Blendnar tilfinningar til hormónatengdra getnaðarvarna Sigga Dögg. skrifar 4. júlí 2014 11:00 Ég ber blendnar tilfinningar til hormónatengdra getnaðarvarna. Ég skil mikilvægi þeirra og kann að meta þægindin en samt nagar eitthvað mig varðandi þetta mál. Nýlega féll dómur í Hæstarétti Bandaríkjanna um að sjúkratryggingar fyrirtækja þurfi ekki lengur að greiða pilluna fyrir kvenkyns starfsmenn sína. Fyrir okkur kann þetta að hljóma ómerkilega. Í Bandaríkjunum er þetta stórmál því heilbrigðisþjónusta þar er mjög dýr og flókin. Þessi niðurstaða dómsins er því tvær langatangir framan í bandarískar konur (og karlkyns bólfélaga þeirra). Sögu getnaðarvarna má rekja margar aldir aftur í tímann. Fólk hefur alltaf reynt að koma í veg fyrir getnað, hvort sem það var með krókódílaskít, svampi og hunangi eða vömb á lambi. Saga hormónapillunnar er hins vegar aðeins fimm áratuga gömul. Pillan færði konum mikið frelsi. Þær gátu stjórnað barneignum og þar með eigin lífi og kynhegðun. Hún er því mjög mikilvægur liður í femínískri baráttu. Í dag getur pillan (og aðrar hormónagetnaðarvarnir) haft ýmsa heilsufarslega kosti en einnig aukaverkanir. Sumar konur upplifa þyngdaraukningu, bólur, höfuðverki, bjúgmyndun og minni kynlöngun. Kvensjúkdómalæknirinn minn sagði einu sinni að það virtist vera að þegar konur kæmust á ákveðinn aldur (lesist, barneignaraldurinn um 25 ára) þá fengju þær ógeð á pillunni. Þær höfðu margar hverjar verið í áskrift í rúm tíu ár en fannst nú vera komið nóg. Þær nenntu ekki lengur að lifa eins og Lísa í Undralandi þar sem þú veist aldrei hver áhrifin verða af næstu pillu. (Ég myndi kalla þetta að hlusta á líkamann.) Það sem pirrar mig í tengslum við hormónaverjur er hversu sjálfsagt það þykir að stelpur „fari á pilluna“. Eins og þetta sé bara Pez í ljótum staut, einhver sykurpilla sem þýði ekkert annað en að sæðið þitt komist ekki að egginu mínu. Það er ákveðið frelsi að geta treyst því að litlu sáðfrumurnar leki bara samviskusamlega út úr leggöngunum á meðan maður knúsast undir hlýrri sæng. Þetta er auðvitað mín ábyrgð, minn líkami, mitt barn eða bíddu, þitt sæði? Hvar er ábyrgð drengja í þessu máli? Af hverju eru karlmönnum ekki kenndar rofnar samfarir og agi sem fylgir því að stjórna sáðláti? Karlmenn ættu að gera ríkari kröfu um notkun smokksins. Vildu þeir ekki annars samfarir án afleiðinga, rétt eins og við? Ég vil breyttar áherslur í samræðum um getnaðarvarnir, það er meira en að segja það að „taka bara pilluna“. Reyndu að selja karlmanni pillu sem hindrar getnað en getur um leið drepið kynlöngun. Segir þetta sig ekki sjálft? Heilsa Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið
Ég ber blendnar tilfinningar til hormónatengdra getnaðarvarna. Ég skil mikilvægi þeirra og kann að meta þægindin en samt nagar eitthvað mig varðandi þetta mál. Nýlega féll dómur í Hæstarétti Bandaríkjanna um að sjúkratryggingar fyrirtækja þurfi ekki lengur að greiða pilluna fyrir kvenkyns starfsmenn sína. Fyrir okkur kann þetta að hljóma ómerkilega. Í Bandaríkjunum er þetta stórmál því heilbrigðisþjónusta þar er mjög dýr og flókin. Þessi niðurstaða dómsins er því tvær langatangir framan í bandarískar konur (og karlkyns bólfélaga þeirra). Sögu getnaðarvarna má rekja margar aldir aftur í tímann. Fólk hefur alltaf reynt að koma í veg fyrir getnað, hvort sem það var með krókódílaskít, svampi og hunangi eða vömb á lambi. Saga hormónapillunnar er hins vegar aðeins fimm áratuga gömul. Pillan færði konum mikið frelsi. Þær gátu stjórnað barneignum og þar með eigin lífi og kynhegðun. Hún er því mjög mikilvægur liður í femínískri baráttu. Í dag getur pillan (og aðrar hormónagetnaðarvarnir) haft ýmsa heilsufarslega kosti en einnig aukaverkanir. Sumar konur upplifa þyngdaraukningu, bólur, höfuðverki, bjúgmyndun og minni kynlöngun. Kvensjúkdómalæknirinn minn sagði einu sinni að það virtist vera að þegar konur kæmust á ákveðinn aldur (lesist, barneignaraldurinn um 25 ára) þá fengju þær ógeð á pillunni. Þær höfðu margar hverjar verið í áskrift í rúm tíu ár en fannst nú vera komið nóg. Þær nenntu ekki lengur að lifa eins og Lísa í Undralandi þar sem þú veist aldrei hver áhrifin verða af næstu pillu. (Ég myndi kalla þetta að hlusta á líkamann.) Það sem pirrar mig í tengslum við hormónaverjur er hversu sjálfsagt það þykir að stelpur „fari á pilluna“. Eins og þetta sé bara Pez í ljótum staut, einhver sykurpilla sem þýði ekkert annað en að sæðið þitt komist ekki að egginu mínu. Það er ákveðið frelsi að geta treyst því að litlu sáðfrumurnar leki bara samviskusamlega út úr leggöngunum á meðan maður knúsast undir hlýrri sæng. Þetta er auðvitað mín ábyrgð, minn líkami, mitt barn eða bíddu, þitt sæði? Hvar er ábyrgð drengja í þessu máli? Af hverju eru karlmönnum ekki kenndar rofnar samfarir og agi sem fylgir því að stjórna sáðláti? Karlmenn ættu að gera ríkari kröfu um notkun smokksins. Vildu þeir ekki annars samfarir án afleiðinga, rétt eins og við? Ég vil breyttar áherslur í samræðum um getnaðarvarnir, það er meira en að segja það að „taka bara pilluna“. Reyndu að selja karlmanni pillu sem hindrar getnað en getur um leið drepið kynlöngun. Segir þetta sig ekki sjálft?
Heilsa Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið