Nokkur fyrirtæki íhuga að kæra KSÍ og Reykjavíkurborg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2014 06:00 Arnar Þór Hafþórsson hjá Jóhanni Ólafssyni og co. er óánægður með hvernig staðið var að kaupum á nýrri flóðlýsingu við Laugardalsvöll. Vísir/Arnþór Þau fyrirtæki sem ekki fengu kost á að gera Knattspyrnusambandi Íslands tilboð í nýja flóðlýsingu á Laugardalsvelli eru ósátt við að verkið hafi ekki farið í útboð og skoða nú réttarstöðu sína. Þetta segir Arnar Þór Hafþórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Jóhanni Ólafssyni og co. „Okkar lögfræðingar eru að kynna sér hvaða úrræði við höfum og hvaða líkur eru á því að málið yrði tekið fyrir. En þetta er eitthvað sem við höfum skoðað,“ segir Arnar Þór en fyrirtækið er ekki það eina sem er í þeirri stöðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Reykjafell, Rönning og Ískraft munu einnig vera að skoða málin. Þann 4. júní greindi Fréttablaðið frá því að ný flóðlýsing Laugardalsvallar hefði ekki farið í útboð en GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ekki hafi gefist tími til þess. „Þessi mál þurfti að afgreiða fljótt og vel,“ sagði Geir þá en KSÍ hafði fengið athugasemdir frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, um að flóðlýsing vallarins stæðist ekki kröfur og að hana þyrfti að lagfæra fyrir fyrstu leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í haust.Engin lög brotin Verkið hefði þurft að fara í útboð samkvæmt þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreindar eru í lögum um opinber innkaup en kærunefnd útboðsmála hefur áður úrskurðað að KSÍ sé ekki skylt að fara eftir lögunum þar sem sambandið telst ekki opinber aðili. Kaupin eru þó að hluta fjármögnuð með styrk frá Reykjavíkurborg en S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að borgaryfirvöld séu þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin. „Hverju sem öðru líður mun Reykjavíkurborg borga innan við helming kostnaðarins,“ segir Björn en bendir á að nákvæm útfærsla á greiðslufyrirkomulagi borgarinnar til KSÍ sé enn í skoðun hjá borginni. „Það var farið ítarlega yfir þetta á sínum tíma enda erum við ákaflega passasöm með innkaupareglur borgarinnar,“ segir Björn. Upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir á fundi ráðsins þann 8. maí en þáverandi formaður og núverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tók málið af dagskrá. Björn segir að málið verði ekki tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag en vonast til að það verði gert á næstu vikum. „Þetta er mál sem er ekki klárt að öllu leyti en verður upplýst með gegnsæjum og góðum hætti þegar þar að kemur.“ Geir Þorsteinsson vildi ekki tjá sig um málið með ítarlegum hætti í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það eina sem vakir fyrir okkur er að tryggja fullnægjandi lýsingu á Laugardalsvelli fyrir næstu keppnisleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu,“ sagði Geir. Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Þau fyrirtæki sem ekki fengu kost á að gera Knattspyrnusambandi Íslands tilboð í nýja flóðlýsingu á Laugardalsvelli eru ósátt við að verkið hafi ekki farið í útboð og skoða nú réttarstöðu sína. Þetta segir Arnar Þór Hafþórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Jóhanni Ólafssyni og co. „Okkar lögfræðingar eru að kynna sér hvaða úrræði við höfum og hvaða líkur eru á því að málið yrði tekið fyrir. En þetta er eitthvað sem við höfum skoðað,“ segir Arnar Þór en fyrirtækið er ekki það eina sem er í þeirri stöðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Reykjafell, Rönning og Ískraft munu einnig vera að skoða málin. Þann 4. júní greindi Fréttablaðið frá því að ný flóðlýsing Laugardalsvallar hefði ekki farið í útboð en GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ekki hafi gefist tími til þess. „Þessi mál þurfti að afgreiða fljótt og vel,“ sagði Geir þá en KSÍ hafði fengið athugasemdir frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, um að flóðlýsing vallarins stæðist ekki kröfur og að hana þyrfti að lagfæra fyrir fyrstu leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í haust.Engin lög brotin Verkið hefði þurft að fara í útboð samkvæmt þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreindar eru í lögum um opinber innkaup en kærunefnd útboðsmála hefur áður úrskurðað að KSÍ sé ekki skylt að fara eftir lögunum þar sem sambandið telst ekki opinber aðili. Kaupin eru þó að hluta fjármögnuð með styrk frá Reykjavíkurborg en S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að borgaryfirvöld séu þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin. „Hverju sem öðru líður mun Reykjavíkurborg borga innan við helming kostnaðarins,“ segir Björn en bendir á að nákvæm útfærsla á greiðslufyrirkomulagi borgarinnar til KSÍ sé enn í skoðun hjá borginni. „Það var farið ítarlega yfir þetta á sínum tíma enda erum við ákaflega passasöm með innkaupareglur borgarinnar,“ segir Björn. Upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir á fundi ráðsins þann 8. maí en þáverandi formaður og núverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tók málið af dagskrá. Björn segir að málið verði ekki tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag en vonast til að það verði gert á næstu vikum. „Þetta er mál sem er ekki klárt að öllu leyti en verður upplýst með gegnsæjum og góðum hætti þegar þar að kemur.“ Geir Þorsteinsson vildi ekki tjá sig um málið með ítarlegum hætti í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það eina sem vakir fyrir okkur er að tryggja fullnægjandi lýsingu á Laugardalsvelli fyrir næstu keppnisleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu,“ sagði Geir.
Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti