Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Tómas Þór Þórðarsson skrifar 6. september 2014 07:00 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fúlskeggjaður. Fréttablaðið/Anton Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður klár í slaginn með íslenska liðinu á þriðjudaginn þegar það mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. Leikurinn markar upphaf nýrrar undankeppni hjá strákunum okkar, en eins og allir vita voru þeir nálægt því að vinna sér sæti á HM. „Það eru virkilega sterk lið í riðlinum (Tyrkland, Tékkland, Holland, Lettland og Kasakstan) og hann verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi í gær. „Það er mikilvægt að byrja vel eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar. Hann segir sorgina eftir tapið í Króatíu síðasta vetur vera gleymda og grafna og nú einbeiti menn sér að næsta verkefni. Hann viðurkennir þó að það hafi haft áhrif á leikmenn, meðal annars hann sjálfan. En hann er búinn að vinna sér sæti sitt hjá Cardiff á ný og fer vel af stað með liðinu. „Ég var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið og gerði það. Ég spilaði fyrstu fjóra leikina en meiddist svo á ökkla og var ekki með í síðasta leik. En liðið byrjar bara vel. Ég er sáttur á meðan ég fæ að spila og landsliðsþjálfarinn er líka ánægður með það,“ sagði Aron Einar, en samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar á miðri miðjunni var dýrmæt í síðustu undankeppni. Landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn á sigur, en telur Tyrkina næstbesta á eftir Hollendingum í riðlinum. „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir væru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður samt gaman að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður klár í slaginn með íslenska liðinu á þriðjudaginn þegar það mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. Leikurinn markar upphaf nýrrar undankeppni hjá strákunum okkar, en eins og allir vita voru þeir nálægt því að vinna sér sæti á HM. „Það eru virkilega sterk lið í riðlinum (Tyrkland, Tékkland, Holland, Lettland og Kasakstan) og hann verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi í gær. „Það er mikilvægt að byrja vel eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar. Hann segir sorgina eftir tapið í Króatíu síðasta vetur vera gleymda og grafna og nú einbeiti menn sér að næsta verkefni. Hann viðurkennir þó að það hafi haft áhrif á leikmenn, meðal annars hann sjálfan. En hann er búinn að vinna sér sæti sitt hjá Cardiff á ný og fer vel af stað með liðinu. „Ég var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið og gerði það. Ég spilaði fyrstu fjóra leikina en meiddist svo á ökkla og var ekki með í síðasta leik. En liðið byrjar bara vel. Ég er sáttur á meðan ég fæ að spila og landsliðsþjálfarinn er líka ánægður með það,“ sagði Aron Einar, en samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar á miðri miðjunni var dýrmæt í síðustu undankeppni. Landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn á sigur, en telur Tyrkina næstbesta á eftir Hollendingum í riðlinum. „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir væru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálpar þeim. Það verður samt gaman að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira