Ískaldur húmor í norrænni goðafræði Baldvin Þormóðsson skrifar 25. ágúst 2014 09:39 Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. „Þetta eru þekktar sögur í norrænni goðafræði sem Hugleikur tengir saman í bland við sinn ískalda húmor,“ segir Selma Björnsdóttir en hún kemur til með að leikstýra nýjum rokksöngleik í Þjóðleikhúsinu á næsta ári í samstarfi við Hugleik Dagsson og Sigurjón Kjartansson. „Söngleikurinn ber nafnið Loki læðist en enn sem komið er erum við að fínpússa, bæta og breyta. Þeir sem hafa gluggað í goðafræðina ættu að kannast við margar senurnar þarna en þær verða með örlítið breyttu sniði.“ Sigurjón Kjartansson sér um tónlist rokksöngleiksins en Selma segir að á sviðinu verði rokkhljómsveit allt verkið. „Inn í sögurnar mun tónlist Sigurjóns tvinnast og þarna munu vera bæði glæný lög og líka stærstu smellir Ham og jafnvel Ólympíu,“ segir leikstjórinn. „Við erum nú þegar komin með tvo Skálmaldarmeðlimi í sveitina, Jón Geir og Baldur Ragnars, en síðan eigum við eftir að fullmanna bandið,“ segir Selma en hún er á höttunum eftir söngvara og bassaleikara til þess að fullkomna hljómsveitina. Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en þau Hugleikur hafa verið að vinna að honum síðan í vor þegar sú ákvörðun var tekin að setja söngleikinn upp í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður stærsta og veigamesta sýningin á leikárinu, öllu til tjaldað. Eins og gefur að skilja býður þessi heimur upp á mjög marga möguleika,“ segir hún og ýjar að því að sýningargestir megi eiga von á því að hitta Fenrisúlfinn og Miðgarðsorminn. „Síðan förum við til Heljar, Niflheima, Ásgarðs og allt í bland við gott þungarokk og magnaðar bardagasenur.“ Meðal leikara sem koma til með að leika í söngleiknum eru til dæmis Stefán Karl Stefánsson sem fer með titilhlutverk sýningarinnar sem Loki Laufeyjarson.Eggert Þorleifsson leikur Óðinn, Saga Garðarsdóttir fer með hlutverk jötunsins Skaða, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Frigg, Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þór og Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með hlutverk Freyju. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira
„Þetta eru þekktar sögur í norrænni goðafræði sem Hugleikur tengir saman í bland við sinn ískalda húmor,“ segir Selma Björnsdóttir en hún kemur til með að leikstýra nýjum rokksöngleik í Þjóðleikhúsinu á næsta ári í samstarfi við Hugleik Dagsson og Sigurjón Kjartansson. „Söngleikurinn ber nafnið Loki læðist en enn sem komið er erum við að fínpússa, bæta og breyta. Þeir sem hafa gluggað í goðafræðina ættu að kannast við margar senurnar þarna en þær verða með örlítið breyttu sniði.“ Sigurjón Kjartansson sér um tónlist rokksöngleiksins en Selma segir að á sviðinu verði rokkhljómsveit allt verkið. „Inn í sögurnar mun tónlist Sigurjóns tvinnast og þarna munu vera bæði glæný lög og líka stærstu smellir Ham og jafnvel Ólympíu,“ segir leikstjórinn. „Við erum nú þegar komin með tvo Skálmaldarmeðlimi í sveitina, Jón Geir og Baldur Ragnars, en síðan eigum við eftir að fullmanna bandið,“ segir Selma en hún er á höttunum eftir söngvara og bassaleikara til þess að fullkomna hljómsveitina. Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en þau Hugleikur hafa verið að vinna að honum síðan í vor þegar sú ákvörðun var tekin að setja söngleikinn upp í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður stærsta og veigamesta sýningin á leikárinu, öllu til tjaldað. Eins og gefur að skilja býður þessi heimur upp á mjög marga möguleika,“ segir hún og ýjar að því að sýningargestir megi eiga von á því að hitta Fenrisúlfinn og Miðgarðsorminn. „Síðan förum við til Heljar, Niflheima, Ásgarðs og allt í bland við gott þungarokk og magnaðar bardagasenur.“ Meðal leikara sem koma til með að leika í söngleiknum eru til dæmis Stefán Karl Stefánsson sem fer með titilhlutverk sýningarinnar sem Loki Laufeyjarson.Eggert Þorleifsson leikur Óðinn, Saga Garðarsdóttir fer með hlutverk jötunsins Skaða, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Frigg, Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þór og Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með hlutverk Freyju.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira