Nokkur fyrirtæki íhuga að kæra KSÍ og Reykjavíkurborg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2014 06:00 Arnar Þór Hafþórsson hjá Jóhanni Ólafssyni og co. er óánægður með hvernig staðið var að kaupum á nýrri flóðlýsingu við Laugardalsvöll. Vísir/Arnþór Þau fyrirtæki sem ekki fengu kost á að gera Knattspyrnusambandi Íslands tilboð í nýja flóðlýsingu á Laugardalsvelli eru ósátt við að verkið hafi ekki farið í útboð og skoða nú réttarstöðu sína. Þetta segir Arnar Þór Hafþórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Jóhanni Ólafssyni og co. „Okkar lögfræðingar eru að kynna sér hvaða úrræði við höfum og hvaða líkur eru á því að málið yrði tekið fyrir. En þetta er eitthvað sem við höfum skoðað,“ segir Arnar Þór en fyrirtækið er ekki það eina sem er í þeirri stöðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Reykjafell, Rönning og Ískraft munu einnig vera að skoða málin. Þann 4. júní greindi Fréttablaðið frá því að ný flóðlýsing Laugardalsvallar hefði ekki farið í útboð en GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ekki hafi gefist tími til þess. „Þessi mál þurfti að afgreiða fljótt og vel,“ sagði Geir þá en KSÍ hafði fengið athugasemdir frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, um að flóðlýsing vallarins stæðist ekki kröfur og að hana þyrfti að lagfæra fyrir fyrstu leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í haust.Engin lög brotin Verkið hefði þurft að fara í útboð samkvæmt þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreindar eru í lögum um opinber innkaup en kærunefnd útboðsmála hefur áður úrskurðað að KSÍ sé ekki skylt að fara eftir lögunum þar sem sambandið telst ekki opinber aðili. Kaupin eru þó að hluta fjármögnuð með styrk frá Reykjavíkurborg en S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að borgaryfirvöld séu þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin. „Hverju sem öðru líður mun Reykjavíkurborg borga innan við helming kostnaðarins,“ segir Björn en bendir á að nákvæm útfærsla á greiðslufyrirkomulagi borgarinnar til KSÍ sé enn í skoðun hjá borginni. „Það var farið ítarlega yfir þetta á sínum tíma enda erum við ákaflega passasöm með innkaupareglur borgarinnar,“ segir Björn. Upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir á fundi ráðsins þann 8. maí en þáverandi formaður og núverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tók málið af dagskrá. Björn segir að málið verði ekki tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag en vonast til að það verði gert á næstu vikum. „Þetta er mál sem er ekki klárt að öllu leyti en verður upplýst með gegnsæjum og góðum hætti þegar þar að kemur.“ Geir Þorsteinsson vildi ekki tjá sig um málið með ítarlegum hætti í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það eina sem vakir fyrir okkur er að tryggja fullnægjandi lýsingu á Laugardalsvelli fyrir næstu keppnisleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu,“ sagði Geir. Íþróttir Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Þau fyrirtæki sem ekki fengu kost á að gera Knattspyrnusambandi Íslands tilboð í nýja flóðlýsingu á Laugardalsvelli eru ósátt við að verkið hafi ekki farið í útboð og skoða nú réttarstöðu sína. Þetta segir Arnar Þór Hafþórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Jóhanni Ólafssyni og co. „Okkar lögfræðingar eru að kynna sér hvaða úrræði við höfum og hvaða líkur eru á því að málið yrði tekið fyrir. En þetta er eitthvað sem við höfum skoðað,“ segir Arnar Þór en fyrirtækið er ekki það eina sem er í þeirri stöðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Reykjafell, Rönning og Ískraft munu einnig vera að skoða málin. Þann 4. júní greindi Fréttablaðið frá því að ný flóðlýsing Laugardalsvallar hefði ekki farið í útboð en GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ekki hafi gefist tími til þess. „Þessi mál þurfti að afgreiða fljótt og vel,“ sagði Geir þá en KSÍ hafði fengið athugasemdir frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, um að flóðlýsing vallarins stæðist ekki kröfur og að hana þyrfti að lagfæra fyrir fyrstu leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í haust.Engin lög brotin Verkið hefði þurft að fara í útboð samkvæmt þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreindar eru í lögum um opinber innkaup en kærunefnd útboðsmála hefur áður úrskurðað að KSÍ sé ekki skylt að fara eftir lögunum þar sem sambandið telst ekki opinber aðili. Kaupin eru þó að hluta fjármögnuð með styrk frá Reykjavíkurborg en S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að borgaryfirvöld séu þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin. „Hverju sem öðru líður mun Reykjavíkurborg borga innan við helming kostnaðarins,“ segir Björn en bendir á að nákvæm útfærsla á greiðslufyrirkomulagi borgarinnar til KSÍ sé enn í skoðun hjá borginni. „Það var farið ítarlega yfir þetta á sínum tíma enda erum við ákaflega passasöm með innkaupareglur borgarinnar,“ segir Björn. Upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir á fundi ráðsins þann 8. maí en þáverandi formaður og núverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tók málið af dagskrá. Björn segir að málið verði ekki tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag en vonast til að það verði gert á næstu vikum. „Þetta er mál sem er ekki klárt að öllu leyti en verður upplýst með gegnsæjum og góðum hætti þegar þar að kemur.“ Geir Þorsteinsson vildi ekki tjá sig um málið með ítarlegum hætti í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það eina sem vakir fyrir okkur er að tryggja fullnægjandi lýsingu á Laugardalsvelli fyrir næstu keppnisleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu,“ sagði Geir.
Íþróttir Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira