Bjartsýni yfir meðallagi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 10. september 2014 07:00 Láttu ekki svona, þetta verður komið upp á morgun eða hinn, í síðasta lagi á föstudag. Við höldum boðið á laugardaginn!“ Það var engan bilbug að finna á bóndanum. Með uppbrettar ermar mundaði hann sleggjuna og réðst á vegg. Ég hreifst með, það var ekki annað hægt. Auðvitað yrði þetta ekkert mál. Einingarnar voru svo til samsettar. Í raun snerist verkið bara um að raða inn og stinga í samband. Vippa niður eins og einum léttum millivegg eða veggstubb sem stóð lítið eitt út á gólfið. Það yrði fljótgert með sleggjunni, sem sveiflaðist nú svo glumdi í. Framkvæmdirnar komu óvænt upp. Við höfðum kíkt í búð eftir að hafa séð auglýsingu í blaði um útsölu, bara rétt til að skoða. Eftir stuttan dans við slyngan sölumann gengum við þó út með eitt stykki eldhús. Flutningabíll kom og fór og skyndilega var ekki hægt að komast um heima hjá okkur fyrir skápum, hillum og skúffum sem fylltu hvern fermetra. Við vorum ekki einu sinni búin að mæla! Við erum gjörn á þetta. Sleggjan barðist nú um og molaði múrhúð utan af rammgerðri trégrind. Veggstubburinn ætlaði ekki að svíkja þann sem reisti hann og stóð af sér hvert höggið. Rafdrifinn múrbrjótur leysti þá sleggjuna af og bruddi í sig múrinn svo fínn steinsalli lagðist yfir hvern fersentimetra íbúðarinnar. Ekki fóru skáparnir upp það kvöldið. Né það næsta. Ekki þriðja kvöldið heldur þar sem þá var nýja múrhúðin, sem varð að smyrja yfir óumbeðnar skemmdir eftir sleggjuna, að þorna. Gólfdúkurinn sem þurfti að skrapa upp tafði verkið enn. Píparinn var upptekinn. Rykug upp fyrir haus slógum við upp öðrum millivegg en ekki fóru skáparnir upp, kíttið þurfti að þorna. Framkvæmdaþrekið var óðum að hverfa og ég reyndi að fá bóndann til að horfast í augu við tapaða baráttu. En hann var enn í ham, boðið skyldi haldið, í versta falli frestað fram á sunnudag. Það varð ekki. Nú er miðvikudagur og enginn skápur kominn upp. Kannski verður boð um jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Láttu ekki svona, þetta verður komið upp á morgun eða hinn, í síðasta lagi á föstudag. Við höldum boðið á laugardaginn!“ Það var engan bilbug að finna á bóndanum. Með uppbrettar ermar mundaði hann sleggjuna og réðst á vegg. Ég hreifst með, það var ekki annað hægt. Auðvitað yrði þetta ekkert mál. Einingarnar voru svo til samsettar. Í raun snerist verkið bara um að raða inn og stinga í samband. Vippa niður eins og einum léttum millivegg eða veggstubb sem stóð lítið eitt út á gólfið. Það yrði fljótgert með sleggjunni, sem sveiflaðist nú svo glumdi í. Framkvæmdirnar komu óvænt upp. Við höfðum kíkt í búð eftir að hafa séð auglýsingu í blaði um útsölu, bara rétt til að skoða. Eftir stuttan dans við slyngan sölumann gengum við þó út með eitt stykki eldhús. Flutningabíll kom og fór og skyndilega var ekki hægt að komast um heima hjá okkur fyrir skápum, hillum og skúffum sem fylltu hvern fermetra. Við vorum ekki einu sinni búin að mæla! Við erum gjörn á þetta. Sleggjan barðist nú um og molaði múrhúð utan af rammgerðri trégrind. Veggstubburinn ætlaði ekki að svíkja þann sem reisti hann og stóð af sér hvert höggið. Rafdrifinn múrbrjótur leysti þá sleggjuna af og bruddi í sig múrinn svo fínn steinsalli lagðist yfir hvern fersentimetra íbúðarinnar. Ekki fóru skáparnir upp það kvöldið. Né það næsta. Ekki þriðja kvöldið heldur þar sem þá var nýja múrhúðin, sem varð að smyrja yfir óumbeðnar skemmdir eftir sleggjuna, að þorna. Gólfdúkurinn sem þurfti að skrapa upp tafði verkið enn. Píparinn var upptekinn. Rykug upp fyrir haus slógum við upp öðrum millivegg en ekki fóru skáparnir upp, kíttið þurfti að þorna. Framkvæmdaþrekið var óðum að hverfa og ég reyndi að fá bóndann til að horfast í augu við tapaða baráttu. En hann var enn í ham, boðið skyldi haldið, í versta falli frestað fram á sunnudag. Það varð ekki. Nú er miðvikudagur og enginn skápur kominn upp. Kannski verður boð um jólin.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun