Fyrirspurnum áhyggjufullra ferðamanna rignir inn Haraldur Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum hjá hótelrekendum. Vísir/Sveinn Hótelrekendur fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eitthvað er um afbókanir. Starfsmenn Icelandair hafa einnig í nógu að snúast við að svara spurningum áhyggjufullra viðskiptavina. „Það rignir yfir okkur fyrirspurnum í kringum þetta allt saman og fólk hefur eðlilega áhyggjur af sínum ferðaplönum. Það er eitthvað af afbókunum en sem betur fer er það mjög lítið enn sem komið er enda enn flogið til landsins og hringvegurinn opinn,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka hótelkeðjurnar Foss Hótel og Reykjavíkurhótel. Davíð segir jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum og þá sérstaklega hjá þeim hópi ferðamanna sem kaupi ferðir á síðustu stundu. „Ef þetta varir í nokkrar vikur og vofir yfir þá er það nóg fyrir einhverja sem vilja ekki taka áhættuna,“ segir Davíð. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna, tekur í sama streng varðandi bókanir. „Það er of snemmt að tala um umfangið en það hafa margir hringt og haft samband. Það er uggur í fólki og menn velta vöngum yfir því hvort það sé hættuástand og hvort Vatnajökull sé við hliðina á Keflavíkurflugvelli,“ segir Magnea. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ljóst að umfjöllun erlendra fjölmiðla um stöðuna í Bárðarbungu hafi áhrif á bókanir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. „Það er eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig ástandið er þegar til dæmis er sagt frá því að búið sé að rýma eitthvert ákveðið svæði. Þá sér fólk jafnvel fyrir sér aðstæður þar sem verið er að flytja þúsundir manna til með tilheyrandi vandamálum. Við höfum því miklar áhyggjur af þeim tilvikum þar sem verið er að búa til upphrópanir og æsifréttir,“ segir Helga. „Hins vegar sýnir ferðaþjónustan því að sjálfsögðu fullan skilning að það þurfi að rýma svæði og auðvitað er öryggi alltaf ofar fjárhagslegum hagsmunum.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki hafa orðið vart við fjölgun í afbókunum. „Það er mjög mikið spurt enda hefur þetta ratað í fréttir bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og margir hafa eðlilega áhyggjur af stöðunni,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Hótelrekendur fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eitthvað er um afbókanir. Starfsmenn Icelandair hafa einnig í nógu að snúast við að svara spurningum áhyggjufullra viðskiptavina. „Það rignir yfir okkur fyrirspurnum í kringum þetta allt saman og fólk hefur eðlilega áhyggjur af sínum ferðaplönum. Það er eitthvað af afbókunum en sem betur fer er það mjög lítið enn sem komið er enda enn flogið til landsins og hringvegurinn opinn,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka hótelkeðjurnar Foss Hótel og Reykjavíkurhótel. Davíð segir jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum og þá sérstaklega hjá þeim hópi ferðamanna sem kaupi ferðir á síðustu stundu. „Ef þetta varir í nokkrar vikur og vofir yfir þá er það nóg fyrir einhverja sem vilja ekki taka áhættuna,“ segir Davíð. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna, tekur í sama streng varðandi bókanir. „Það er of snemmt að tala um umfangið en það hafa margir hringt og haft samband. Það er uggur í fólki og menn velta vöngum yfir því hvort það sé hættuástand og hvort Vatnajökull sé við hliðina á Keflavíkurflugvelli,“ segir Magnea. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ljóst að umfjöllun erlendra fjölmiðla um stöðuna í Bárðarbungu hafi áhrif á bókanir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. „Það er eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig ástandið er þegar til dæmis er sagt frá því að búið sé að rýma eitthvert ákveðið svæði. Þá sér fólk jafnvel fyrir sér aðstæður þar sem verið er að flytja þúsundir manna til með tilheyrandi vandamálum. Við höfum því miklar áhyggjur af þeim tilvikum þar sem verið er að búa til upphrópanir og æsifréttir,“ segir Helga. „Hins vegar sýnir ferðaþjónustan því að sjálfsögðu fullan skilning að það þurfi að rýma svæði og auðvitað er öryggi alltaf ofar fjárhagslegum hagsmunum.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki hafa orðið vart við fjölgun í afbókunum. „Það er mjög mikið spurt enda hefur þetta ratað í fréttir bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og margir hafa eðlilega áhyggjur af stöðunni,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira