Þúsundir bíða eftir að fá hjálp Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 17. maí 2014 00:01 Íbúar í Obrenovac, sem er 40 km vestan við Belgrad, höfuðborg Serbíu, vaða vatnselginn. Vísir/AFP Á flóðasvæðunum á Balkanskaga biðu þúsundir í gær uppi á þökum húsa sinna eftir björgun. Yfirvöld í Bosníu-Hersegóvínu og Serbíu segja flóðin sem þar hafa verið undanfarna daga þau verstu frá því að mælingar hófust fyrir 120 árum. Í gær var greint frá því að að minnsta kosti þrír hefðu drukknað. Í Serbíu hefur neyðarástandi verið lýst yfir í sextán borgum. Í Bosníu-Hersegóvínu hafa hús grafist undir aurskriðum í fjölda borga og bæja. Víða er rafmagnslaust á flóðasvæðunum. Sveitir á vegum Evrópusambandsins, sem taka þátt í björgunarstörfunum í Bosníu-Hersegóvínu, sögðu í gær að hvorki þær né innlendar hersveitir kæmust á sum flóðasvæðin nema með flugi. Í fréttum í gær var greint frá því að þyrlur hefðu ekki getað farið í loftið vegna lélegs skyggnis og sterkra vinda. Björgunarsveitir komust þess vegna ekki til margra bæja sem eru alveg einangraðir þar sem samgöngur hafa rofnað. Yfirvöld í Serbíu sögðu að tekist hefði að bjarga 4.000 manns af flóðasvæðunum. Veðurfræðingar vöruðu við frekari flóðum. Spáð er enn meiri úrkomu og sterkum vindum. Vladimir Pavlovic, sem starfað hefur fyrir serbnesku rétttrúnaðarkirkjuna á Íslandi, kveðst vona að ekki verði frekara manntjón vegna flóðanna. Hann segir fólk úr þorpum nálægt heimaslóðum hans hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Aðstoð hefur borist víða að, til dæmis komu 70 björgunarsveitarmenn með flugvél frá Rússlandi og þyrlur hafa komið frá Slóveníu.“ Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Á flóðasvæðunum á Balkanskaga biðu þúsundir í gær uppi á þökum húsa sinna eftir björgun. Yfirvöld í Bosníu-Hersegóvínu og Serbíu segja flóðin sem þar hafa verið undanfarna daga þau verstu frá því að mælingar hófust fyrir 120 árum. Í gær var greint frá því að að minnsta kosti þrír hefðu drukknað. Í Serbíu hefur neyðarástandi verið lýst yfir í sextán borgum. Í Bosníu-Hersegóvínu hafa hús grafist undir aurskriðum í fjölda borga og bæja. Víða er rafmagnslaust á flóðasvæðunum. Sveitir á vegum Evrópusambandsins, sem taka þátt í björgunarstörfunum í Bosníu-Hersegóvínu, sögðu í gær að hvorki þær né innlendar hersveitir kæmust á sum flóðasvæðin nema með flugi. Í fréttum í gær var greint frá því að þyrlur hefðu ekki getað farið í loftið vegna lélegs skyggnis og sterkra vinda. Björgunarsveitir komust þess vegna ekki til margra bæja sem eru alveg einangraðir þar sem samgöngur hafa rofnað. Yfirvöld í Serbíu sögðu að tekist hefði að bjarga 4.000 manns af flóðasvæðunum. Veðurfræðingar vöruðu við frekari flóðum. Spáð er enn meiri úrkomu og sterkum vindum. Vladimir Pavlovic, sem starfað hefur fyrir serbnesku rétttrúnaðarkirkjuna á Íslandi, kveðst vona að ekki verði frekara manntjón vegna flóðanna. Hann segir fólk úr þorpum nálægt heimaslóðum hans hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Aðstoð hefur borist víða að, til dæmis komu 70 björgunarsveitarmenn með flugvél frá Rússlandi og þyrlur hafa komið frá Slóveníu.“
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira