Þakið rifnar af Café Rosenberg Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. september 2014 11:30 Hljómsveitin The Aristocrats ætlar að rokka þakið af Rosenberg í kvöld. vísir/getty „Ég er pínu hræddur um að við munum rokka þakið af Rosenberg, en það er bara rokk og ról,“ segir Tom Matthews tónlistarmaður sem stendur fyrir tónleikum djass/rokk/fusion-hljómsveitarinnar The Aristocrats á Café Rosenberg í kvöld. Um er að ræða hljómsveit sem skipuð er virtum hljóðfæraleikurum á heimsvísu en þeir eru gítarleikarinn Guthrie Govan, trommuleikarinn Marco Minnemann og bassaleikarinn Bryan Beller. „Þetta eru allt miklir töframenn á sín hljóðfæri og hafa komið víða við,“ segir Tom. Til að mynda hefur bassaleikarinn Bryan Beller starfað með Stevie Vai og Dweezil Zappa. Sveitin var stofnuð fyrir slysni árið 2011 og æfði bara einu sinni fyrir sínu fyrstu tónleika. „Ég veit allavega að Guthrie vill prófa nýja hluti á tónleikum. Þeir hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á tónleikum og eru á tónleikaferðalagi um heiminn núna,“ segir Tom. Sveitin er nýkomin frá Asíu og er nú á ferð um Evrópu. The Aristocrats hefur gefið út tvær hljóðversplötur, eina samnefnda hljómsveitinni árið 2011 og Culture Clash á síðasta ári. Þá hefur hún einnig gefið út tónleikaplötu, Boing, We'll Do It Live! árið 2012. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég er pínu hræddur um að við munum rokka þakið af Rosenberg, en það er bara rokk og ról,“ segir Tom Matthews tónlistarmaður sem stendur fyrir tónleikum djass/rokk/fusion-hljómsveitarinnar The Aristocrats á Café Rosenberg í kvöld. Um er að ræða hljómsveit sem skipuð er virtum hljóðfæraleikurum á heimsvísu en þeir eru gítarleikarinn Guthrie Govan, trommuleikarinn Marco Minnemann og bassaleikarinn Bryan Beller. „Þetta eru allt miklir töframenn á sín hljóðfæri og hafa komið víða við,“ segir Tom. Til að mynda hefur bassaleikarinn Bryan Beller starfað með Stevie Vai og Dweezil Zappa. Sveitin var stofnuð fyrir slysni árið 2011 og æfði bara einu sinni fyrir sínu fyrstu tónleika. „Ég veit allavega að Guthrie vill prófa nýja hluti á tónleikum. Þeir hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á tónleikum og eru á tónleikaferðalagi um heiminn núna,“ segir Tom. Sveitin er nýkomin frá Asíu og er nú á ferð um Evrópu. The Aristocrats hefur gefið út tvær hljóðversplötur, eina samnefnda hljómsveitinni árið 2011 og Culture Clash á síðasta ári. Þá hefur hún einnig gefið út tónleikaplötu, Boing, We'll Do It Live! árið 2012.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira