Framtíð stefnumótunar og áætlanagerðar hins opinbera Héðinn Unnsteinsson og Pétur Berg Matthíasson skrifar 13. september 2014 07:00 Í vor mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi til laga um opinber fjármál. Frumvarpið felur í sér heildarlöggjöf um fjármál ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á langtímastefnumörkun opinberra fjármála, aukinn aga við framkvæmd fjárlaga og markviss tengsl almannafjár við stefnur og áætlanir. Mörg markverð nýmæli má finna í frumvarpinu sem munu hafa veruleg áhrif á fyrirkomulag ríkisrekstrarins ef það verður að lögum, en fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja frumvarpið fram á ný á haustþingi. Markvissari stefnumótun Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði gerðar á skipulagi og vinnulagi við stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Skilgreina á stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka samhliða fækkun fjárlagaliða. Hver ráðherra á síðan að setja fram stefnu fyrir þau málefnasvið og málaflokka sem hann ber ábyrgð á til eigi skemmri tíma en fimm ára. Málefnasviðsstefnur munu í raun leiða hvert svið og áætlanir málaflokka. Gera má ráð fyrir að fjöldi málefnasviða í fjárlagafrumvarpi telji um þrjá tugi og að fjöldi málaflokka verði um fimm til sjö að meðaltali á hvert málefnasvið. Með markvissri fækkun fjárlagaliða og tilkomu málefnasviðsstefna tekst m.a. að skapa skýrari grundvöll fyrir tengingu á milli stefnumótunar og úthlutunar fjárveitinga. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir vandaðri stefnumótun fyrir málefnasvið og málaflokka sem hlutaðeigandi fagráðherra ber ábyrgð á. Í stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka skal meðal annars greint frá gæða- og þjónustumarkmiðum og hvernig markmiðum verði náð með tilliti til fjármuna. Forsenda stefnumótunar fyrir málefnasvið er ríkt samstarf ráðuneyta og ríkisstofnana, en þær eiga m.a. að móta stefnu á hverju ári fyrir starfsemi sína til næstu þriggja ára. Þar skal m.a. greint frá markmiðum og almennum áherslum og hvernig áætlaðar fjárveitingar til stofnana samræmast annars vegar markmiðum í rekstri hlutaðeigandi stofnunar og hins vegar þeim gæða- og þjónustumarkmiðum sem fram koma í málefnasviðsstefnu. Auka stefnumótunarþekkingu Árið 2012 var gerð greining á helstu stefnum og áætlunum ríkisins. Eitt af því sem kom fram í þeirri greiningu var að stefnur og áætlanir þurfa að vera fjármagnaðar svo að þær verði framkvæmdar og nái markmiðum sínum. Með frumvarpi um opinber fjármál er stigið stórt skref í þá átt. Greiningin leiddi einnig í ljós að stefnur og áætlanir ríkisins segja til um hvað þær ætla að gera en leiða í fæstum tilfellum til framkvæmda. Þá reyndist samhæfingu þeirra vera ábótavant, þær eru of margar, framkvæmda- og ábyrgðaraðilar aðgerða eru ekki ávallt skilgreindir auk þess sem sjaldan voru settir fram hlutlægir árangursmælikvarðar. Í skýrslu forsætisráðuneytisins, Samhent stjórnsýsla (2010), kemur m.a. fram að styrkja þurfi getu og hæfni ráðuneyta til stefnumótunar og tryggja nauðsynlega sérþekkingu. Ef frumvarp um opinber fjármál verður að lögum er líklegt að álag vegna undirbúnings stefnumótunar verði umtalsvert. Brýnt verður að auka þekkingu og færni innan stjórnsýslunnar á stefnumótun og áætlanagerð til lengri tíma með áherslu á faglega framsetningu markmiða, víðtækt samráð, markvissa innleiðingu og eftirfylgni. Næstu skref Við mótun málefnasviðsstefna munu ráðuneyti og stofnanir geta stuðst við handbók fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins um stefnumótun og áætlanagerð. Gert er ráð fyrir að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið styðji við og hafi eftirlit með framsetningu stefnumótunar innan ráðuneyta. Til að auka yfirsýn og samhæfingu málefnasviðsstefna eru uppi hugmyndir um stofnun samráðshóps (e. policy profession board) allra ráðuneyta. Slík samhæfing þvert á kerfið yrði til mikilla bóta í „lóðréttum“ kerfum þar sem áskoranir eru í auknum mæli „láréttar“. Það er framundan breytt vinnulag sem hefur í för með sér markvissari stefnumótun, skýrari framtíðarsýn og aukinn stöðugleika í íslenskri stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vor mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi til laga um opinber fjármál. Frumvarpið felur í sér heildarlöggjöf um fjármál ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á langtímastefnumörkun opinberra fjármála, aukinn aga við framkvæmd fjárlaga og markviss tengsl almannafjár við stefnur og áætlanir. Mörg markverð nýmæli má finna í frumvarpinu sem munu hafa veruleg áhrif á fyrirkomulag ríkisrekstrarins ef það verður að lögum, en fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja frumvarpið fram á ný á haustþingi. Markvissari stefnumótun Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði gerðar á skipulagi og vinnulagi við stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Skilgreina á stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka samhliða fækkun fjárlagaliða. Hver ráðherra á síðan að setja fram stefnu fyrir þau málefnasvið og málaflokka sem hann ber ábyrgð á til eigi skemmri tíma en fimm ára. Málefnasviðsstefnur munu í raun leiða hvert svið og áætlanir málaflokka. Gera má ráð fyrir að fjöldi málefnasviða í fjárlagafrumvarpi telji um þrjá tugi og að fjöldi málaflokka verði um fimm til sjö að meðaltali á hvert málefnasvið. Með markvissri fækkun fjárlagaliða og tilkomu málefnasviðsstefna tekst m.a. að skapa skýrari grundvöll fyrir tengingu á milli stefnumótunar og úthlutunar fjárveitinga. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir vandaðri stefnumótun fyrir málefnasvið og málaflokka sem hlutaðeigandi fagráðherra ber ábyrgð á. Í stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka skal meðal annars greint frá gæða- og þjónustumarkmiðum og hvernig markmiðum verði náð með tilliti til fjármuna. Forsenda stefnumótunar fyrir málefnasvið er ríkt samstarf ráðuneyta og ríkisstofnana, en þær eiga m.a. að móta stefnu á hverju ári fyrir starfsemi sína til næstu þriggja ára. Þar skal m.a. greint frá markmiðum og almennum áherslum og hvernig áætlaðar fjárveitingar til stofnana samræmast annars vegar markmiðum í rekstri hlutaðeigandi stofnunar og hins vegar þeim gæða- og þjónustumarkmiðum sem fram koma í málefnasviðsstefnu. Auka stefnumótunarþekkingu Árið 2012 var gerð greining á helstu stefnum og áætlunum ríkisins. Eitt af því sem kom fram í þeirri greiningu var að stefnur og áætlanir þurfa að vera fjármagnaðar svo að þær verði framkvæmdar og nái markmiðum sínum. Með frumvarpi um opinber fjármál er stigið stórt skref í þá átt. Greiningin leiddi einnig í ljós að stefnur og áætlanir ríkisins segja til um hvað þær ætla að gera en leiða í fæstum tilfellum til framkvæmda. Þá reyndist samhæfingu þeirra vera ábótavant, þær eru of margar, framkvæmda- og ábyrgðaraðilar aðgerða eru ekki ávallt skilgreindir auk þess sem sjaldan voru settir fram hlutlægir árangursmælikvarðar. Í skýrslu forsætisráðuneytisins, Samhent stjórnsýsla (2010), kemur m.a. fram að styrkja þurfi getu og hæfni ráðuneyta til stefnumótunar og tryggja nauðsynlega sérþekkingu. Ef frumvarp um opinber fjármál verður að lögum er líklegt að álag vegna undirbúnings stefnumótunar verði umtalsvert. Brýnt verður að auka þekkingu og færni innan stjórnsýslunnar á stefnumótun og áætlanagerð til lengri tíma með áherslu á faglega framsetningu markmiða, víðtækt samráð, markvissa innleiðingu og eftirfylgni. Næstu skref Við mótun málefnasviðsstefna munu ráðuneyti og stofnanir geta stuðst við handbók fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins um stefnumótun og áætlanagerð. Gert er ráð fyrir að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið styðji við og hafi eftirlit með framsetningu stefnumótunar innan ráðuneyta. Til að auka yfirsýn og samhæfingu málefnasviðsstefna eru uppi hugmyndir um stofnun samráðshóps (e. policy profession board) allra ráðuneyta. Slík samhæfing þvert á kerfið yrði til mikilla bóta í „lóðréttum“ kerfum þar sem áskoranir eru í auknum mæli „láréttar“. Það er framundan breytt vinnulag sem hefur í för með sér markvissari stefnumótun, skýrari framtíðarsýn og aukinn stöðugleika í íslenskri stjórnsýslu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun