Ginter safnar fyrir börnin á Gasa Baldvin Þormóðsson skrifar 21. ágúst 2014 12:00 Wictoria ákvað að taka málin í eigin hendur. Vísir/Andri marinó „Þetta eru sem sagt góðgerðartónleikar fyrir börnin í Gasa,“ segir Wictoria Joanna Ginter en hún blæs til heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum í kvöld þar sem okkar fremstu rokksveitir koma saman til þess að safna fyrir Palestínu. „Aðgangseyrir er 3.000 krónur en það veltur bara á hverjum og einum hvað hann hefur tök á að borga, meira eða minna,“ segir Wictoria. „Ég byrjaði á að tala við eiganda Gauksins sem var strax mjög áhugasamur,“ segir Wictoria. „Síðan hafði ég bara samband við vini mína sem voru í hljómsveitum og svo stækkaði þetta bara og stækkaði.“ Wictoria hefur fundið til með Palestínumönnum í langan tíma en henni fannst hún þurfa að gera eitthvað til þess að hjálpa. „Í átökunum eru fleiri og fleiri í sárri þörf fyrir hjálp og þá sérstaklega börn,“ segir Wictoria. „Margir eru heimilislausir, slasaðir og munaðarlaus börn þarfnast athygli okkar og hjálpar. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvernig það er fyrir þau að upplifa þessar hörmulegu og ómannúðlegu aðgerðir.“ Meðal hljómsveita, sem hafa staðfest komu sína í kvöld, eru til dæmis Mammút, Kvöld, Strigaskór nr. 42, Nykur, Dimma og svo mætti lengi telja en tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa langt fram eftir kvöldi. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta eru sem sagt góðgerðartónleikar fyrir börnin í Gasa,“ segir Wictoria Joanna Ginter en hún blæs til heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum í kvöld þar sem okkar fremstu rokksveitir koma saman til þess að safna fyrir Palestínu. „Aðgangseyrir er 3.000 krónur en það veltur bara á hverjum og einum hvað hann hefur tök á að borga, meira eða minna,“ segir Wictoria. „Ég byrjaði á að tala við eiganda Gauksins sem var strax mjög áhugasamur,“ segir Wictoria. „Síðan hafði ég bara samband við vini mína sem voru í hljómsveitum og svo stækkaði þetta bara og stækkaði.“ Wictoria hefur fundið til með Palestínumönnum í langan tíma en henni fannst hún þurfa að gera eitthvað til þess að hjálpa. „Í átökunum eru fleiri og fleiri í sárri þörf fyrir hjálp og þá sérstaklega börn,“ segir Wictoria. „Margir eru heimilislausir, slasaðir og munaðarlaus börn þarfnast athygli okkar og hjálpar. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvernig það er fyrir þau að upplifa þessar hörmulegu og ómannúðlegu aðgerðir.“ Meðal hljómsveita, sem hafa staðfest komu sína í kvöld, eru til dæmis Mammút, Kvöld, Strigaskór nr. 42, Nykur, Dimma og svo mætti lengi telja en tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa langt fram eftir kvöldi.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira