Konurnar sem sigruðu heiminn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. júlí 2014 08:36 Eitt kvöld í vikunni var ég staðráðin í því að fara snemma að sofa. Svo gerðist það. Ég fann heimildarmynd sem ég þurfti að horfa á. Helst strax í gær. Heimildarmynd um konur sem mótuðu æsku mína. Konur sem ég elskaði meira en lífið sjálft þegar ég var akfeitt ungmenni að alast upp í Fellunum. Heimildarmynd um stúlknasveitina Spice Girls. Ég var tólf ára þegar Spice Girls var stofnuð. Ég gleymi því aldrei þegar ég beið í óþreyju eftir Nágrönnum einn sumardag, með kexmylsnu niður á höku, og myndband við lagið Wannabe kom á skjáinn. Þær náðu mér strax. Og þær héldu mér til ársins 1998 þegar uppáhaldið mitt, Geri Halliwell, yfirgaf sveitina. Ég hélt samt að þær ættu ást mína ekki lengur. Þar skjátlaðist mér. Við áhorf heimildarmyndarinnar helltist nostalgían yfir mig. Gömlu myndbrotin, sem ég hafði horft á aftur og aftur á útjöskuðum VHS-spólum, fóru með mig til baka í tímann og ég felldi meira að segja tár. Alveg nokkur. Ég uppgötvaði nefnilega að ég hafði vanmetið Kryddpíurnar. Þær voru mín fyrirmynd þegar ég var að alast upp og þvílíkar fyrirmyndir. Þær gerðu bara nákvæmlega það sem þær vildu. Þær komu fram við alla eins, hvort sem það var Nelson Mandela eða Jói litli í hornbúðinni. Stundum voru þær kappklæddar, stundum voru þær léttklæddar – það fór allt eftir veðri og vindum. Þær voru alltaf með húmorinn í lagi. Og þær voru, eins og Victoria Beckham segir sjálf í heimildarmyndinni, bara venjulegar, lágvaxnar, breskar stelpur sem litu ágætlega út eftir nokkra klukkutíma í sminki. Langt var liðið á nóttina þegar ég rankaði við mér, grátbólgin og full fortíðarþrár, og myndin búin. Mest langaði mig til að hlaupa fram á náttfötunum, vekja barnunga dóttur mína, draga fram gömlu VHS-spólurnar og sýna henni þessi kjarnakvendi. Konur sem reyndu ekki sí og æ að hneyksla til að vekja á sér athygli. Konur sem þurftu ekki að snerta hvor aðra kynferðislega til að selja plötur. Bara venjulegar konur sem ætluðu að sigra heiminn. Og gerðu það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun
Eitt kvöld í vikunni var ég staðráðin í því að fara snemma að sofa. Svo gerðist það. Ég fann heimildarmynd sem ég þurfti að horfa á. Helst strax í gær. Heimildarmynd um konur sem mótuðu æsku mína. Konur sem ég elskaði meira en lífið sjálft þegar ég var akfeitt ungmenni að alast upp í Fellunum. Heimildarmynd um stúlknasveitina Spice Girls. Ég var tólf ára þegar Spice Girls var stofnuð. Ég gleymi því aldrei þegar ég beið í óþreyju eftir Nágrönnum einn sumardag, með kexmylsnu niður á höku, og myndband við lagið Wannabe kom á skjáinn. Þær náðu mér strax. Og þær héldu mér til ársins 1998 þegar uppáhaldið mitt, Geri Halliwell, yfirgaf sveitina. Ég hélt samt að þær ættu ást mína ekki lengur. Þar skjátlaðist mér. Við áhorf heimildarmyndarinnar helltist nostalgían yfir mig. Gömlu myndbrotin, sem ég hafði horft á aftur og aftur á útjöskuðum VHS-spólum, fóru með mig til baka í tímann og ég felldi meira að segja tár. Alveg nokkur. Ég uppgötvaði nefnilega að ég hafði vanmetið Kryddpíurnar. Þær voru mín fyrirmynd þegar ég var að alast upp og þvílíkar fyrirmyndir. Þær gerðu bara nákvæmlega það sem þær vildu. Þær komu fram við alla eins, hvort sem það var Nelson Mandela eða Jói litli í hornbúðinni. Stundum voru þær kappklæddar, stundum voru þær léttklæddar – það fór allt eftir veðri og vindum. Þær voru alltaf með húmorinn í lagi. Og þær voru, eins og Victoria Beckham segir sjálf í heimildarmyndinni, bara venjulegar, lágvaxnar, breskar stelpur sem litu ágætlega út eftir nokkra klukkutíma í sminki. Langt var liðið á nóttina þegar ég rankaði við mér, grátbólgin og full fortíðarþrár, og myndin búin. Mest langaði mig til að hlaupa fram á náttfötunum, vekja barnunga dóttur mína, draga fram gömlu VHS-spólurnar og sýna henni þessi kjarnakvendi. Konur sem reyndu ekki sí og æ að hneyksla til að vekja á sér athygli. Konur sem þurftu ekki að snerta hvor aðra kynferðislega til að selja plötur. Bara venjulegar konur sem ætluðu að sigra heiminn. Og gerðu það.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun