Gullplatan kom skemmtilega á óvart Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. júlí 2014 09:00 Hljómsveitin Kaleo hefur selt yfir fimm þúsund eintök af plötunni sinni og fékk því afhenta gullplötu á dögunum. vísir/arnþór „Þetta kemur mikið á óvart og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin fékk fyrir skömmu afhenta gullplötu fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. Platan kom út í lok nóvember og fékk frábærar viðtökur. „Þetta er sérstaklega mikil viðurkenning þar sem plötusala hefur dregist mikið saman. Íslendingar eru þó duglegir að styðja unga íslenska tónlistarmenn,“ bætir Jökull við. Sveitin er farin að vinna að nýju efni og stefna þeir félagar á að senda frá sér nýtt lag á næstunni. Kaleo hefur verið mikið á ferðinni að undanförnu og nóg að gera fram undan. „Það hefur verið gífurlega mikið að gera síðan fyrir jól. Við höfum spilað á mörgum skemmtilegum viðburðum úti á landi. Við fórum í tónleikaferðalag til Danmerkur, Lettlands og Eistlands og fólkið tók mjög vel á móti okkur. Við komum einnig fram í ríkisútvarpinu og ríkissjónvarpinu í Eistlandi,“ útskýrir Jökull. Kaleo er á leið til Færeyja þar sem sveitin kemur fram á G-Festival um næstu helgi. „Þetta verða okkar fyrstu tónleikar í Færeyjum og við höfum heyrt ýmislegt gott um hátíðina.“ Þeim félögum var boðið að spila á Íslendingahátíð í Kanada um verslunarmannahelgina en völdu frekar að þeysast um Ísland. „Við erum á Þjóðhátíð á föstudagskvöldið, Siglufirði á laugardagskvöldið og svo á Akureyri á sunnudagskvöldið.“ Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þetta kemur mikið á óvart og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin fékk fyrir skömmu afhenta gullplötu fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. Platan kom út í lok nóvember og fékk frábærar viðtökur. „Þetta er sérstaklega mikil viðurkenning þar sem plötusala hefur dregist mikið saman. Íslendingar eru þó duglegir að styðja unga íslenska tónlistarmenn,“ bætir Jökull við. Sveitin er farin að vinna að nýju efni og stefna þeir félagar á að senda frá sér nýtt lag á næstunni. Kaleo hefur verið mikið á ferðinni að undanförnu og nóg að gera fram undan. „Það hefur verið gífurlega mikið að gera síðan fyrir jól. Við höfum spilað á mörgum skemmtilegum viðburðum úti á landi. Við fórum í tónleikaferðalag til Danmerkur, Lettlands og Eistlands og fólkið tók mjög vel á móti okkur. Við komum einnig fram í ríkisútvarpinu og ríkissjónvarpinu í Eistlandi,“ útskýrir Jökull. Kaleo er á leið til Færeyja þar sem sveitin kemur fram á G-Festival um næstu helgi. „Þetta verða okkar fyrstu tónleikar í Færeyjum og við höfum heyrt ýmislegt gott um hátíðina.“ Þeim félögum var boðið að spila á Íslendingahátíð í Kanada um verslunarmannahelgina en völdu frekar að þeysast um Ísland. „Við erum á Þjóðhátíð á föstudagskvöldið, Siglufirði á laugardagskvöldið og svo á Akureyri á sunnudagskvöldið.“
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira