Hún velti fyrir sér hvort ekki væri kominn tími til að talað yrði fyrir öðrum leiðum í baráttunni gegn ISIS en stríði. Nefndi hún meðal annars skynsamlega beitingu fjármuna til uppbyggingar á átakasvæðum og að loka á peninga- og vopnastreymi til þeirra sem beita ofbeldi gagnvart saklausum borgurum. Friðarboðskapur Katrínar hlaut dræmar undirtektir. „Jahérna…ef hlutirnir væru nú svona einfaldir,“ stundi Virkur í athugasemdum. „Þvílík djöfuls della.“ Líklega fólust mistök Katrínar í að klæða sig ekki í bikiníið áður en hún flutti friðarboðskapinn. Ég hyggst hins vegar ekki falla í sömu gryfju. Ég bið þig því um að hafa mig afsakaða, kæri lesandi, á meðan ég skipti um föt. Augnablik. Alveg að koma. Svona. Undir venjulegum kringumstæðum myndu eftirfarandi hugleiðingar vafalaust afla mér illa stafsettra uppnefna frá Virkum í athugasemdum en fyrst ég er komin í bikiníið treysti ég á að ég uppskeri viðeigandi lófaklapp.Neitaði að heilsa Þegar Jonathan Powell, starfsmannastjóri í Downingstræti 10 í tíð Tony Blair, hitti Gerry Adams og Martin McGuinness, forsprakka Írska lýðveldishersins, árið 1997 neitaði hann að heilsa þeim með handabandi. Powell fyrirleit hryðjuverkamenn, sérstaklega þá írsku. Faðir hans hafði orðið fyrir skoti í árás IRA og bróðir hans hafði verið á dauðalista samtakanna í átta ár er hann starfaði fyrir Margréti Thatcher. Í dag sér hann hins vegar eftir framkomunni sem hann segir hafa verið smásálarlega. Þrátt fyrir byrjunarörðugleika í samskiptum við IRA var Jonathan Powell gerður að aðalsamningamanni Breta í friðarumleitunum við Norður-Írland. Friðarsamkomulag var undirritað föstudaginn langa árið 1998. Í kjölfarið gerðist Powell talsmaður þess að ríkisstjórnir lærðu af reynslunni á Norður-Írlandi og færu samningaleiðina í viðskiptum sínum við hryðjuverkahópa á borð við talibana og Al-Kaída í stað þess að grípa alltaf til vopna. Hugmyndin féll í grýttan jarðveg. Ríkisstjórnir um heim allan halda því fram að þær „semji aldrei við hryðjuverkamenn“. Þær gera það þó samt og hafa alltaf gert – oft með góðum árangri. Þær mikilvægu lexíur sem læra má af slíkum samningaviðræðum eru þó yfirleitt hunsaðar. Jonathan Powell hefur nú skrifað bók um reynslu sína af friðarumleitunum við hryðjuverkamenn um heim allan. Er bókin, Talking to Terrorists: How to End Armed Conflicts, hvatning til ráðamanna um að reyna að tala við hryðjuverkamennina frekar en að byrja strax að skjóta þá eða sprengja með tilheyrandi drápum á saklausum borgurum. Hann segir það vissulega siðferðilega vandasamt verk en að það sé þó alltaf hið rétta að gera í stöðunni.Auga fyrir auga Virkum í athugasemdum sem hæddust að friðarboðskap Katrínar Jakobsdóttur þykir þessi hugmynd Powell vafalaust „djöfuls della“. Það er svo sem skiljanlegt. Þegar nýjar fréttir af hrottaverkum ISIS berast daglega getur auga fyrir auga, tönn fyrir tönn virst eina leiðin að réttlæti. En slíkt réttlæti tryggir ekki frið heldur festir í sessi hringrás gagnkvæmra voðaverka. Margir sérfræðingar telja ISIS til að mynda skilgetið afkvæmi innrásarinnar í Írak árið 2003. Klædd bikiníi óska ég mér friðar á jörðu. Það er auðvelt að lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur í fjarlægum heimshlutum sem við vitum varla hvar eru á landakortinu. En kannski ættum við að hugsa aðeins áður en við byrjum að beina vopnum að öðrum. Sjálf erum við lítt hrifin af því að byssurnar beinist að okkur en flest okkar tóku því með litlum fögnuði þegar í ljós kom í vikunni að íslenska lögreglan hafði orðið sér úti um heilt vopnabúr af hríðskotabyssum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Þegar bikiníklæddar fegurðardrottningar eru spurðar í fegurðarsamkeppnum hvers þær óski sér helst í heimi hér hefur löngum tíðkast að svarið sé: friður á jörðu. Uppskera þær jafnan hressilegt lófaklapp fyrir. Ekki alls fyrir löngu bar kona, engu síður fönguleg en fegurðardrottningarnar, fram sömu ósk hér á síðum Fréttablaðsins. Það stóð hins vegar á lófatakinu.„Djöfuls della“ Fyrir tveimur vikum birtist á þessum síðum grein eftir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, titluð: „Er enn eitt stríð lausnin?“ Í greininni fjallaði Katrín um loftárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á sveitir hins Íslamska ríkis, betur þekkt sem ISIS, sem ná síaukinni fótfestu í Írak og á Sýrlandi. Katrín dró í efa að slíkar aðgerðir væru til þess fallnar að tryggja frið á svæðinu. „Því miður er það svo að sagan kennir okkur að aukinn hernaður af þeim toga sem nú er rætt um leysir sjaldan þann vanda sem er fyrir hendi heldur skapar önnur og stundum verri vandamál,“ ritaði Katrín. Hún velti fyrir sér hvort ekki væri kominn tími til að talað yrði fyrir öðrum leiðum í baráttunni gegn ISIS en stríði. Nefndi hún meðal annars skynsamlega beitingu fjármuna til uppbyggingar á átakasvæðum og að loka á peninga- og vopnastreymi til þeirra sem beita ofbeldi gagnvart saklausum borgurum. Friðarboðskapur Katrínar hlaut dræmar undirtektir. „Jahérna…ef hlutirnir væru nú svona einfaldir,“ stundi Virkur í athugasemdum. „Þvílík djöfuls della.“ Líklega fólust mistök Katrínar í að klæða sig ekki í bikiníið áður en hún flutti friðarboðskapinn. Ég hyggst hins vegar ekki falla í sömu gryfju. Ég bið þig því um að hafa mig afsakaða, kæri lesandi, á meðan ég skipti um föt. Augnablik. Alveg að koma. Svona. Undir venjulegum kringumstæðum myndu eftirfarandi hugleiðingar vafalaust afla mér illa stafsettra uppnefna frá Virkum í athugasemdum en fyrst ég er komin í bikiníið treysti ég á að ég uppskeri viðeigandi lófaklapp.Neitaði að heilsa Þegar Jonathan Powell, starfsmannastjóri í Downingstræti 10 í tíð Tony Blair, hitti Gerry Adams og Martin McGuinness, forsprakka Írska lýðveldishersins, árið 1997 neitaði hann að heilsa þeim með handabandi. Powell fyrirleit hryðjuverkamenn, sérstaklega þá írsku. Faðir hans hafði orðið fyrir skoti í árás IRA og bróðir hans hafði verið á dauðalista samtakanna í átta ár er hann starfaði fyrir Margréti Thatcher. Í dag sér hann hins vegar eftir framkomunni sem hann segir hafa verið smásálarlega. Þrátt fyrir byrjunarörðugleika í samskiptum við IRA var Jonathan Powell gerður að aðalsamningamanni Breta í friðarumleitunum við Norður-Írland. Friðarsamkomulag var undirritað föstudaginn langa árið 1998. Í kjölfarið gerðist Powell talsmaður þess að ríkisstjórnir lærðu af reynslunni á Norður-Írlandi og færu samningaleiðina í viðskiptum sínum við hryðjuverkahópa á borð við talibana og Al-Kaída í stað þess að grípa alltaf til vopna. Hugmyndin féll í grýttan jarðveg. Ríkisstjórnir um heim allan halda því fram að þær „semji aldrei við hryðjuverkamenn“. Þær gera það þó samt og hafa alltaf gert – oft með góðum árangri. Þær mikilvægu lexíur sem læra má af slíkum samningaviðræðum eru þó yfirleitt hunsaðar. Jonathan Powell hefur nú skrifað bók um reynslu sína af friðarumleitunum við hryðjuverkamenn um heim allan. Er bókin, Talking to Terrorists: How to End Armed Conflicts, hvatning til ráðamanna um að reyna að tala við hryðjuverkamennina frekar en að byrja strax að skjóta þá eða sprengja með tilheyrandi drápum á saklausum borgurum. Hann segir það vissulega siðferðilega vandasamt verk en að það sé þó alltaf hið rétta að gera í stöðunni.Auga fyrir auga Virkum í athugasemdum sem hæddust að friðarboðskap Katrínar Jakobsdóttur þykir þessi hugmynd Powell vafalaust „djöfuls della“. Það er svo sem skiljanlegt. Þegar nýjar fréttir af hrottaverkum ISIS berast daglega getur auga fyrir auga, tönn fyrir tönn virst eina leiðin að réttlæti. En slíkt réttlæti tryggir ekki frið heldur festir í sessi hringrás gagnkvæmra voðaverka. Margir sérfræðingar telja ISIS til að mynda skilgetið afkvæmi innrásarinnar í Írak árið 2003. Klædd bikiníi óska ég mér friðar á jörðu. Það er auðvelt að lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur í fjarlægum heimshlutum sem við vitum varla hvar eru á landakortinu. En kannski ættum við að hugsa aðeins áður en við byrjum að beina vopnum að öðrum. Sjálf erum við lítt hrifin af því að byssurnar beinist að okkur en flest okkar tóku því með litlum fögnuði þegar í ljós kom í vikunni að íslenska lögreglan hafði orðið sér úti um heilt vopnabúr af hríðskotabyssum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun