Frumflutningur á Vísi: Samdi lag á hjóli á leiðinni heim Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 10:00 Kristín heldur tónleika í kvöld og ætlar að syngja frá hjartanu. F48160714 kristín Mynd/úr einkasafni „Það var mikill heiður að fá að vinna með þessum snillingum, Ómari og Kristjönu. Algjör forréttindi að vera þátttakandi í flæðinu sem myndast þegar tónlistarmenn vinna saman og skapa. Það eru töfrar hreint og beint,“ segir söngkonan Kristín Stefánsdóttir. Hún gaf nýverið út lagið Both Feet on the Ground og frumflytur það á Lífinu á Visir.is en lagið fylgir fréttinni. Lag og texti er eftir Kristínu sjálfa en lagið var unnið í samvinnu við tónlistarmennina Kristjönu Stefánsdóttur og Ómar Guðjónsson. Kristín hefur undanfarin ár stundað nám við Complete Vocal-söngskólann í Kaupmannahöfn og er lagið einmitt innblásið af námi hennar þar. „Lag og texti varð til á nokkrum mínútum þegar ég var að hjóla heim eins og sönnum Dana sæmir. Eftir krefjandi dag þar sem við þurftum að kafa djúpt í okkur varð það til og fjallar um hversu mikilvægt það er að finna sitt grúv eða sinn stað í lífinu. Það er þinn sérstaki staður sem er einstakur af því við erum öll algjörlega einstök og það er bara til eitt eintak af hverjum,“ segir Kristín. Hún heldur tónleika á Café Deluxe í Hafnarfirði í kvöld ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara. Þar munu þau taka djassstandarda og perlur úr poppheiminum og að sjálfsögðu nýja lagið hennar. „Mér hefur verið sagt að lagið líkist í raun ekki neinu. Eða sé allavega ólíkt því sem ég syng vanalega, en ég er með frekar dökka rödd og elska þess vegna til dæmis Carpenters og lög með mikla sál. Það verður mikil ást á tónleikunum í kvöld og sungið frá hjartanu,“ segir Kristín og bætir við að framundan séu spennandi tímar. „Ég er búin að semja annað lag sem mun koma út á næstunni og er ég strax farin að hlakka til að frumflytja það.“ Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Það var mikill heiður að fá að vinna með þessum snillingum, Ómari og Kristjönu. Algjör forréttindi að vera þátttakandi í flæðinu sem myndast þegar tónlistarmenn vinna saman og skapa. Það eru töfrar hreint og beint,“ segir söngkonan Kristín Stefánsdóttir. Hún gaf nýverið út lagið Both Feet on the Ground og frumflytur það á Lífinu á Visir.is en lagið fylgir fréttinni. Lag og texti er eftir Kristínu sjálfa en lagið var unnið í samvinnu við tónlistarmennina Kristjönu Stefánsdóttur og Ómar Guðjónsson. Kristín hefur undanfarin ár stundað nám við Complete Vocal-söngskólann í Kaupmannahöfn og er lagið einmitt innblásið af námi hennar þar. „Lag og texti varð til á nokkrum mínútum þegar ég var að hjóla heim eins og sönnum Dana sæmir. Eftir krefjandi dag þar sem við þurftum að kafa djúpt í okkur varð það til og fjallar um hversu mikilvægt það er að finna sitt grúv eða sinn stað í lífinu. Það er þinn sérstaki staður sem er einstakur af því við erum öll algjörlega einstök og það er bara til eitt eintak af hverjum,“ segir Kristín. Hún heldur tónleika á Café Deluxe í Hafnarfirði í kvöld ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara. Þar munu þau taka djassstandarda og perlur úr poppheiminum og að sjálfsögðu nýja lagið hennar. „Mér hefur verið sagt að lagið líkist í raun ekki neinu. Eða sé allavega ólíkt því sem ég syng vanalega, en ég er með frekar dökka rödd og elska þess vegna til dæmis Carpenters og lög með mikla sál. Það verður mikil ást á tónleikunum í kvöld og sungið frá hjartanu,“ segir Kristín og bætir við að framundan séu spennandi tímar. „Ég er búin að semja annað lag sem mun koma út á næstunni og er ég strax farin að hlakka til að frumflytja það.“
Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira