Flugeldasýning á Hlíðarenda Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. júlí 2014 12:00 Snæbjörn Ragnarsson og félagar hans í Skálmöld ætla að rokka feitt. Vísir/Stefán „Nú á að kýla á þetta, við erum allir svo reiðir yfir því að þetta gekk ekki upp að við höfum ákveðið að snúa bökum saman og kýla á þetta,“ segir Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari Skálmaldar en nokkrar af vinsælustu rokksveitum landsins sameinast á stórtónleikum í Vodafonehöllinni í september en tónleikarnir kallast Rokkjötnar 2014. Tónleikar undir sömu yfirskrift fóru fram árið 2012 og vöktu mikla lukku en því miður gekk ekki að halda tónleikana í fyrra. „Það er ekkert launungarmál að til þess að svona dæmi gangi upp verðum við að leggja til þrotlausa vinnu og í framhaldinu treysta á alla mögulega innkomu til þess að ná endum saman,“ segir Snæbjörn en hann lofar rosalegum tónleikum. „Við höfum pantað flottasta hljóðkerfi landsins, öll ljós landsins og svo verður flugeldsýning, við erum ekki að spila þetta seif en er ekkert rokk í því að gera hlutina seif,“ segir Snæbjörn og hlær.Hljómsveitin Brain Police kemur fram á tónleikunum.Vísir/VilhelmTónleikarnir sem fram fara 27. september, hefjast klukkan 15.45, er það ekki fullsnemmt fyrir þungarokk? „Þetta er svo mikil og löng veisla að við verðum að byrja snemma, við leyfum líka öllum að koma, það er að segja ef að krakkar eru í fylgd með forráðamönnum,“ segir Snæbjörn. Spurður út í hvort að rokksveitirnar ætli að rokka saman á sviðinu, segir Snæbjörn það geta verið. „Menn hafa pískrað um það í sitt í hvoru horninu um að ákveðin bönd spili saman. Það er samt komin pínu kappsemi í sveitirnar, menn vilja vera bestir og flottastir, þetta verður smá rokkkeppni.“ Miðasala á tónleikana hefst á þriðjudaginn á midi.is.Á tónleikunum koma fram:SkálmöldDIMMASÓLSTAFIRBrain PoliceBeneathStrigaskór nr. 42In MemoriamMelrakkar Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Nú á að kýla á þetta, við erum allir svo reiðir yfir því að þetta gekk ekki upp að við höfum ákveðið að snúa bökum saman og kýla á þetta,“ segir Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari Skálmaldar en nokkrar af vinsælustu rokksveitum landsins sameinast á stórtónleikum í Vodafonehöllinni í september en tónleikarnir kallast Rokkjötnar 2014. Tónleikar undir sömu yfirskrift fóru fram árið 2012 og vöktu mikla lukku en því miður gekk ekki að halda tónleikana í fyrra. „Það er ekkert launungarmál að til þess að svona dæmi gangi upp verðum við að leggja til þrotlausa vinnu og í framhaldinu treysta á alla mögulega innkomu til þess að ná endum saman,“ segir Snæbjörn en hann lofar rosalegum tónleikum. „Við höfum pantað flottasta hljóðkerfi landsins, öll ljós landsins og svo verður flugeldsýning, við erum ekki að spila þetta seif en er ekkert rokk í því að gera hlutina seif,“ segir Snæbjörn og hlær.Hljómsveitin Brain Police kemur fram á tónleikunum.Vísir/VilhelmTónleikarnir sem fram fara 27. september, hefjast klukkan 15.45, er það ekki fullsnemmt fyrir þungarokk? „Þetta er svo mikil og löng veisla að við verðum að byrja snemma, við leyfum líka öllum að koma, það er að segja ef að krakkar eru í fylgd með forráðamönnum,“ segir Snæbjörn. Spurður út í hvort að rokksveitirnar ætli að rokka saman á sviðinu, segir Snæbjörn það geta verið. „Menn hafa pískrað um það í sitt í hvoru horninu um að ákveðin bönd spili saman. Það er samt komin pínu kappsemi í sveitirnar, menn vilja vera bestir og flottastir, þetta verður smá rokkkeppni.“ Miðasala á tónleikana hefst á þriðjudaginn á midi.is.Á tónleikunum koma fram:SkálmöldDIMMASÓLSTAFIRBrain PoliceBeneathStrigaskór nr. 42In MemoriamMelrakkar
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira