GusGus með nýja sýningu og nýjan ljóma Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. september 2014 12:00 Hljómsveitin GusGus heldur útgáfutónleika í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. mynd/ari magg „Við erum að prufukeyra nýtt sjó sem við erum að fara með um allan heim, alveg austur til Síberíu og alveg vestur til Mexíkós, og allt þar á milli,“ segir Högni Egilsson, einn söngvara hljómsveitarinnar GusGus sem heldur útgáfutónleika í Hafnarhúsinu í kvöld. Nýjasta plata sveitarinnar, Mexico, kom út fyrr á þessu ári og ætlar GusGus að fylgja henni eftir með heljarinnar tónleikaferðalagi um allan heim. „Við erum að fara með þetta sjó út um allan heim og verðum á miklu tónleikaferðalagi fram að jólum,“ segir Högni. GusGus er þekkt sem afbragðs tónleikasveit og eru tónleikar sveitarinnar jafnan mikið sjónarspil. „Við höfum unnið nýtt „visual“ efni sem er unnið af sama teymi og hannaði nýju plötuna. Við verðum með stóra skjái þar sem keyrt verður myndefni í bland við tónlistina,“ útskýrir Högni um tónleikana. Sveitin kom fram á uppseldum tónleikum í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. „Það gekk mjög vel í Köben og við prufuðum við sjóið þar. Þetta er ný lína frá GusGus og nýr ljómi,“ bætir Högni við. Uppselt er á marga tónleika sveitarinnar í Evrópu, sem sýnir hversu vinsæl hún er. GusGus ætlar að leika efni af nýjustu plötunni en einnig eldra efni. „Þorrinn af lögunum er af síðustu tveimur plötum en við spilum líka eitthvað af eldra efni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. „Ég hlakka mikið til þess að syngja þetta fyrir fólkið. Við hlökkum mikið til tónleikaferðalagsins,“ bætir Högni við. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við erum að prufukeyra nýtt sjó sem við erum að fara með um allan heim, alveg austur til Síberíu og alveg vestur til Mexíkós, og allt þar á milli,“ segir Högni Egilsson, einn söngvara hljómsveitarinnar GusGus sem heldur útgáfutónleika í Hafnarhúsinu í kvöld. Nýjasta plata sveitarinnar, Mexico, kom út fyrr á þessu ári og ætlar GusGus að fylgja henni eftir með heljarinnar tónleikaferðalagi um allan heim. „Við erum að fara með þetta sjó út um allan heim og verðum á miklu tónleikaferðalagi fram að jólum,“ segir Högni. GusGus er þekkt sem afbragðs tónleikasveit og eru tónleikar sveitarinnar jafnan mikið sjónarspil. „Við höfum unnið nýtt „visual“ efni sem er unnið af sama teymi og hannaði nýju plötuna. Við verðum með stóra skjái þar sem keyrt verður myndefni í bland við tónlistina,“ útskýrir Högni um tónleikana. Sveitin kom fram á uppseldum tónleikum í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. „Það gekk mjög vel í Köben og við prufuðum við sjóið þar. Þetta er ný lína frá GusGus og nýr ljómi,“ bætir Högni við. Uppselt er á marga tónleika sveitarinnar í Evrópu, sem sýnir hversu vinsæl hún er. GusGus ætlar að leika efni af nýjustu plötunni en einnig eldra efni. „Þorrinn af lögunum er af síðustu tveimur plötum en við spilum líka eitthvað af eldra efni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. „Ég hlakka mikið til þess að syngja þetta fyrir fólkið. Við hlökkum mikið til tónleikaferðalagsins,“ bætir Högni við.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira