Klippti saman Disney og klám Baldvin Þormóðsson skrifar 1. september 2014 11:30 Sveitina skipa Kristinn Þór Óskarsson, Daníel Jón Jónsson, Jón Rúnar Ingimarsson, Haukur Jóhannesson og Eyrún Engilbertsdóttir. vísir/anton „Við erum alveg nett manískt band,“ segir Daníel Jón Jónsson, söngvari sveitarinnar Hide Your Kids, en þrátt fyrir að vera aðeins þriggja ára gömul hefur sveitin meðal annars hitað upp fyrir Of Monsters and Men. „Það koma lægðir þar sem við spilum ekkert saman en síðan á Músíktilraunum í fyrra höfum við verið að rífa okkur í gang,“ segir Daníel Jón og bætir því við að sveitin sé nokkuð heppin með gigg. Gítarleikari sveitarinnar, Kristinn Þór Óskarsson, tekur undir með Daníel en hann lýsir reynslunni að hafa deilt sviði með Of Monsters and Men sem sturlaðri. „Þetta er alveg það besta sem við höfum gert sem hljómsveit,“ segir Kristinn en áhorfendafjöldinn var í kringum tíu þúsund manns. Nýlega sendi sveitin frá sér sína aðra smáskífu en sú fyrri kom út í lok seinasta sumars. Nýja lagið ber nafnið Mia og klippti Daníel Jón saman ansi áhugavert tónlistarmyndband við smáskífuna. „Þetta átti bara að vera djók til að byrja með,“ segir Daníel Jón og hlær en hann klippti saman alls konar Disney-klippur við klippur úr klámmyndum þar sem búið er að teikna yfir hið allra heilagasta og er útkoman vægast sagt lífleg. Myndbandið við Mia má finna á Youtube en sveitin ætlar sér að taka upp efni í stúdíói í haust og er draumurinn að ná að senda frá sér fyrstu plötuna fyrir jól. „Við eigum nóg af efni, það þarf bara aðeins að fínpússa þetta.“ Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við erum alveg nett manískt band,“ segir Daníel Jón Jónsson, söngvari sveitarinnar Hide Your Kids, en þrátt fyrir að vera aðeins þriggja ára gömul hefur sveitin meðal annars hitað upp fyrir Of Monsters and Men. „Það koma lægðir þar sem við spilum ekkert saman en síðan á Músíktilraunum í fyrra höfum við verið að rífa okkur í gang,“ segir Daníel Jón og bætir því við að sveitin sé nokkuð heppin með gigg. Gítarleikari sveitarinnar, Kristinn Þór Óskarsson, tekur undir með Daníel en hann lýsir reynslunni að hafa deilt sviði með Of Monsters and Men sem sturlaðri. „Þetta er alveg það besta sem við höfum gert sem hljómsveit,“ segir Kristinn en áhorfendafjöldinn var í kringum tíu þúsund manns. Nýlega sendi sveitin frá sér sína aðra smáskífu en sú fyrri kom út í lok seinasta sumars. Nýja lagið ber nafnið Mia og klippti Daníel Jón saman ansi áhugavert tónlistarmyndband við smáskífuna. „Þetta átti bara að vera djók til að byrja með,“ segir Daníel Jón og hlær en hann klippti saman alls konar Disney-klippur við klippur úr klámmyndum þar sem búið er að teikna yfir hið allra heilagasta og er útkoman vægast sagt lífleg. Myndbandið við Mia má finna á Youtube en sveitin ætlar sér að taka upp efni í stúdíói í haust og er draumurinn að ná að senda frá sér fyrstu plötuna fyrir jól. „Við eigum nóg af efni, það þarf bara aðeins að fínpússa þetta.“
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira