Fór á skíðum niður Herðubreið Kristjana Arnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 08:00 Tómas var einn á ferð þegar hann fór upp Herðubreið og því engin önnur leið en að taka eina góða "selfie“ á toppnum. Fólk„Það er mjög óvenjulegt að geta skíðað niður þetta fjall, ekki síst í júlí en það var einmitt snilldin við þetta,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem renndi sér nýverið niður Herðubreið á skíðum en óvenju mikill snjór hefur verið í fjöllum á norðanverðu hálendinu í sumar. Þetta var í fimmtánda sinn sem Tómas gekk á Herðubreið en segir að þessi ferð hafi verið sú allra eftirminnilegasta enda löng og brött brekka niður fjallið. „Það var hópur frá Fjallafélaginu sem hafði gengið á fjallið helgina á undan og þau sögðu mér að þarna væri mikill snjór. Ég var með fjallaskíðin í bílnum og gat ekki hætt að hugsa um þetta, enda lengi dreymt um að skíða þarna niður. Síðan plataði ég konuna til þess að keyra með mér að rótum fjallsins,“ segir Tómas, sem var um tvo og hálfan tíma að komast upp á topp með fjallaskíðin á bakinu.Tómas tók þessa mynd á toppi Herðubreiða og sjást Kverkfjöll og Herðubreiðartögl í baksýn.Tómas kveðst ekki vera sá fyrsti til þess að skíða niður Herðubreið en þó hafi ekki mjög margir látið á þetta reyna. Veðrið var gott á leiðinni og það tók hann ekki nema um korter að renna sér niður. „Það var ekki alveg heiðskírt en það var sól og frábært skyggni. Hlýtt veður olli þó grjóthruni í hamrabeltinu sem gerði gönguna varasama en það er hætta sem ég vissi af.“ Tómas er mikill fjallgöngumaður en hann starfaði sem fjallaleiðsögumaður á meðan hann var í læknanámi. Hann segir frábært að geta sameinað fjallgönguna og skíðaáhugann. „Mér finnst alveg magnað að geta prílað þarna upp og farið niður á skíðunum. Þetta er svolítið nýja æðið í fjallamennsku á Íslandi og sem betur fer eru sífellt fleiri að uppgötva fjallaskíðin. Í rauninni fara skíðin miklu betur með líkamann og þá sérstaklega hnjáliðina. Uppgangan er auðveld en mest munar um minna álag á hnén, þegar gengið er aftur niður.“ Hér er Tómas á fleygiferð niður Kverkfjöllin en í baksýn má sjá Dyngjujökul.mynd/ólafur már BjörnssonTómas lét ferðina á Herðubreið þó ekki nægja í sumar. „Þetta er annað sumarið í röð sem ég er með skíðin í bílnum á ferðalagi um landið. Ég skíðaði með Ólafi Má Björnssyni augnlækni niður Kverkfjöllin í sumar og svo skelltum við okkur einnig niður Birnudalstind í sunnanverðum Vatnajökli. Svo fór ég á gönguskíðum inn í Öskju að skoða hamfarahlaupið svo sumarfríið mitt var í rauninni skíðafrí.“ Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fólk„Það er mjög óvenjulegt að geta skíðað niður þetta fjall, ekki síst í júlí en það var einmitt snilldin við þetta,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem renndi sér nýverið niður Herðubreið á skíðum en óvenju mikill snjór hefur verið í fjöllum á norðanverðu hálendinu í sumar. Þetta var í fimmtánda sinn sem Tómas gekk á Herðubreið en segir að þessi ferð hafi verið sú allra eftirminnilegasta enda löng og brött brekka niður fjallið. „Það var hópur frá Fjallafélaginu sem hafði gengið á fjallið helgina á undan og þau sögðu mér að þarna væri mikill snjór. Ég var með fjallaskíðin í bílnum og gat ekki hætt að hugsa um þetta, enda lengi dreymt um að skíða þarna niður. Síðan plataði ég konuna til þess að keyra með mér að rótum fjallsins,“ segir Tómas, sem var um tvo og hálfan tíma að komast upp á topp með fjallaskíðin á bakinu.Tómas tók þessa mynd á toppi Herðubreiða og sjást Kverkfjöll og Herðubreiðartögl í baksýn.Tómas kveðst ekki vera sá fyrsti til þess að skíða niður Herðubreið en þó hafi ekki mjög margir látið á þetta reyna. Veðrið var gott á leiðinni og það tók hann ekki nema um korter að renna sér niður. „Það var ekki alveg heiðskírt en það var sól og frábært skyggni. Hlýtt veður olli þó grjóthruni í hamrabeltinu sem gerði gönguna varasama en það er hætta sem ég vissi af.“ Tómas er mikill fjallgöngumaður en hann starfaði sem fjallaleiðsögumaður á meðan hann var í læknanámi. Hann segir frábært að geta sameinað fjallgönguna og skíðaáhugann. „Mér finnst alveg magnað að geta prílað þarna upp og farið niður á skíðunum. Þetta er svolítið nýja æðið í fjallamennsku á Íslandi og sem betur fer eru sífellt fleiri að uppgötva fjallaskíðin. Í rauninni fara skíðin miklu betur með líkamann og þá sérstaklega hnjáliðina. Uppgangan er auðveld en mest munar um minna álag á hnén, þegar gengið er aftur niður.“ Hér er Tómas á fleygiferð niður Kverkfjöllin en í baksýn má sjá Dyngjujökul.mynd/ólafur már BjörnssonTómas lét ferðina á Herðubreið þó ekki nægja í sumar. „Þetta er annað sumarið í röð sem ég er með skíðin í bílnum á ferðalagi um landið. Ég skíðaði með Ólafi Má Björnssyni augnlækni niður Kverkfjöllin í sumar og svo skelltum við okkur einnig niður Birnudalstind í sunnanverðum Vatnajökli. Svo fór ég á gönguskíðum inn í Öskju að skoða hamfarahlaupið svo sumarfríið mitt var í rauninni skíðafrí.“
Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira