Nokkur fyrirtæki íhuga að kæra KSÍ og Reykjavíkurborg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2014 06:00 Arnar Þór Hafþórsson hjá Jóhanni Ólafssyni og co. er óánægður með hvernig staðið var að kaupum á nýrri flóðlýsingu við Laugardalsvöll. Vísir/Arnþór Þau fyrirtæki sem ekki fengu kost á að gera Knattspyrnusambandi Íslands tilboð í nýja flóðlýsingu á Laugardalsvelli eru ósátt við að verkið hafi ekki farið í útboð og skoða nú réttarstöðu sína. Þetta segir Arnar Þór Hafþórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Jóhanni Ólafssyni og co. „Okkar lögfræðingar eru að kynna sér hvaða úrræði við höfum og hvaða líkur eru á því að málið yrði tekið fyrir. En þetta er eitthvað sem við höfum skoðað,“ segir Arnar Þór en fyrirtækið er ekki það eina sem er í þeirri stöðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Reykjafell, Rönning og Ískraft munu einnig vera að skoða málin. Þann 4. júní greindi Fréttablaðið frá því að ný flóðlýsing Laugardalsvallar hefði ekki farið í útboð en GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ekki hafi gefist tími til þess. „Þessi mál þurfti að afgreiða fljótt og vel,“ sagði Geir þá en KSÍ hafði fengið athugasemdir frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, um að flóðlýsing vallarins stæðist ekki kröfur og að hana þyrfti að lagfæra fyrir fyrstu leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í haust.Engin lög brotin Verkið hefði þurft að fara í útboð samkvæmt þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreindar eru í lögum um opinber innkaup en kærunefnd útboðsmála hefur áður úrskurðað að KSÍ sé ekki skylt að fara eftir lögunum þar sem sambandið telst ekki opinber aðili. Kaupin eru þó að hluta fjármögnuð með styrk frá Reykjavíkurborg en S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að borgaryfirvöld séu þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin. „Hverju sem öðru líður mun Reykjavíkurborg borga innan við helming kostnaðarins,“ segir Björn en bendir á að nákvæm útfærsla á greiðslufyrirkomulagi borgarinnar til KSÍ sé enn í skoðun hjá borginni. „Það var farið ítarlega yfir þetta á sínum tíma enda erum við ákaflega passasöm með innkaupareglur borgarinnar,“ segir Björn. Upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir á fundi ráðsins þann 8. maí en þáverandi formaður og núverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tók málið af dagskrá. Björn segir að málið verði ekki tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag en vonast til að það verði gert á næstu vikum. „Þetta er mál sem er ekki klárt að öllu leyti en verður upplýst með gegnsæjum og góðum hætti þegar þar að kemur.“ Geir Þorsteinsson vildi ekki tjá sig um málið með ítarlegum hætti í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það eina sem vakir fyrir okkur er að tryggja fullnægjandi lýsingu á Laugardalsvelli fyrir næstu keppnisleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu,“ sagði Geir. Íþróttir Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Sjá meira
Þau fyrirtæki sem ekki fengu kost á að gera Knattspyrnusambandi Íslands tilboð í nýja flóðlýsingu á Laugardalsvelli eru ósátt við að verkið hafi ekki farið í útboð og skoða nú réttarstöðu sína. Þetta segir Arnar Þór Hafþórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Jóhanni Ólafssyni og co. „Okkar lögfræðingar eru að kynna sér hvaða úrræði við höfum og hvaða líkur eru á því að málið yrði tekið fyrir. En þetta er eitthvað sem við höfum skoðað,“ segir Arnar Þór en fyrirtækið er ekki það eina sem er í þeirri stöðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Reykjafell, Rönning og Ískraft munu einnig vera að skoða málin. Þann 4. júní greindi Fréttablaðið frá því að ný flóðlýsing Laugardalsvallar hefði ekki farið í útboð en GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ekki hafi gefist tími til þess. „Þessi mál þurfti að afgreiða fljótt og vel,“ sagði Geir þá en KSÍ hafði fengið athugasemdir frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, um að flóðlýsing vallarins stæðist ekki kröfur og að hana þyrfti að lagfæra fyrir fyrstu leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í haust.Engin lög brotin Verkið hefði þurft að fara í útboð samkvæmt þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreindar eru í lögum um opinber innkaup en kærunefnd útboðsmála hefur áður úrskurðað að KSÍ sé ekki skylt að fara eftir lögunum þar sem sambandið telst ekki opinber aðili. Kaupin eru þó að hluta fjármögnuð með styrk frá Reykjavíkurborg en S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að borgaryfirvöld séu þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin. „Hverju sem öðru líður mun Reykjavíkurborg borga innan við helming kostnaðarins,“ segir Björn en bendir á að nákvæm útfærsla á greiðslufyrirkomulagi borgarinnar til KSÍ sé enn í skoðun hjá borginni. „Það var farið ítarlega yfir þetta á sínum tíma enda erum við ákaflega passasöm með innkaupareglur borgarinnar,“ segir Björn. Upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir á fundi ráðsins þann 8. maí en þáverandi formaður og núverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tók málið af dagskrá. Björn segir að málið verði ekki tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag en vonast til að það verði gert á næstu vikum. „Þetta er mál sem er ekki klárt að öllu leyti en verður upplýst með gegnsæjum og góðum hætti þegar þar að kemur.“ Geir Þorsteinsson vildi ekki tjá sig um málið með ítarlegum hætti í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það eina sem vakir fyrir okkur er að tryggja fullnægjandi lýsingu á Laugardalsvelli fyrir næstu keppnisleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu,“ sagði Geir.
Íþróttir Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Sjá meira