Prósentur aldrei fleiri en 100 Pawel Bartoszek skrifar 9. maí 2014 07:00 Tekjutenging hljómar oftast vel. Af hverju ættu þeir sem eru með milljón á mánuði að fá ókeypis leikskólavist fyrir börnin sín? Af hverju ættu þeir sem hafa milljón á mánuði að fá niðurgreidda heilbrigðisþjónustu? Af hverju ættu þeir sem eiga skuldlausa fasteign og heilmikinn sparnað að fá atvinnuleysisbætur? Af hverju ætti ríkið að borga fyrir dvalarheimili eldra fólks sem gæti greitt fyrir vistina sjálft? Þetta eru allt ágætisspurningar. Ef menn spyrja þessara spurninga hverrar í sínu lagi og reyna síðan að svara þeim hverri í sínu lagi þá verður þankagangurinn eitthvað á þessa leið:1) Ég vil að blásnautt fólk fái þjónustuna ókeypis.2) Ég vil að ríkt fólk þurfi að borga fullt verð fyrir þjónustuna. Sama gildir þegar um er að ræða einhvers konar bætur, til dæmis húsnæðisbætur, barnabætur eða framfærslubætur. Fólk hugsar:1) Ég vil að þeir sem hafa engar tekjur fái nóg til að þeir geti lifað af.2) Ég vil að þeir sem eiga nóg fái ekkert. Bætur og niðurgreidd gjöld eru raunar sami hluturinn. Það má hugsa sér að í niðurgreiddri leikskóladvöl felist um það bil 200 þúsund króna styrkur handa þeim sem eiga börn. Þeir sem vilja tekjutengja leikskólagjöldin vilja að þessi styrkur skerðist með tekjum. Þannig séð er ekkert að því að láta hluti skerðast með tekjum. En það verður að passa upp á stóru myndina. Tökum dæmi: Nanna námsmaður missir 40% af tekjum vegna skatta. Námslán hennar skerðast um 35% vegna sömu tekna. Húsaleigubæturnar skerðast um 8% og barnabæturnar um 5%. Skerðingar á ráðstöfunartekjum eru samtals um 90%. Ef einhver skellir nú 20% skerðingu vegna leikskólagjalda ofan á þetta verða ráðstöfunartekjur Nönnu lægri eftir því sem hún vinnur meira. Hún vinnur þá raunar fyrir lægri LÍN-skuld í framtíðinni en sú fyrirhyggja er henni dýr.Rúmræði 100 Segjum að við ætlum að gefa öllum sem eru tekjulausir sérstakan 200 þúsund króna styrk á mánuði. Segjum að við séum sammála um að þeir sem hafa milljón á mánuði þurfi ekkert á þessum peningum að halda. Ef við teiknum þessa tvo punkta í hnitakerfi og drögum strik þeirra á milli fáum við línu sem hefur -20% halla. Þar með hefur okkur tekist að búa til 20% jaðarskatt. Sá skattur bætist ofan á alla aðra skatta í kerfinu. Þrátt fyrir hugmyndir margra um annað eru það í raun lág- og millitekjuhóparnir sem halda eftir minnstu af sínum viðbótartekjum. Kannski er það að einhverju leyti óumflúið vegna þess hvernig félagslega kerfið er uppbyggt. En það ætti auðvitað að reyna að láta lág- og millitekjufólk halda eftir stærri hluta tekna sinna. Skattalækkanir á neðstu skattþrep væru leið til þess. Tekjutengdar gjaldskrár hefðu þveröfug áhrif.Vondar hugmyndir Dögunar Framboðið Dögun vill tekjutengja gjaldskrár í borginni. Eins og áður sagði: Það að tekjutengja gjaldskrár leikskóla eða frístundaheimila er svipað og að setja aukaskattþrep á barnafólk. Sá aukaskattur myndi koma þeim verst sem eru að reyna að vinna sig upp úr fátækt, eru til dæmis að snúa aftur á vinnumarkaðinn eftir langt atvinnuleysi. Mögrum finnst eftirsóknarvert að stuðla að tekjujöfnun. En við verðum að passa okkur. Ef við beitum tekjuskerðingum á of mörgum stöðum missum við yfirsýn og getum auðveldlega skattlagt fólk yfir 100% á ákveðnum tekjubilum. Þess vegna ætti að halda sér við að beita tekjujöfnunarúrræðum í skatt- og bótakerfinu en ekki að innleiða slík úrræði þegar kemur að verðskrám fyrir opinbera þjónustu.Lægri lágtekjuskatta Því meiri pening sem við viljum gefa fólki með engar tekjur þeim mun hraðar verðum við að taka hann af því um leið og það byrjar að vinna. Ég viðurkenni að ég hallast frekar að því að hafa lágar grunnbætur og um leið lága skatta á lægri tekjur. Þeir sem liggja lengst til vinstri vilja gjarnan hærri grunnbætur. En þeir enda alltaf með að fjármagna þær með hærri jaðarsköttum á þá sem eru að reyna að klifra upp úr lágtekjuholunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun
Tekjutenging hljómar oftast vel. Af hverju ættu þeir sem eru með milljón á mánuði að fá ókeypis leikskólavist fyrir börnin sín? Af hverju ættu þeir sem hafa milljón á mánuði að fá niðurgreidda heilbrigðisþjónustu? Af hverju ættu þeir sem eiga skuldlausa fasteign og heilmikinn sparnað að fá atvinnuleysisbætur? Af hverju ætti ríkið að borga fyrir dvalarheimili eldra fólks sem gæti greitt fyrir vistina sjálft? Þetta eru allt ágætisspurningar. Ef menn spyrja þessara spurninga hverrar í sínu lagi og reyna síðan að svara þeim hverri í sínu lagi þá verður þankagangurinn eitthvað á þessa leið:1) Ég vil að blásnautt fólk fái þjónustuna ókeypis.2) Ég vil að ríkt fólk þurfi að borga fullt verð fyrir þjónustuna. Sama gildir þegar um er að ræða einhvers konar bætur, til dæmis húsnæðisbætur, barnabætur eða framfærslubætur. Fólk hugsar:1) Ég vil að þeir sem hafa engar tekjur fái nóg til að þeir geti lifað af.2) Ég vil að þeir sem eiga nóg fái ekkert. Bætur og niðurgreidd gjöld eru raunar sami hluturinn. Það má hugsa sér að í niðurgreiddri leikskóladvöl felist um það bil 200 þúsund króna styrkur handa þeim sem eiga börn. Þeir sem vilja tekjutengja leikskólagjöldin vilja að þessi styrkur skerðist með tekjum. Þannig séð er ekkert að því að láta hluti skerðast með tekjum. En það verður að passa upp á stóru myndina. Tökum dæmi: Nanna námsmaður missir 40% af tekjum vegna skatta. Námslán hennar skerðast um 35% vegna sömu tekna. Húsaleigubæturnar skerðast um 8% og barnabæturnar um 5%. Skerðingar á ráðstöfunartekjum eru samtals um 90%. Ef einhver skellir nú 20% skerðingu vegna leikskólagjalda ofan á þetta verða ráðstöfunartekjur Nönnu lægri eftir því sem hún vinnur meira. Hún vinnur þá raunar fyrir lægri LÍN-skuld í framtíðinni en sú fyrirhyggja er henni dýr.Rúmræði 100 Segjum að við ætlum að gefa öllum sem eru tekjulausir sérstakan 200 þúsund króna styrk á mánuði. Segjum að við séum sammála um að þeir sem hafa milljón á mánuði þurfi ekkert á þessum peningum að halda. Ef við teiknum þessa tvo punkta í hnitakerfi og drögum strik þeirra á milli fáum við línu sem hefur -20% halla. Þar með hefur okkur tekist að búa til 20% jaðarskatt. Sá skattur bætist ofan á alla aðra skatta í kerfinu. Þrátt fyrir hugmyndir margra um annað eru það í raun lág- og millitekjuhóparnir sem halda eftir minnstu af sínum viðbótartekjum. Kannski er það að einhverju leyti óumflúið vegna þess hvernig félagslega kerfið er uppbyggt. En það ætti auðvitað að reyna að láta lág- og millitekjufólk halda eftir stærri hluta tekna sinna. Skattalækkanir á neðstu skattþrep væru leið til þess. Tekjutengdar gjaldskrár hefðu þveröfug áhrif.Vondar hugmyndir Dögunar Framboðið Dögun vill tekjutengja gjaldskrár í borginni. Eins og áður sagði: Það að tekjutengja gjaldskrár leikskóla eða frístundaheimila er svipað og að setja aukaskattþrep á barnafólk. Sá aukaskattur myndi koma þeim verst sem eru að reyna að vinna sig upp úr fátækt, eru til dæmis að snúa aftur á vinnumarkaðinn eftir langt atvinnuleysi. Mögrum finnst eftirsóknarvert að stuðla að tekjujöfnun. En við verðum að passa okkur. Ef við beitum tekjuskerðingum á of mörgum stöðum missum við yfirsýn og getum auðveldlega skattlagt fólk yfir 100% á ákveðnum tekjubilum. Þess vegna ætti að halda sér við að beita tekjujöfnunarúrræðum í skatt- og bótakerfinu en ekki að innleiða slík úrræði þegar kemur að verðskrám fyrir opinbera þjónustu.Lægri lágtekjuskatta Því meiri pening sem við viljum gefa fólki með engar tekjur þeim mun hraðar verðum við að taka hann af því um leið og það byrjar að vinna. Ég viðurkenni að ég hallast frekar að því að hafa lágar grunnbætur og um leið lága skatta á lægri tekjur. Þeir sem liggja lengst til vinstri vilja gjarnan hærri grunnbætur. En þeir enda alltaf með að fjármagna þær með hærri jaðarsköttum á þá sem eru að reyna að klifra upp úr lágtekjuholunni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun