Hef stefnt að þessu undanfarin tvö ár Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 Sigurbergur hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár. Fréttablaðið/Vilhelm Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson snýr aftur í atvinnumennsku næsta haust eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við HC Erlangen um helgina. Sigurbergur sem hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár þarf því að rifja upp þýskukunnáttuna en hann lék áður fyrr með Hannover-Burgdorf og Rheiland í Þýskalandi og Basel í Sviss. „Þýskan er ekkert sérstök en ég ætla mér að læra hana í þetta skiptið. Það gerir dvölina miklu betri að geta talað tungumálið. Það hjálpar manni að aðlagast,“ sagði Sigurbergur.Eins árs samningur Sigurbergur skrifaði undir eins árs samning hjá Erlangen en félagið leikur í fyrsta sinn í efstu deild í þýska handboltanum. Það verður önnur barátta en Sigurbergur þekkir en hann hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár sem hafa barist um alla titla sem í boði voru. „Ég er búinn að stefna að því allt frá því ég kom heim að fara aftur út og ég er búinn að vera að vinna í þessu í smátíma núna. Vonandi eru góð ár framundan en aðalatriðið er að haldast heill næstu árin. Þetta var alltaf markmiðið, ég hafði metnað fyrir því að komast aftur út í atvinnumennsku. Mig langar að sjá hvert ég get náð í handboltanum, það var ástæðan fyrir því að ég gerði aðeins eins árs samning,“ sagði Sigurbergur sem vildi aðeins eins árs samning. „Þeir buðu mér tveggja ára samning en ég ætla að gefa allt sem ég á í þetta eina ár og sjá hvar við stöndum eftir það. Ég hafði gott af því að koma heim á sínum tíma og ég hef verið heppinn með þjálfara. Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson eru búnir að hjálpa mér mikið og gera mig að betri leikmanni,“ sagði Sigurbergur sem ætlar aðeins að einbeita sér að handboltanum og sjá hvernig staðan verður eftir eitt ár. „Félagið er að leika í fyrsta sinn í efstu deild og það er búin að vera gríðarlega mikil uppbygging síðustu ár. Ég hreifst af umgjörðinni þarna, það er vel staðið að öllu og það verður eflaust mikil stemning þegar liðið leikur í fyrsta sinn í efstu deild. Ég mun keppa við ungan strák um stöðu og fæ vonandi að spila töluvert sem ætti að gera mig að betri leikmanni.“Blendnar tilfinningar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Sigurbergs hjá Haukum, viðurkenndi að það væri skrýtin tilfinning að sjá á eftir Sigurbergi. „Það eru vissulega blendnar tilfinningar. Annars vegar er þetta frábært fyrir hann og fyrir félagið að við séum að framleiða atvinnumenn en við erum auðvitað að missa góðan leikmann,“ sagði Patrekur sem hefur fulla trú á að Sigurbergur muni standa sig vel í Þýskalandi. „Ég held að hann sé betur í stakk búinn að takast á við þetta og það var einfaldlega kominn tími á þetta. Þegar menn eru orðnir nógu góðir kemur alltaf áhugi erlendis frá. Markmiðið í Haukum er alltaf að gera leikmennina betri og maður er stoltur af að sjá hann fara út. Hann er öflugur leikmaður og það var mjög gaman að vinna með honum í vetur,“ sagði Patrekur stoltur af sínum manni. Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson snýr aftur í atvinnumennsku næsta haust eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við HC Erlangen um helgina. Sigurbergur sem hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár þarf því að rifja upp þýskukunnáttuna en hann lék áður fyrr með Hannover-Burgdorf og Rheiland í Þýskalandi og Basel í Sviss. „Þýskan er ekkert sérstök en ég ætla mér að læra hana í þetta skiptið. Það gerir dvölina miklu betri að geta talað tungumálið. Það hjálpar manni að aðlagast,“ sagði Sigurbergur.Eins árs samningur Sigurbergur skrifaði undir eins árs samning hjá Erlangen en félagið leikur í fyrsta sinn í efstu deild í þýska handboltanum. Það verður önnur barátta en Sigurbergur þekkir en hann hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár sem hafa barist um alla titla sem í boði voru. „Ég er búinn að stefna að því allt frá því ég kom heim að fara aftur út og ég er búinn að vera að vinna í þessu í smátíma núna. Vonandi eru góð ár framundan en aðalatriðið er að haldast heill næstu árin. Þetta var alltaf markmiðið, ég hafði metnað fyrir því að komast aftur út í atvinnumennsku. Mig langar að sjá hvert ég get náð í handboltanum, það var ástæðan fyrir því að ég gerði aðeins eins árs samning,“ sagði Sigurbergur sem vildi aðeins eins árs samning. „Þeir buðu mér tveggja ára samning en ég ætla að gefa allt sem ég á í þetta eina ár og sjá hvar við stöndum eftir það. Ég hafði gott af því að koma heim á sínum tíma og ég hef verið heppinn með þjálfara. Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson eru búnir að hjálpa mér mikið og gera mig að betri leikmanni,“ sagði Sigurbergur sem ætlar aðeins að einbeita sér að handboltanum og sjá hvernig staðan verður eftir eitt ár. „Félagið er að leika í fyrsta sinn í efstu deild og það er búin að vera gríðarlega mikil uppbygging síðustu ár. Ég hreifst af umgjörðinni þarna, það er vel staðið að öllu og það verður eflaust mikil stemning þegar liðið leikur í fyrsta sinn í efstu deild. Ég mun keppa við ungan strák um stöðu og fæ vonandi að spila töluvert sem ætti að gera mig að betri leikmanni.“Blendnar tilfinningar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Sigurbergs hjá Haukum, viðurkenndi að það væri skrýtin tilfinning að sjá á eftir Sigurbergi. „Það eru vissulega blendnar tilfinningar. Annars vegar er þetta frábært fyrir hann og fyrir félagið að við séum að framleiða atvinnumenn en við erum auðvitað að missa góðan leikmann,“ sagði Patrekur sem hefur fulla trú á að Sigurbergur muni standa sig vel í Þýskalandi. „Ég held að hann sé betur í stakk búinn að takast á við þetta og það var einfaldlega kominn tími á þetta. Þegar menn eru orðnir nógu góðir kemur alltaf áhugi erlendis frá. Markmiðið í Haukum er alltaf að gera leikmennina betri og maður er stoltur af að sjá hann fara út. Hann er öflugur leikmaður og það var mjög gaman að vinna með honum í vetur,“ sagði Patrekur stoltur af sínum manni.
Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira