Hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2014 06:00 Hreiðar er með mikla reynslu úr landsliðinu og á eftir að styrkja lið Akureyrar mikið. Hann fagnar hér á ÓL í London Fréttablaðið/Valli „Þeir höfðu ekkert samband við mig þannig að sá möguleiki var aldrei uppi á borðinu,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að spila með ÍR næsta vetur. Margir bjuggust við því að hann færi aftur í Breiðholtið með fyrrverandi félögum sínum en þess í stað samdi hann við Akureyri og tók með sér vin sinn og ÍR-inginn Ingimund Ingimundarson. „Ég hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi. Ég var með spennandi dæmi í Noregi en það gekk ekki upp þar sem ég er á leið í aðgerð á hné og get þar af leiðandi ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi í október,“ segir Hreiðar en hann er spenntur fyrir því að koma heim. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun að fara til Akureyrar og ekki verra að fá Didda [Ingimund] með mér. Svo á ég góða vini frá tíma mínum þarna áður þannig að þetta verður bara spennandi.“Átti ekki von á því að semja Hreiðar lék með Akureyri Handboltafélagi fyrstu leiktíðina eftir að það var stofnað, 2006-07. Hann hélt síðan utan í atvinnumennsku og kemur heim frá norska félaginu Nötteroy. „Ég var nú ekkert að reikna með því að semja núna. Ég bjóst allt eins við því að vera samningslaus fram á árið en þá komu Akureyringar inn. Ég skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta blessaðist því allt saman.“ Markvörðurinn segir að lífið í Noregi hafi verið mjög gott að mörgu leyti en það verði gott að komast aftur heim. Hreiðar íhugar jafnvel að taka með sér heim rafmagnsbíl sem hann ekur á ytra. „Fyrst eftir að ég kom út þá keypti ég mér Benz-bíl en hann eyddi óhemju miklu bensíni. Ég var að eyða 100 þúsund krónum á mánuði í bensín. Það var alveg að gera mig bilaðan,“ segir Hreiðar og hlær við. „Ég fór því alveg á hinn endann og keypti mér rafmagnsbíl. Það kostar lítið að reka hann og ég er ánægður með bílinn. Eina vesenið er náttúrulega að hlaða hann. Það er ekkert sérstakt að verða straumlaus úti á miðjum þjóðvegi. Þá labbar maður bara ekkert út á næstu bensínstöð. Bíllinn er góður og aldrei að vita nema fólk muni sjá mig á honum á Akureyri.“ Næst á dagskrá hjá honum er að koma skemmdu húsi fjölskyldunnar í almennilegt stand. Svo verður hægt að selja það en húsið var gallað og hefur Hreiðar staðið í málaferlum í tvö ár vegna þessa. „Það á eftir að vinna mörg handtök í þessu húsi og ég er að spá í að slá bara upp veislu fyrir alla í götunni sem vilja hjálpa þannig að þetta taki sem stystan tíma. Það er bara eitt púsl í einu hjá mér og þetta þarf allt að klárast áður en ég kem heim.“ Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Þeir höfðu ekkert samband við mig þannig að sá möguleiki var aldrei uppi á borðinu,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að spila með ÍR næsta vetur. Margir bjuggust við því að hann færi aftur í Breiðholtið með fyrrverandi félögum sínum en þess í stað samdi hann við Akureyri og tók með sér vin sinn og ÍR-inginn Ingimund Ingimundarson. „Ég hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi. Ég var með spennandi dæmi í Noregi en það gekk ekki upp þar sem ég er á leið í aðgerð á hné og get þar af leiðandi ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi í október,“ segir Hreiðar en hann er spenntur fyrir því að koma heim. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun að fara til Akureyrar og ekki verra að fá Didda [Ingimund] með mér. Svo á ég góða vini frá tíma mínum þarna áður þannig að þetta verður bara spennandi.“Átti ekki von á því að semja Hreiðar lék með Akureyri Handboltafélagi fyrstu leiktíðina eftir að það var stofnað, 2006-07. Hann hélt síðan utan í atvinnumennsku og kemur heim frá norska félaginu Nötteroy. „Ég var nú ekkert að reikna með því að semja núna. Ég bjóst allt eins við því að vera samningslaus fram á árið en þá komu Akureyringar inn. Ég skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta blessaðist því allt saman.“ Markvörðurinn segir að lífið í Noregi hafi verið mjög gott að mörgu leyti en það verði gott að komast aftur heim. Hreiðar íhugar jafnvel að taka með sér heim rafmagnsbíl sem hann ekur á ytra. „Fyrst eftir að ég kom út þá keypti ég mér Benz-bíl en hann eyddi óhemju miklu bensíni. Ég var að eyða 100 þúsund krónum á mánuði í bensín. Það var alveg að gera mig bilaðan,“ segir Hreiðar og hlær við. „Ég fór því alveg á hinn endann og keypti mér rafmagnsbíl. Það kostar lítið að reka hann og ég er ánægður með bílinn. Eina vesenið er náttúrulega að hlaða hann. Það er ekkert sérstakt að verða straumlaus úti á miðjum þjóðvegi. Þá labbar maður bara ekkert út á næstu bensínstöð. Bíllinn er góður og aldrei að vita nema fólk muni sjá mig á honum á Akureyri.“ Næst á dagskrá hjá honum er að koma skemmdu húsi fjölskyldunnar í almennilegt stand. Svo verður hægt að selja það en húsið var gallað og hefur Hreiðar staðið í málaferlum í tvö ár vegna þessa. „Það á eftir að vinna mörg handtök í þessu húsi og ég er að spá í að slá bara upp veislu fyrir alla í götunni sem vilja hjálpa þannig að þetta taki sem stystan tíma. Það er bara eitt púsl í einu hjá mér og þetta þarf allt að klárast áður en ég kem heim.“
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira