Handrið í stúku Kaplakrikavallar of lágt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2014 06:30 Búist er við fjölmenni í Hafnarfjörðinn á laugardag. Handrið í stúku á Kaplakrikavelli uppfyllir ekki öryggiskröfur um lágmarkshæð eins og þær voru skilgreindar í samþykktum aðaluppdráttum byggingarinnar. Handriðið er 84 cm sem er sex sentímetrum of lágt. Handrið í stúku á Kaplakrikavelli, Kópavogsvelli og Samsung-vellinum í Garðabæ eru öll undir lágmarkshæð handriða eins og hún er almennt skilgreind í byggingarreglugerð.Erlendur Árni Hjálmarsson, forstöðumaður Fasteignafélags Hafnarfjarðar, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að enn sé unnið við lokafrágang stúkunnar á Kaplakrikavelli, þar með talið atriði er varði öryggis og aðgengismál. „Umrætt handrið er eitt af því sem verður fullgert nú í vetur,“ kom enn fremur fram í svari hans. Nýlega hlaut áhorfandi á knattspyrnuleik alvarlega áverka er hann féll niður úr stúku á Þórsvelli á Akureyri eftir að hafa hallað sér fram yfir handriðið. Þó er handrið á Þórsvelli 120 cm og því 34 cm hærra en á Kaplakrikavelli. Þess ber að geta að mæling Fréttablaðsins leiddi í ljós að hæð handriðs á Samsung-vellinum í Garðabæ er 87 cm en engin svör hafa borist frá bæjaryfirvöldum Garðabæjar við ítrekuðum fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna málsins né heldur frá yfirvöldum í Kópavogsbæ en handrið í stúku á Kópavogsvelli er 100 cm að hæð. Í grein 6.5.4 í byggingarreglugerð Mannvirkjastofnunar segir að „handrið stiga, stigapalla og svala skulu minnst vera 1,10 m að hæð“ en þó er ekki talað sérstaklega um stúkur eða áhorfendapalla í reglugerðinni. Á laugardaginn fer fram leikur Stjörnunnar og FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla en búist er við miklum fjölda á leikinn. Fullvíst er að umrædd stúka á Kaplakrikavelli verði fullsetin.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum byggingaryfirvalda á hverjum stað að tryggja að mannvirkin uppfylli kröfur sem til þeirra eru gerðar. „Það er ekki í höndum KSÍ að gera slíka úttekt heldur þar til bærra yfirvalda sem fylgja því eftir að öryggiskröfur séu uppfylltar,“ segir Þórir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Stuðningsmaður FH slasaðist á Þórsvelli Leikur Þórs og FH í Pepsi-deild karla hófst nokkrum mínútum seinna en áætlað var vegna slyss sem átti sér stað fyrir leikinn. 14. september 2014 17:28 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Handrið í stúku á Kaplakrikavelli uppfyllir ekki öryggiskröfur um lágmarkshæð eins og þær voru skilgreindar í samþykktum aðaluppdráttum byggingarinnar. Handriðið er 84 cm sem er sex sentímetrum of lágt. Handrið í stúku á Kaplakrikavelli, Kópavogsvelli og Samsung-vellinum í Garðabæ eru öll undir lágmarkshæð handriða eins og hún er almennt skilgreind í byggingarreglugerð.Erlendur Árni Hjálmarsson, forstöðumaður Fasteignafélags Hafnarfjarðar, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að enn sé unnið við lokafrágang stúkunnar á Kaplakrikavelli, þar með talið atriði er varði öryggis og aðgengismál. „Umrætt handrið er eitt af því sem verður fullgert nú í vetur,“ kom enn fremur fram í svari hans. Nýlega hlaut áhorfandi á knattspyrnuleik alvarlega áverka er hann féll niður úr stúku á Þórsvelli á Akureyri eftir að hafa hallað sér fram yfir handriðið. Þó er handrið á Þórsvelli 120 cm og því 34 cm hærra en á Kaplakrikavelli. Þess ber að geta að mæling Fréttablaðsins leiddi í ljós að hæð handriðs á Samsung-vellinum í Garðabæ er 87 cm en engin svör hafa borist frá bæjaryfirvöldum Garðabæjar við ítrekuðum fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna málsins né heldur frá yfirvöldum í Kópavogsbæ en handrið í stúku á Kópavogsvelli er 100 cm að hæð. Í grein 6.5.4 í byggingarreglugerð Mannvirkjastofnunar segir að „handrið stiga, stigapalla og svala skulu minnst vera 1,10 m að hæð“ en þó er ekki talað sérstaklega um stúkur eða áhorfendapalla í reglugerðinni. Á laugardaginn fer fram leikur Stjörnunnar og FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla en búist er við miklum fjölda á leikinn. Fullvíst er að umrædd stúka á Kaplakrikavelli verði fullsetin.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum byggingaryfirvalda á hverjum stað að tryggja að mannvirkin uppfylli kröfur sem til þeirra eru gerðar. „Það er ekki í höndum KSÍ að gera slíka úttekt heldur þar til bærra yfirvalda sem fylgja því eftir að öryggiskröfur séu uppfylltar,“ segir Þórir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Stuðningsmaður FH slasaðist á Þórsvelli Leikur Þórs og FH í Pepsi-deild karla hófst nokkrum mínútum seinna en áætlað var vegna slyss sem átti sér stað fyrir leikinn. 14. september 2014 17:28 Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18 Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30 Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Stuðningsmaður FH slasaðist á Þórsvelli Leikur Þórs og FH í Pepsi-deild karla hófst nokkrum mínútum seinna en áætlað var vegna slyss sem átti sér stað fyrir leikinn. 14. september 2014 17:28
Akureyrarbær: Stúkan á Þórsvelli stenst allar öryggiskröfur Akureyrarbær vísar gagnrýni FH-ingsins Harjit Delay á öryggi Þórsvallar á bug og segir völlinn standast ítarlegar öryggiskröfur. 22. september 2014 14:18
Þórsvöllur er sá öruggasti Úttekt Fréttablaðsins á þeim völlum Pepsi-deildarinnar sem eru með upphárri stúku leiddu í ljós að Þórsvöllur á Akureyri er sá öruggasti. Handriðið á þeim velli er mun hærra en á hinum völlunum og ætti hann þar af leiðandi að vera sá öruggasti. 24. september 2014 07:30
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12
FH-ingurinn sem slasaðist á Þórsvelli: Ég drakk bara tvo bjóra FH-ingurinn sem féll úr stúkunni á Þórsvelli, Harjit Delay, hafnar þeim ásökunum að hann hafi verið drukkinn á vellinum. 23. september 2014 15:13