Hlutverk fjölmiðla Mikael Torfason skrifar 10. júní 2014 00:00 Fyrir um níu árum birti danska dagblaðið Jyllands-Posten skopmyndir af Múhameð spámanni. Viðbrögðin urðu ofsafengin. Ýmsir litu á myndirnar sem afsprengi fordóma gegn múslimum í Danmörku eða að þetta væri slíkt mál að sýna þyrfti sérstaka tillitsemi og kröfðust afsökunarbeiðni. Ritstjórarnir neituðu og teiknarar urðu að fara í felur vegna morðhótana. Við þekkjum atburðina sem fylgdu og hina mikilvægu umræðu sem fram fór – öldur lægði að lokum og má segja að tjáningarfrelsið hafi unnið á endanum. Reiðin vegna nokkurra skopteikninga kom flestum á Vesturlöndum í opna skjöldu. Óvænt eignuðumst við okkar litla skopmyndamál hér á Íslandi. Á kjördag birti Fréttablaðið teikningu eftir Gunnar Karlsson af frambjóðendum í Reykjavík. Á myndinni má sjá einstakling með hvíta slæðu. Gunnar sagði í samtali við Vísi á kjördag að hann væri ekki að koma neinni afgerandi afstöðu á framfæri heldur væri þetta vísan til þess að umræðan í kosningabaráttunni hafi snúist heldur mikið um útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokks í Reykjavík, um að rétt væri að afturkalla lóðarúthlutun til Félags múslima á Íslandi. Ýmsir urðu til að móðgast fyrir hönd Sveinbjargar. Kosningastjóri flokksins sagði að með birtingu skopmyndarinnar hefði Fréttablaðið opinberað hatur sitt á Sveinbjörgu. Það er auðvitað af og frá. Skopteiknarar blaðsins fá engin fyrirmæli um hvað þeir skuli teikna. Sjálf tók Sveinbjörg teikningunni illa. Í umræðuþættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag sagði hún að henni hefði sárnað mjög skopmyndin og hún velti því fyrir sér hvort henni og börnunum væri vært á Íslandi eftir birtingu myndarinnar. Nú ber til þess að líta, og er þá tekið mið af umræðu á netinu, að líklegt er að margir sem fordæma umrædda skopmynd hafi furðað sig á fárinu vegna teikninganna í Jyllands-Posten. Og ekki þótt nokkur ástæða til að fjargviðrast vegna þeirra. Birting slíkra mynda er einfaldlega mikilvægur liður í lýðræðishefð sem tekið hefur árhundruð að þróa á Vesturlöndum. Lýðræðishefð, sem hvílir á tjáningarfrelsinu. Vart ætti að þurfa að benda á tvískinnunginn í þessari afstöðu. Prinsippin taka með öðrum orðum mið af afstöðu hvers og eins hverju sinni. Það gengur ekki upp. Auðvitað er mikilvægt að við sýnum hvert öðru nærgætni. En það getur aldrei verið neinn útgangspunktur þegar um er að ræða tjáningarfrelsið. Þar getur engin hentistefna ráðið för. Hér á landi eru í gildi lög um ærumeiðingar, lög sem reist eru á ákvæðum í stjórnarskrá og þar ætti þessari umræðu að ljúka. Okkur getur þótt einhver teikning ósmekkleg en getum ekki bannað tjáningu af þeirri ástæðu einni að einhver kunni að móðgast. Af sama meiði er hin mótsagnakennda afstaða sem látið hefur á sér kræla í netheimum; að fjölmiðlar hafi verið virkir þátttakendur í að dreifa hatursáróðri á hendur múslimum. Með því þá að birta sjónarmið og skoðanir, sem sannarlega geta, sé litið til framtíðar, haft mótandi áhrif á samfélag okkar. Afstaða okkar sem störfum við blaðamennsku hlýtur að vera sú að draga beri fram þessi sjónarmið svo þau megi ræða og taka til þeirra afstöðu sem byggir á skynsemi og þeirri lýðræðishefð sem við byggjum á. Ekki að þagga niður mál eða reka þau aftur í þau skúmaskot þaðan sem þau eru ættuð – víst er að þaðan geta þau sprottið tvíefld á ný –við fyrsta tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Fyrir um níu árum birti danska dagblaðið Jyllands-Posten skopmyndir af Múhameð spámanni. Viðbrögðin urðu ofsafengin. Ýmsir litu á myndirnar sem afsprengi fordóma gegn múslimum í Danmörku eða að þetta væri slíkt mál að sýna þyrfti sérstaka tillitsemi og kröfðust afsökunarbeiðni. Ritstjórarnir neituðu og teiknarar urðu að fara í felur vegna morðhótana. Við þekkjum atburðina sem fylgdu og hina mikilvægu umræðu sem fram fór – öldur lægði að lokum og má segja að tjáningarfrelsið hafi unnið á endanum. Reiðin vegna nokkurra skopteikninga kom flestum á Vesturlöndum í opna skjöldu. Óvænt eignuðumst við okkar litla skopmyndamál hér á Íslandi. Á kjördag birti Fréttablaðið teikningu eftir Gunnar Karlsson af frambjóðendum í Reykjavík. Á myndinni má sjá einstakling með hvíta slæðu. Gunnar sagði í samtali við Vísi á kjördag að hann væri ekki að koma neinni afgerandi afstöðu á framfæri heldur væri þetta vísan til þess að umræðan í kosningabaráttunni hafi snúist heldur mikið um útspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokks í Reykjavík, um að rétt væri að afturkalla lóðarúthlutun til Félags múslima á Íslandi. Ýmsir urðu til að móðgast fyrir hönd Sveinbjargar. Kosningastjóri flokksins sagði að með birtingu skopmyndarinnar hefði Fréttablaðið opinberað hatur sitt á Sveinbjörgu. Það er auðvitað af og frá. Skopteiknarar blaðsins fá engin fyrirmæli um hvað þeir skuli teikna. Sjálf tók Sveinbjörg teikningunni illa. Í umræðuþættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag sagði hún að henni hefði sárnað mjög skopmyndin og hún velti því fyrir sér hvort henni og börnunum væri vært á Íslandi eftir birtingu myndarinnar. Nú ber til þess að líta, og er þá tekið mið af umræðu á netinu, að líklegt er að margir sem fordæma umrædda skopmynd hafi furðað sig á fárinu vegna teikninganna í Jyllands-Posten. Og ekki þótt nokkur ástæða til að fjargviðrast vegna þeirra. Birting slíkra mynda er einfaldlega mikilvægur liður í lýðræðishefð sem tekið hefur árhundruð að þróa á Vesturlöndum. Lýðræðishefð, sem hvílir á tjáningarfrelsinu. Vart ætti að þurfa að benda á tvískinnunginn í þessari afstöðu. Prinsippin taka með öðrum orðum mið af afstöðu hvers og eins hverju sinni. Það gengur ekki upp. Auðvitað er mikilvægt að við sýnum hvert öðru nærgætni. En það getur aldrei verið neinn útgangspunktur þegar um er að ræða tjáningarfrelsið. Þar getur engin hentistefna ráðið för. Hér á landi eru í gildi lög um ærumeiðingar, lög sem reist eru á ákvæðum í stjórnarskrá og þar ætti þessari umræðu að ljúka. Okkur getur þótt einhver teikning ósmekkleg en getum ekki bannað tjáningu af þeirri ástæðu einni að einhver kunni að móðgast. Af sama meiði er hin mótsagnakennda afstaða sem látið hefur á sér kræla í netheimum; að fjölmiðlar hafi verið virkir þátttakendur í að dreifa hatursáróðri á hendur múslimum. Með því þá að birta sjónarmið og skoðanir, sem sannarlega geta, sé litið til framtíðar, haft mótandi áhrif á samfélag okkar. Afstaða okkar sem störfum við blaðamennsku hlýtur að vera sú að draga beri fram þessi sjónarmið svo þau megi ræða og taka til þeirra afstöðu sem byggir á skynsemi og þeirri lýðræðishefð sem við byggjum á. Ekki að þagga niður mál eða reka þau aftur í þau skúmaskot þaðan sem þau eru ættuð – víst er að þaðan geta þau sprottið tvíefld á ný –við fyrsta tækifæri.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun