Fyrirspurnum áhyggjufullra ferðamanna rignir inn Haraldur Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum hjá hótelrekendum. Vísir/Sveinn Hótelrekendur fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eitthvað er um afbókanir. Starfsmenn Icelandair hafa einnig í nógu að snúast við að svara spurningum áhyggjufullra viðskiptavina. „Það rignir yfir okkur fyrirspurnum í kringum þetta allt saman og fólk hefur eðlilega áhyggjur af sínum ferðaplönum. Það er eitthvað af afbókunum en sem betur fer er það mjög lítið enn sem komið er enda enn flogið til landsins og hringvegurinn opinn,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka hótelkeðjurnar Foss Hótel og Reykjavíkurhótel. Davíð segir jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum og þá sérstaklega hjá þeim hópi ferðamanna sem kaupi ferðir á síðustu stundu. „Ef þetta varir í nokkrar vikur og vofir yfir þá er það nóg fyrir einhverja sem vilja ekki taka áhættuna,“ segir Davíð. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna, tekur í sama streng varðandi bókanir. „Það er of snemmt að tala um umfangið en það hafa margir hringt og haft samband. Það er uggur í fólki og menn velta vöngum yfir því hvort það sé hættuástand og hvort Vatnajökull sé við hliðina á Keflavíkurflugvelli,“ segir Magnea. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ljóst að umfjöllun erlendra fjölmiðla um stöðuna í Bárðarbungu hafi áhrif á bókanir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. „Það er eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig ástandið er þegar til dæmis er sagt frá því að búið sé að rýma eitthvert ákveðið svæði. Þá sér fólk jafnvel fyrir sér aðstæður þar sem verið er að flytja þúsundir manna til með tilheyrandi vandamálum. Við höfum því miklar áhyggjur af þeim tilvikum þar sem verið er að búa til upphrópanir og æsifréttir,“ segir Helga. „Hins vegar sýnir ferðaþjónustan því að sjálfsögðu fullan skilning að það þurfi að rýma svæði og auðvitað er öryggi alltaf ofar fjárhagslegum hagsmunum.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki hafa orðið vart við fjölgun í afbókunum. „Það er mjög mikið spurt enda hefur þetta ratað í fréttir bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og margir hafa eðlilega áhyggjur af stöðunni,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Hótelrekendur fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eitthvað er um afbókanir. Starfsmenn Icelandair hafa einnig í nógu að snúast við að svara spurningum áhyggjufullra viðskiptavina. „Það rignir yfir okkur fyrirspurnum í kringum þetta allt saman og fólk hefur eðlilega áhyggjur af sínum ferðaplönum. Það er eitthvað af afbókunum en sem betur fer er það mjög lítið enn sem komið er enda enn flogið til landsins og hringvegurinn opinn,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka hótelkeðjurnar Foss Hótel og Reykjavíkurhótel. Davíð segir jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum og þá sérstaklega hjá þeim hópi ferðamanna sem kaupi ferðir á síðustu stundu. „Ef þetta varir í nokkrar vikur og vofir yfir þá er það nóg fyrir einhverja sem vilja ekki taka áhættuna,“ segir Davíð. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna, tekur í sama streng varðandi bókanir. „Það er of snemmt að tala um umfangið en það hafa margir hringt og haft samband. Það er uggur í fólki og menn velta vöngum yfir því hvort það sé hættuástand og hvort Vatnajökull sé við hliðina á Keflavíkurflugvelli,“ segir Magnea. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ljóst að umfjöllun erlendra fjölmiðla um stöðuna í Bárðarbungu hafi áhrif á bókanir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. „Það er eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig ástandið er þegar til dæmis er sagt frá því að búið sé að rýma eitthvert ákveðið svæði. Þá sér fólk jafnvel fyrir sér aðstæður þar sem verið er að flytja þúsundir manna til með tilheyrandi vandamálum. Við höfum því miklar áhyggjur af þeim tilvikum þar sem verið er að búa til upphrópanir og æsifréttir,“ segir Helga. „Hins vegar sýnir ferðaþjónustan því að sjálfsögðu fullan skilning að það þurfi að rýma svæði og auðvitað er öryggi alltaf ofar fjárhagslegum hagsmunum.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki hafa orðið vart við fjölgun í afbókunum. „Það er mjög mikið spurt enda hefur þetta ratað í fréttir bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og margir hafa eðlilega áhyggjur af stöðunni,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira