Fleiri tónleikar, meira vín og fleiri stelpur Gunnar Leó Pálsson og Andri Marinó Karlsson skrifar 6. september 2014 09:00 Basshunter skemmti Verslingum með glæsibrag. Vísir/Andri Marinó Karlsson „Um það bil helmingur tónleika minna í kringum sumartímann eru tónleikar eins og þessir hérna á Íslandi. Ég hef mjög gaman af því að spila á svona skólaböllum, þetta er skemmtileg blanda, eins konar blanda þess að spila á klúbbi eða á stórum tónleikum,“ segir sænski tónlistarmaðurinn Basshunter en hann tróð upp á skólaballi Verslunarskóla Íslands á fimmtudagskvöldið í íþróttahúsinu í Kaplakrika. En veit hann eitthvað um skólann sem hann var að spila fyrir? „Ég hef heyrt að það séu bara allir nemendurnir mættir og að þetta sé fjölmennasti skólinn. Ég hef líka heyrt að þetta sé skemmtilegasti skólinn,“ segir Basshunter og hlær. Basshunter kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi þegar hann gaf út lagið Boten Anna árið 2006 sem var geysilega vinsælt og kom meðal annars hingað til lands það ár. „Ég er að koma hingað í þriðja sinn, fyrst þegar ég kom var vetur og mjög kalt en nú er gott og fallegt veður. Ég held ég hafi komið með góða veðrið með mér frá Svíþjóð,“ segir Basshunter og hlær.Hann er ákaflega hrifinn af landi og þjóð. „Fólkið hérna er yndislegt og landið virkilega fallegt,“ bætir Basshunter við, honum þykir leitt að geta ekki verið hér lengur og skoðað landið. Spurður út í hvort hann eigi sér uppáhalds íslenskan tónlistarmann segir hann Björk vera í miklu uppáhaldi. Basshunter fer sérlega fögrum orðum um kvenfólkið á Íslandi. „Íslenskt kvenfólk er alveg sérstaklega fallegt.“ Þó að ekki hafa mikið bólað á kappanum hér á landi undanfarið er nóg að gera hjá honum í tónleikahaldi og lagasmíði. „Ég er búinn að vera að spila mikið út um allan heim og það hefur verið mjög mikið að gera í sumar. Ég hef spilað í yfir fimmtíu löndum þannig að það hefur verið nóg að gera og er ég mjög þakklátur fyrir það.“ Hann segist semja sína tónlist og texta sjálfur. „Ég sem allt sjálfur en stundum hjálpar umboðsmaðurinn minn þó aðeins við textasmíðina, sérstaklega þegar mér gengur illa að finna réttu ensku orðin.“ Hann yfirgaf landið á föstudagsmorgun og hefur í nógu að snúast. „Ég er að fara til Spánar að spila og svo til Skotlands og Englands. Fleiri tónleikar, meira vín og fleiri stelpur,“ segir Basshunter og hlær.Brot úr sögu Basshunters Basshunter heitir réttu nafni Jonas Erik Altberg og er 29 ára gamall Svíi. Hann hefur gefið út sex plötur á ferlinum. Hans þekktustu lög eru: Boten AnnaVi sitter i Ventrilo och spelar DotAl Now You’re Gonel All I Ever Wanted Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Um það bil helmingur tónleika minna í kringum sumartímann eru tónleikar eins og þessir hérna á Íslandi. Ég hef mjög gaman af því að spila á svona skólaböllum, þetta er skemmtileg blanda, eins konar blanda þess að spila á klúbbi eða á stórum tónleikum,“ segir sænski tónlistarmaðurinn Basshunter en hann tróð upp á skólaballi Verslunarskóla Íslands á fimmtudagskvöldið í íþróttahúsinu í Kaplakrika. En veit hann eitthvað um skólann sem hann var að spila fyrir? „Ég hef heyrt að það séu bara allir nemendurnir mættir og að þetta sé fjölmennasti skólinn. Ég hef líka heyrt að þetta sé skemmtilegasti skólinn,“ segir Basshunter og hlær. Basshunter kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi þegar hann gaf út lagið Boten Anna árið 2006 sem var geysilega vinsælt og kom meðal annars hingað til lands það ár. „Ég er að koma hingað í þriðja sinn, fyrst þegar ég kom var vetur og mjög kalt en nú er gott og fallegt veður. Ég held ég hafi komið með góða veðrið með mér frá Svíþjóð,“ segir Basshunter og hlær.Hann er ákaflega hrifinn af landi og þjóð. „Fólkið hérna er yndislegt og landið virkilega fallegt,“ bætir Basshunter við, honum þykir leitt að geta ekki verið hér lengur og skoðað landið. Spurður út í hvort hann eigi sér uppáhalds íslenskan tónlistarmann segir hann Björk vera í miklu uppáhaldi. Basshunter fer sérlega fögrum orðum um kvenfólkið á Íslandi. „Íslenskt kvenfólk er alveg sérstaklega fallegt.“ Þó að ekki hafa mikið bólað á kappanum hér á landi undanfarið er nóg að gera hjá honum í tónleikahaldi og lagasmíði. „Ég er búinn að vera að spila mikið út um allan heim og það hefur verið mjög mikið að gera í sumar. Ég hef spilað í yfir fimmtíu löndum þannig að það hefur verið nóg að gera og er ég mjög þakklátur fyrir það.“ Hann segist semja sína tónlist og texta sjálfur. „Ég sem allt sjálfur en stundum hjálpar umboðsmaðurinn minn þó aðeins við textasmíðina, sérstaklega þegar mér gengur illa að finna réttu ensku orðin.“ Hann yfirgaf landið á föstudagsmorgun og hefur í nógu að snúast. „Ég er að fara til Spánar að spila og svo til Skotlands og Englands. Fleiri tónleikar, meira vín og fleiri stelpur,“ segir Basshunter og hlær.Brot úr sögu Basshunters Basshunter heitir réttu nafni Jonas Erik Altberg og er 29 ára gamall Svíi. Hann hefur gefið út sex plötur á ferlinum. Hans þekktustu lög eru: Boten AnnaVi sitter i Ventrilo och spelar DotAl Now You’re Gonel All I Ever Wanted
Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira