Auðvitað ætla þær að vinna gullið á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2014 06:00 Ása Inga Þorsteinsdóttir hefur staðið í ströngu síðustu mánuðina. vísir/ernir „Nú síðustu dagana snúast æfingarnar aðallega um að fínstilla síðustu atriðin,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku hópfimleikalandsliðanna, sem verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Laugardalshöllinni í dag. Að baki er langur og strangur undirbúningur sem hófst með úrtökuprófum í janúar. „Fram að sumri æfðu liðin 2-4 sinnum í viku en frá því í júní hafa þau æft 4-6 sinnum í viku og sum oftar. Þetta hefur gengið svakalega vel og verður að gaman að sjá hver útkoman verður.“ Ísland á titil að verja í bæði kvenna- og stúlknaflokki í hópfimleikum auk þess sem kvennaliðið varð einnig meistari árið 2010. Ása Inga segir að sú reynsla komi sér að góðum notum nú. „Hún gerir það svo sannarlega en þegar svo stutt er í keppni skiptir mestu máli að hugarfarið og hausinn sé í lagi,“ segir Ása Inga, sem á von á harðri keppni í öllum flokkum. „Eftir að hafa séð bæði danska liðið og það sænska á æfingum, sem eru sterkustu liðin ásamt okkur, er ljóst að þetta verður hörkukeppni og mun koma til með að ráðast af því hverjir lenda stökkunum sínum best. Þetta verður í raun bara keppni í lendingum,“ segir Ása Inga. Alls er keppt í sex flokkum og á Ísland lið í fimm þeirra. Ísland á einungis ekki fulltrúa í karlaflokki en sendir drengjalið til þátttöku í fyrsta sinn. „Við viljum fyrst og fremst að strákarnir öðlist reynslu af því að taka þátt í svona stóru móti og erum við með örlítið aðrar áherslur fyrir þá,“ segir hún en bætir við að kvenna- og stúlknaliðin ætli sér vitanlega stóra hluti á heimavelli. „Markmið okkar er að allir geri sitt hundrað prósent. Ef okkur tekst það og við verðum ánægð með þær æfingar sem við gerum þá er góður möguleiki á því að við tökum gull. Og auðvitað ætla þær sér að vinna gullið á heimavelli.“ Ása Inga segir að öll umgjörð í kringum mótið hafi verið til fyrirmyndar en glæsilegri áhorfendaaðstöðu hefur verið komið fyrir í Laugardalshöllinni. „Nú vantar bara Íslendinga í stúkuna. Því miður er enn útlit fyrir að það verði fleiri útlendingar en Íslendingar í pöllunum en við vonum að miðasalan taki kipp nú þegar veislan byrjar.“ Íþróttir Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
„Nú síðustu dagana snúast æfingarnar aðallega um að fínstilla síðustu atriðin,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku hópfimleikalandsliðanna, sem verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Laugardalshöllinni í dag. Að baki er langur og strangur undirbúningur sem hófst með úrtökuprófum í janúar. „Fram að sumri æfðu liðin 2-4 sinnum í viku en frá því í júní hafa þau æft 4-6 sinnum í viku og sum oftar. Þetta hefur gengið svakalega vel og verður að gaman að sjá hver útkoman verður.“ Ísland á titil að verja í bæði kvenna- og stúlknaflokki í hópfimleikum auk þess sem kvennaliðið varð einnig meistari árið 2010. Ása Inga segir að sú reynsla komi sér að góðum notum nú. „Hún gerir það svo sannarlega en þegar svo stutt er í keppni skiptir mestu máli að hugarfarið og hausinn sé í lagi,“ segir Ása Inga, sem á von á harðri keppni í öllum flokkum. „Eftir að hafa séð bæði danska liðið og það sænska á æfingum, sem eru sterkustu liðin ásamt okkur, er ljóst að þetta verður hörkukeppni og mun koma til með að ráðast af því hverjir lenda stökkunum sínum best. Þetta verður í raun bara keppni í lendingum,“ segir Ása Inga. Alls er keppt í sex flokkum og á Ísland lið í fimm þeirra. Ísland á einungis ekki fulltrúa í karlaflokki en sendir drengjalið til þátttöku í fyrsta sinn. „Við viljum fyrst og fremst að strákarnir öðlist reynslu af því að taka þátt í svona stóru móti og erum við með örlítið aðrar áherslur fyrir þá,“ segir hún en bætir við að kvenna- og stúlknaliðin ætli sér vitanlega stóra hluti á heimavelli. „Markmið okkar er að allir geri sitt hundrað prósent. Ef okkur tekst það og við verðum ánægð með þær æfingar sem við gerum þá er góður möguleiki á því að við tökum gull. Og auðvitað ætla þær sér að vinna gullið á heimavelli.“ Ása Inga segir að öll umgjörð í kringum mótið hafi verið til fyrirmyndar en glæsilegri áhorfendaaðstöðu hefur verið komið fyrir í Laugardalshöllinni. „Nú vantar bara Íslendinga í stúkuna. Því miður er enn útlit fyrir að það verði fleiri útlendingar en Íslendingar í pöllunum en við vonum að miðasalan taki kipp nú þegar veislan byrjar.“
Íþróttir Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum