Gefur út nýjan smell á afmælisdaginn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 1. júlí 2014 10:00 Unni Eggertsdóttur er margt til lista lagt. Er hún til að mynda hörkudansari en nýja lagið heitir einmitt Dansa til að gleyma þér. Fréttablaðið/Valli „Í fyrsta skipti sem ég heyrði lagið féll ég algjörlega fyrir því,“ segir söng- og dagskrárgerðarkonan Unnur Eggertsdóttir sem á föstudaginn gefur út glænýtt lag. Lagið ber heitið Dansa til að gleyma þér og er pródúserað af þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen, sem saman mynda elektródúóið Kiasmos, og Friðriki Dór. „Óli vinur minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu verið uppi í stúdíói og óvart samið algjört popplag sem þeim fannst henta mér vel,“ segir Unnur en bætir við að lagið hafi verið þó nokkurn tíma í fæðingu. Nú sé lagið hins vegar tilbúið og fer það í spilun á föstudaginn, á sjálfan afmælisdag söngkonunnar. „Það verður mjög gaman að fá þetta í spilun á 22 ára afmælisdaginn. Svo drösla ég vinkonum mínum í bæinn á föstudagskvöldið og valsa á milli skemmtistaða með lagið á USB-kubb og heimta óskalag,“ segir hún og hlær. Unnur hefur í nægu að snúast í sumar en hún starfar sem dagskrárgerðarkona á sjónvarpsstöðinni Bravó ásamt því að skemmta sem Solla stirða líkt og hún hefur gert undanfarin ár. „Ég held ég sé búin að skemmta um 400 sinnum í Sollubúningnum og þetta er alltaf jafn mikil snilld.“ Þjóðleikhúsið vinnur nú að uppfærslu Latabæjar og verður sýningin frumsýnd í haust. Þar verður það hin 16 ára Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með hlutverk Sollu stirðu. „Ég held að hún sé alveg með það sem til þarf. Það er í raun mjög skemmtileg tilviljun að við Melkorka höfum búið hlið við hlið í mörg ár svo það er svolítið eins og Solla sé ættuð úr Skerjafirðinum.“ Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Í fyrsta skipti sem ég heyrði lagið féll ég algjörlega fyrir því,“ segir söng- og dagskrárgerðarkonan Unnur Eggertsdóttir sem á föstudaginn gefur út glænýtt lag. Lagið ber heitið Dansa til að gleyma þér og er pródúserað af þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen, sem saman mynda elektródúóið Kiasmos, og Friðriki Dór. „Óli vinur minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu verið uppi í stúdíói og óvart samið algjört popplag sem þeim fannst henta mér vel,“ segir Unnur en bætir við að lagið hafi verið þó nokkurn tíma í fæðingu. Nú sé lagið hins vegar tilbúið og fer það í spilun á föstudaginn, á sjálfan afmælisdag söngkonunnar. „Það verður mjög gaman að fá þetta í spilun á 22 ára afmælisdaginn. Svo drösla ég vinkonum mínum í bæinn á föstudagskvöldið og valsa á milli skemmtistaða með lagið á USB-kubb og heimta óskalag,“ segir hún og hlær. Unnur hefur í nægu að snúast í sumar en hún starfar sem dagskrárgerðarkona á sjónvarpsstöðinni Bravó ásamt því að skemmta sem Solla stirða líkt og hún hefur gert undanfarin ár. „Ég held ég sé búin að skemmta um 400 sinnum í Sollubúningnum og þetta er alltaf jafn mikil snilld.“ Þjóðleikhúsið vinnur nú að uppfærslu Latabæjar og verður sýningin frumsýnd í haust. Þar verður það hin 16 ára Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með hlutverk Sollu stirðu. „Ég held að hún sé alveg með það sem til þarf. Það er í raun mjög skemmtileg tilviljun að við Melkorka höfum búið hlið við hlið í mörg ár svo það er svolítið eins og Solla sé ættuð úr Skerjafirðinum.“
Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira