Hausinn á mér sagði mér að gera það Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. maí 2014 06:00 Ég lagðist upp í rúm með dóttur minni eftir leikskólann fyrir nokkrum dögum. Við eyrnamerktum smá tíma í spjall um daginn og veginn eins og við gerum oft. Eftir smá skraf varð hún eldrauð á svipinn. Ég skildi ekki neitt í neinu. Var eitthvað extra gott í matinn í leikskólanum? Voru það kjötbollur? Prumpaði hún í lestrarstundinni? Fékk hún að leika Elsu úr Frozen allan daginn? Hvað, hvað, hvað? „Mamma, ég þarf að segja þér svolítið,“ sagði hún eftir dágóða þögn. Þetta var eitthvað stórt. Mun stærra en þegar hún fór óvart í vitlausa skó á deildinni. Alvarlegra en þegar einhver sagði ekki takk fyrir mig eftir matartímann. Og klárlega margfalt mikilvægara en þegar hún var færð yfir á stóru deildina. Ég kyssti Hilmar í dag,“ sagði hún eftir langa þögn með viðeigandi skríkjum og tísti. Ég varð orðlaus. Ég var búin að ímynda mér þennan dag. Ég bjóst bara ekki við því að hann kæmi svona fljótt. En ég held að ég hafi aldrei verið jafn sjúklega forvitin að draga eitthvað upp úr annarri manneskju eins og mig langaði að vita gjörsamlega allt um þennan koss. Fyrsta kossinn. Ég fékk að heyra hvernig hún ákvað upp úr þurru að kyssa drenginn, sem er sjö ára og mjög skemmtilegur að hennar sögn. Hún sagðist vera skotin í honum og ætlaði að giftast honum – samt ekki á morgun því þá værum við að fara í sund. Best fannst mér þó þegar ég spurði hana af hverju hún hefði ákveðið að kyssa hann allt í einu. „Hausinn á mér sagði mér að gera það.“ Aftur varð ég orðlaus. Þessi stóri viðburður var ekkert flæktur um of. Engin hrúga af tilfinningum með tilheyrandi hvað svo, ef og kannski. Bara mjög skýrt og skorinort. Beint að efninu. Og í einfaldleika sínum finnst mér þetta svar það fallegasta sem ég hef heyrt koma af vörum dóttur minnar. Ég er að hugsa um að tileinka mér þetta viðhorf. Ekkert hvað svo, ef eða kannski. Gera bara það sem mér dettur í hug. Og ég ætla að byrja…NÚNA! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun
Ég lagðist upp í rúm með dóttur minni eftir leikskólann fyrir nokkrum dögum. Við eyrnamerktum smá tíma í spjall um daginn og veginn eins og við gerum oft. Eftir smá skraf varð hún eldrauð á svipinn. Ég skildi ekki neitt í neinu. Var eitthvað extra gott í matinn í leikskólanum? Voru það kjötbollur? Prumpaði hún í lestrarstundinni? Fékk hún að leika Elsu úr Frozen allan daginn? Hvað, hvað, hvað? „Mamma, ég þarf að segja þér svolítið,“ sagði hún eftir dágóða þögn. Þetta var eitthvað stórt. Mun stærra en þegar hún fór óvart í vitlausa skó á deildinni. Alvarlegra en þegar einhver sagði ekki takk fyrir mig eftir matartímann. Og klárlega margfalt mikilvægara en þegar hún var færð yfir á stóru deildina. Ég kyssti Hilmar í dag,“ sagði hún eftir langa þögn með viðeigandi skríkjum og tísti. Ég varð orðlaus. Ég var búin að ímynda mér þennan dag. Ég bjóst bara ekki við því að hann kæmi svona fljótt. En ég held að ég hafi aldrei verið jafn sjúklega forvitin að draga eitthvað upp úr annarri manneskju eins og mig langaði að vita gjörsamlega allt um þennan koss. Fyrsta kossinn. Ég fékk að heyra hvernig hún ákvað upp úr þurru að kyssa drenginn, sem er sjö ára og mjög skemmtilegur að hennar sögn. Hún sagðist vera skotin í honum og ætlaði að giftast honum – samt ekki á morgun því þá værum við að fara í sund. Best fannst mér þó þegar ég spurði hana af hverju hún hefði ákveðið að kyssa hann allt í einu. „Hausinn á mér sagði mér að gera það.“ Aftur varð ég orðlaus. Þessi stóri viðburður var ekkert flæktur um of. Engin hrúga af tilfinningum með tilheyrandi hvað svo, ef og kannski. Bara mjög skýrt og skorinort. Beint að efninu. Og í einfaldleika sínum finnst mér þetta svar það fallegasta sem ég hef heyrt koma af vörum dóttur minnar. Ég er að hugsa um að tileinka mér þetta viðhorf. Ekkert hvað svo, ef eða kannski. Gera bara það sem mér dettur í hug. Og ég ætla að byrja…NÚNA!
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun