Leita að gömlum pönkperlum Þórður Ingi Jónsson skrifar 6. október 2014 13:00 The Fourth Reich með Þeysurunum - Ein af plötunum sem Synthadelia hefur endurútgefið. „Við höfum verið að hjálpa mönnum að komast á netið, hafa alla þessa tónlist aðgengilega,“ segir Vilmar Pedersen, annar stofnandi íslensku plötuútgáfunnar Synthadelia Records. Hann stofnaði Synthadelia undir lok ársins 2010 ásamt Jon Schow en það var til að gefa út þeirra eigin tónlist og dreifa á netinu. Útgáfan státar nú af um 50 plötum en ásamt því að gefa út nýtt efni hefur Synthadelia verið að endurútgefa gamalt íslenskt pönk og jaðarefni. „Það byrjaði allt með Pollock-bræðrunum, sem við höfum gefið út margar plötur með. Árið 2012 gáfum við út efni með Bodies í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar,“ segir Vilmar og bætir við að fleiri útgáfur frá þessum tíma eru á leiðinni. Synthadelia hefur líka gefið út gamlar upptökur frá sveitinni Vonbrigði og gamlar demóupptökur frá Sjálfsfróun sem ekki höfðu heyrst áður. Þá endurútgáfu þeir plötuna Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecit eftir hina dulrænu sveit Inferno 5. „Við erum enn þá að leita að gömlum perlum, við viljum taka þátt í að koma íslenskri tónlistarsögu á netið. Við erum alltaf að leita að spennandi gömlu efni,“ segir Vilmar. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við höfum verið að hjálpa mönnum að komast á netið, hafa alla þessa tónlist aðgengilega,“ segir Vilmar Pedersen, annar stofnandi íslensku plötuútgáfunnar Synthadelia Records. Hann stofnaði Synthadelia undir lok ársins 2010 ásamt Jon Schow en það var til að gefa út þeirra eigin tónlist og dreifa á netinu. Útgáfan státar nú af um 50 plötum en ásamt því að gefa út nýtt efni hefur Synthadelia verið að endurútgefa gamalt íslenskt pönk og jaðarefni. „Það byrjaði allt með Pollock-bræðrunum, sem við höfum gefið út margar plötur með. Árið 2012 gáfum við út efni með Bodies í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar,“ segir Vilmar og bætir við að fleiri útgáfur frá þessum tíma eru á leiðinni. Synthadelia hefur líka gefið út gamlar upptökur frá sveitinni Vonbrigði og gamlar demóupptökur frá Sjálfsfróun sem ekki höfðu heyrst áður. Þá endurútgáfu þeir plötuna Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecit eftir hina dulrænu sveit Inferno 5. „Við erum enn þá að leita að gömlum perlum, við viljum taka þátt í að koma íslenskri tónlistarsögu á netið. Við erum alltaf að leita að spennandi gömlu efni,“ segir Vilmar.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira