Eigum við ekki að segja að Gummi taki deildina, Alfreð Meistaradeildina og ég bikarinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2014 06:00 Berlin vann sinn fyrsta stóra titil á dögunum undir stjórn Dags sem hefur náð mögnuðum árangri hjá félaginu. Vísir/Getty „Þetta er ekki skemmtileg staða sem við erum í. Ég er eiginlega feginn að það eru Íslendingar í báðum liðum sem geta orðið meistarar. Þá eru minni líkur á því að menn haldi að ég sé að gera einhverjum greiða,“ segir Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Hann fer með lið sitt til Kiel á morgun en sá leikur skiptir gríðarlegu máli. Kiel á möguleika á titlinum ásamt Rhein-Neckar Löwen. Bæði lið eru með íslenska þjálfara – Alfreð Gíslason og Guðmund Guðmundsson – og leikmenn. „Ég á vini á báðum stöðum. Bæði eru þjálfararnir vinir mínir sem og leikmennirnir. Ég veit samt að bæði Alfreð og Gummi myndu fara inn í leikinn af krafti rétt eins og ég mun láta mitt lið gera.“Er með skröltandi lið Lið Dags er ansi laskað og því ekki ástæða til mikillar bjartsýni fyrir leikinn. „Það er búið að vera mikið um meiðsli og ég er með skröltandi lið. Bartlomiej Jaszka verður ekki með um helgina og þeir Konstantin Igropulo, Denis Spoljaric, Pavel Horak og Iker Romero eru spurningarmerki og munar um minna hjá okkur. Við munum berjast með allt sem við getum,“ segir Dagur. Titilbaráttan gæti mjög líklega ráðist á markatölu og Dagur veit því sem er að lið Kiel mun gera allt sem það getur til þess að valta yfir hans lið. „Kiel hefur verið að vinna sína leiki stórt. Það þýðir ekkert að grenja. Við mætum og berjumst. Það getur vel gerst að við fáum flengingu. Það hefur meira að segja gerst þegar við mætum með fullt lið gegn þeim. Maður fer samt ekki í leiki með buxurnar fullar heldur setur maður kassann út.“HAMBURG, GERMANY - AUGUST 23: Dagur Sigurdsson, head coach of Berlin gestures during the second leg of the EHF Champions League play off game between and HSV Handball and Fuechse Berlin at O2 world on August 23, 2013 in Hamburg, Germany. (Photo by Stuart Franklin/Bongarts/Getty Images) Dagur Sigurðsson, Fuchse Berlin, handboltiDagur gerði sitt lið að bikarmeisturum á dögunum og hann sér alveg fyrir sér að íslensku þjálfararnir þrír geti endað með titil. „Eigum við ekki að segja að Gummi taki deildina, Alfreð vinni Meistaradeildina og ég bikarinn. Þá verða allir sáttir,“ segir Dagur léttur. Það var tilkynnt í gær að fjórir leikmenn væru á förum frá liði Dags og þar á meðal þýski landsliðsmaðurinn Sven-Sören Christophersen. Forráðamenn Berlin brugðust við með því að telja Spánverjann Iker Romero á að taka eitt ár í viðbót en hann hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna. „Hann hefur verið frábær í vetur. Það var alls ekki auðvelt að fá hann til að skipta um skoðun. Það var meira að segja í leikskránni okkar kveðjugrein um hann. Svo kom allt snöggt upp á og við brugðumst við. Hann hefur reynst okkur frábærlega.“ Handbolti Tengdar fréttir Er Gunnar Magnússon Ulrik Wilbæk Íslands? | Myndband "Það er ekki hægt að klúðra málunum með að fara til Eyja og spila handbolta.“ 18. maí 2014 19:15 Allir á Íslandi munu horfa á okkur í sjónvarpinu Það vekur eðlilega mikla athygli í Þýskalandi að gömlu herbergisfélagarnir í íslenska landsliðinu - Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson - séu að fara að berjast um þýska meistaratitilinn í handbolta á laugardag. 22. maí 2014 13:45 Alfreð hefur áhyggjur af Hamburg Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, segir að það væri slæmt að missa Hamburg úr þýsku úrvalsdeildinni. 20. maí 2014 20:30 Dagur missir fjóra menn | Romero tekur eitt ár í viðbót Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, verður nokkuð breytt á næstu leiktíð. Fjórir leikmenn eru á förum og búið er að sannfæra reynslubolta í liðinu um að taka eitt ár í viðbót. 22. maí 2014 10:30 Aron tilbúinn að þjálfa bæði Ísland og Kolding Aron Kristjánsson vill halda áfram með landsliðið sama hvort hann taki við Kolding eða ekki. 19. maí 2014 07:00 Aron fer á kostum í auglýsingatöku fyrir Meistaradeildina | Myndband Aron Pálmarsson er orðin ein skærasta handboltastjarna heims og okkar maður sýnir sparihliðarnar í auglýsingu fyrir úrslitahelgina í Meistaradeildinni. 22. maí 2014 23:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Þetta er ekki skemmtileg staða sem við erum í. Ég er eiginlega feginn að það eru Íslendingar í báðum liðum sem geta orðið meistarar. Þá eru minni líkur á því að menn haldi að ég sé að gera einhverjum greiða,“ segir Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Hann fer með lið sitt til Kiel á morgun en sá leikur skiptir gríðarlegu máli. Kiel á möguleika á titlinum ásamt Rhein-Neckar Löwen. Bæði lið eru með íslenska þjálfara – Alfreð Gíslason og Guðmund Guðmundsson – og leikmenn. „Ég á vini á báðum stöðum. Bæði eru þjálfararnir vinir mínir sem og leikmennirnir. Ég veit samt að bæði Alfreð og Gummi myndu fara inn í leikinn af krafti rétt eins og ég mun láta mitt lið gera.“Er með skröltandi lið Lið Dags er ansi laskað og því ekki ástæða til mikillar bjartsýni fyrir leikinn. „Það er búið að vera mikið um meiðsli og ég er með skröltandi lið. Bartlomiej Jaszka verður ekki með um helgina og þeir Konstantin Igropulo, Denis Spoljaric, Pavel Horak og Iker Romero eru spurningarmerki og munar um minna hjá okkur. Við munum berjast með allt sem við getum,“ segir Dagur. Titilbaráttan gæti mjög líklega ráðist á markatölu og Dagur veit því sem er að lið Kiel mun gera allt sem það getur til þess að valta yfir hans lið. „Kiel hefur verið að vinna sína leiki stórt. Það þýðir ekkert að grenja. Við mætum og berjumst. Það getur vel gerst að við fáum flengingu. Það hefur meira að segja gerst þegar við mætum með fullt lið gegn þeim. Maður fer samt ekki í leiki með buxurnar fullar heldur setur maður kassann út.“HAMBURG, GERMANY - AUGUST 23: Dagur Sigurdsson, head coach of Berlin gestures during the second leg of the EHF Champions League play off game between and HSV Handball and Fuechse Berlin at O2 world on August 23, 2013 in Hamburg, Germany. (Photo by Stuart Franklin/Bongarts/Getty Images) Dagur Sigurðsson, Fuchse Berlin, handboltiDagur gerði sitt lið að bikarmeisturum á dögunum og hann sér alveg fyrir sér að íslensku þjálfararnir þrír geti endað með titil. „Eigum við ekki að segja að Gummi taki deildina, Alfreð vinni Meistaradeildina og ég bikarinn. Þá verða allir sáttir,“ segir Dagur léttur. Það var tilkynnt í gær að fjórir leikmenn væru á förum frá liði Dags og þar á meðal þýski landsliðsmaðurinn Sven-Sören Christophersen. Forráðamenn Berlin brugðust við með því að telja Spánverjann Iker Romero á að taka eitt ár í viðbót en hann hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna. „Hann hefur verið frábær í vetur. Það var alls ekki auðvelt að fá hann til að skipta um skoðun. Það var meira að segja í leikskránni okkar kveðjugrein um hann. Svo kom allt snöggt upp á og við brugðumst við. Hann hefur reynst okkur frábærlega.“
Handbolti Tengdar fréttir Er Gunnar Magnússon Ulrik Wilbæk Íslands? | Myndband "Það er ekki hægt að klúðra málunum með að fara til Eyja og spila handbolta.“ 18. maí 2014 19:15 Allir á Íslandi munu horfa á okkur í sjónvarpinu Það vekur eðlilega mikla athygli í Þýskalandi að gömlu herbergisfélagarnir í íslenska landsliðinu - Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson - séu að fara að berjast um þýska meistaratitilinn í handbolta á laugardag. 22. maí 2014 13:45 Alfreð hefur áhyggjur af Hamburg Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, segir að það væri slæmt að missa Hamburg úr þýsku úrvalsdeildinni. 20. maí 2014 20:30 Dagur missir fjóra menn | Romero tekur eitt ár í viðbót Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, verður nokkuð breytt á næstu leiktíð. Fjórir leikmenn eru á förum og búið er að sannfæra reynslubolta í liðinu um að taka eitt ár í viðbót. 22. maí 2014 10:30 Aron tilbúinn að þjálfa bæði Ísland og Kolding Aron Kristjánsson vill halda áfram með landsliðið sama hvort hann taki við Kolding eða ekki. 19. maí 2014 07:00 Aron fer á kostum í auglýsingatöku fyrir Meistaradeildina | Myndband Aron Pálmarsson er orðin ein skærasta handboltastjarna heims og okkar maður sýnir sparihliðarnar í auglýsingu fyrir úrslitahelgina í Meistaradeildinni. 22. maí 2014 23:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Er Gunnar Magnússon Ulrik Wilbæk Íslands? | Myndband "Það er ekki hægt að klúðra málunum með að fara til Eyja og spila handbolta.“ 18. maí 2014 19:15
Allir á Íslandi munu horfa á okkur í sjónvarpinu Það vekur eðlilega mikla athygli í Þýskalandi að gömlu herbergisfélagarnir í íslenska landsliðinu - Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson - séu að fara að berjast um þýska meistaratitilinn í handbolta á laugardag. 22. maí 2014 13:45
Alfreð hefur áhyggjur af Hamburg Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, segir að það væri slæmt að missa Hamburg úr þýsku úrvalsdeildinni. 20. maí 2014 20:30
Dagur missir fjóra menn | Romero tekur eitt ár í viðbót Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, verður nokkuð breytt á næstu leiktíð. Fjórir leikmenn eru á förum og búið er að sannfæra reynslubolta í liðinu um að taka eitt ár í viðbót. 22. maí 2014 10:30
Aron tilbúinn að þjálfa bæði Ísland og Kolding Aron Kristjánsson vill halda áfram með landsliðið sama hvort hann taki við Kolding eða ekki. 19. maí 2014 07:00
Aron fer á kostum í auglýsingatöku fyrir Meistaradeildina | Myndband Aron Pálmarsson er orðin ein skærasta handboltastjarna heims og okkar maður sýnir sparihliðarnar í auglýsingu fyrir úrslitahelgina í Meistaradeildinni. 22. maí 2014 23:30
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti