Bítlarnir á leið til Íslands Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. september 2014 09:30 Hljómsveitin The Bootleg Beatles er á leið til landsins. mynd/einkasafn „Fyrir sanna Bítlaaðdáendur er þetta líklega það næsta sem þú kemst að því að sjá sjálfa Bítlana,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson en hann stendur fyrir tónleikum einnar vinsælustu heiðurshljómsveitar í heimi, The Bootleg Beatles. The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu. „Með þeim verður einnig strengja- og blásarasveit og geta þeir því tekið flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum,“ bætir Guðbjartur við. Farið er yfir allan feril sveitarinnar á tónleikunum og skiptast þeir í fjóra hluta. Hann segir einnig að meðlimir Bítlanna hafi kommenterað á heiðurssveitina. „Sveitin spilaði á fimmtíu ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar og þar kom Paul McCartney einnig fram. Sagan segir að Paul hafi beðið þá um að spila ekki neitt af því sem hann ætlaði sjálfur að spila á tónleikunum. George Harrison sagði víst við þá á sínum tíma að þeir kynnu hljómana betur en hann sjálfur,“ segir Guðbjartur léttur í lundu. The Bootleg Beatles hefur verið starfrækt frá árinu 1982 og komið fram á yfir 4.000 tónleikum út um allan heim. „Sá sem leikur Paul McCartney er rétthentur en spilar örvhent á bassann til þess að ná Paul fullkomlega, þeir nota líka allir sams konar hljóðfæri og Bítlarnir notuðu. Sveitin kom fram hér á landi árið 2012 við mikla hrifningu og endurtekur leikinn ásamt strengja- og blásarasveit í Háskólabíói 24. og 25. október. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Fyrir sanna Bítlaaðdáendur er þetta líklega það næsta sem þú kemst að því að sjá sjálfa Bítlana,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson en hann stendur fyrir tónleikum einnar vinsælustu heiðurshljómsveitar í heimi, The Bootleg Beatles. The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu. „Með þeim verður einnig strengja- og blásarasveit og geta þeir því tekið flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum,“ bætir Guðbjartur við. Farið er yfir allan feril sveitarinnar á tónleikunum og skiptast þeir í fjóra hluta. Hann segir einnig að meðlimir Bítlanna hafi kommenterað á heiðurssveitina. „Sveitin spilaði á fimmtíu ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar og þar kom Paul McCartney einnig fram. Sagan segir að Paul hafi beðið þá um að spila ekki neitt af því sem hann ætlaði sjálfur að spila á tónleikunum. George Harrison sagði víst við þá á sínum tíma að þeir kynnu hljómana betur en hann sjálfur,“ segir Guðbjartur léttur í lundu. The Bootleg Beatles hefur verið starfrækt frá árinu 1982 og komið fram á yfir 4.000 tónleikum út um allan heim. „Sá sem leikur Paul McCartney er rétthentur en spilar örvhent á bassann til þess að ná Paul fullkomlega, þeir nota líka allir sams konar hljóðfæri og Bítlarnir notuðu. Sveitin kom fram hér á landi árið 2012 við mikla hrifningu og endurtekur leikinn ásamt strengja- og blásarasveit í Háskólabíói 24. og 25. október.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“