Stoppuðu vegna slagsmála Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2014 12:30 Unnsteinn Manuel og félagar hans í Retro Stefson gerðu hlé á tónleikum sínum þegar að slagsmál brutust út. Vísir/Valli „Svona slagsmál eru náttúrulega ekki kúl og við sjáum þetta best sem erum uppi á sviðinu. Við viljum sýna gott fordæmi og ákváðum því að hætta að spila þangað til að þessum slagsmálum lauk,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson. Sveitin sýndi gott fordæmi með því að gera hlé á tónleikum sínum á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eins og flestir vita er tónlist hljómsveitarinnar mjög dansvæn og því ekki ósennilegt að fólk rekist hvert utan í annað þegar margir eru á dansgólfinu og getur það oft skapað ónot manna á milli. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það brjótast út slagsmál á tónleikum hjá okkur en þetta er alltaf óþægilegt og vildum við sýna fólki að þetta sé ekki í lagi og við líðum ekki svona,“ segir Unnsteinn Manuel og hvetur aðra tónlistarmenn til að gera slíkt hið sama þegar slagsmál brjótast út.Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili.Vísir/ValliUnnsteinn Manuel segist hafa skemmt sér mjög vel á hátíðinni en hafi þó misst af brekkusöngnum og sjái eftir því. „Logi bróðir var í brekkusöngnum og skemmti sér konunglega en ég var því miður bara í gufubaði og rétt náði restinni. Það var gaman að sjá alla syngja svona saman og karókífílingurinn var flottur,“ segir Unnsteinn Manuel, sem ætlar ekki að láta brekkusönginn fram hjá sér fara næst. Þangað til getur hann horft á upptöku af söngnum hér á Vísi. Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili. „Við erum komin í smá frí núna og ætlum að einbeita okkur að því að búa til nýtt efni.“ Tónlist Tengdar fréttir Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Svona slagsmál eru náttúrulega ekki kúl og við sjáum þetta best sem erum uppi á sviðinu. Við viljum sýna gott fordæmi og ákváðum því að hætta að spila þangað til að þessum slagsmálum lauk,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson. Sveitin sýndi gott fordæmi með því að gera hlé á tónleikum sínum á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eins og flestir vita er tónlist hljómsveitarinnar mjög dansvæn og því ekki ósennilegt að fólk rekist hvert utan í annað þegar margir eru á dansgólfinu og getur það oft skapað ónot manna á milli. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það brjótast út slagsmál á tónleikum hjá okkur en þetta er alltaf óþægilegt og vildum við sýna fólki að þetta sé ekki í lagi og við líðum ekki svona,“ segir Unnsteinn Manuel og hvetur aðra tónlistarmenn til að gera slíkt hið sama þegar slagsmál brjótast út.Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili.Vísir/ValliUnnsteinn Manuel segist hafa skemmt sér mjög vel á hátíðinni en hafi þó misst af brekkusöngnum og sjái eftir því. „Logi bróðir var í brekkusöngnum og skemmti sér konunglega en ég var því miður bara í gufubaði og rétt náði restinni. Það var gaman að sjá alla syngja svona saman og karókífílingurinn var flottur,“ segir Unnsteinn Manuel, sem ætlar ekki að láta brekkusönginn fram hjá sér fara næst. Þangað til getur hann horft á upptöku af söngnum hér á Vísi. Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili. „Við erum komin í smá frí núna og ætlum að einbeita okkur að því að búa til nýtt efni.“
Tónlist Tengdar fréttir Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55