Bítlarnir á leið til Íslands Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. september 2014 09:30 Hljómsveitin The Bootleg Beatles er á leið til landsins. mynd/einkasafn „Fyrir sanna Bítlaaðdáendur er þetta líklega það næsta sem þú kemst að því að sjá sjálfa Bítlana,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson en hann stendur fyrir tónleikum einnar vinsælustu heiðurshljómsveitar í heimi, The Bootleg Beatles. The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu. „Með þeim verður einnig strengja- og blásarasveit og geta þeir því tekið flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum,“ bætir Guðbjartur við. Farið er yfir allan feril sveitarinnar á tónleikunum og skiptast þeir í fjóra hluta. Hann segir einnig að meðlimir Bítlanna hafi kommenterað á heiðurssveitina. „Sveitin spilaði á fimmtíu ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar og þar kom Paul McCartney einnig fram. Sagan segir að Paul hafi beðið þá um að spila ekki neitt af því sem hann ætlaði sjálfur að spila á tónleikunum. George Harrison sagði víst við þá á sínum tíma að þeir kynnu hljómana betur en hann sjálfur,“ segir Guðbjartur léttur í lundu. The Bootleg Beatles hefur verið starfrækt frá árinu 1982 og komið fram á yfir 4.000 tónleikum út um allan heim. „Sá sem leikur Paul McCartney er rétthentur en spilar örvhent á bassann til þess að ná Paul fullkomlega, þeir nota líka allir sams konar hljóðfæri og Bítlarnir notuðu. Sveitin kom fram hér á landi árið 2012 við mikla hrifningu og endurtekur leikinn ásamt strengja- og blásarasveit í Háskólabíói 24. og 25. október. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Fyrir sanna Bítlaaðdáendur er þetta líklega það næsta sem þú kemst að því að sjá sjálfa Bítlana,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson en hann stendur fyrir tónleikum einnar vinsælustu heiðurshljómsveitar í heimi, The Bootleg Beatles. The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu. „Með þeim verður einnig strengja- og blásarasveit og geta þeir því tekið flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum,“ bætir Guðbjartur við. Farið er yfir allan feril sveitarinnar á tónleikunum og skiptast þeir í fjóra hluta. Hann segir einnig að meðlimir Bítlanna hafi kommenterað á heiðurssveitina. „Sveitin spilaði á fimmtíu ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar og þar kom Paul McCartney einnig fram. Sagan segir að Paul hafi beðið þá um að spila ekki neitt af því sem hann ætlaði sjálfur að spila á tónleikunum. George Harrison sagði víst við þá á sínum tíma að þeir kynnu hljómana betur en hann sjálfur,“ segir Guðbjartur léttur í lundu. The Bootleg Beatles hefur verið starfrækt frá árinu 1982 og komið fram á yfir 4.000 tónleikum út um allan heim. „Sá sem leikur Paul McCartney er rétthentur en spilar örvhent á bassann til þess að ná Paul fullkomlega, þeir nota líka allir sams konar hljóðfæri og Bítlarnir notuðu. Sveitin kom fram hér á landi árið 2012 við mikla hrifningu og endurtekur leikinn ásamt strengja- og blásarasveit í Háskólabíói 24. og 25. október.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira