Fagna tíu ára afmælinu í hljóðveri Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. maí 2014 09:00 Sigurður Guðmundsson fékk rafstuð í fingur í upptökunum en Hjálmar vinna nú hörðum höndum í hljóðveri. Vísir/Guðm. Kristinn Jónsson „Við erum að vinna í tveimur lögum eins og er. Í þeim erum við á frekar þekktu svæði og erum ekki að experímentera jafn mikið og á síðustu plötu,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari Hjálma, en sveitin vinnur þessa dagana í hljóðveri við að taka upp tvö ný lög. Sveitin hefur þó sem stendur eingöngu í hyggju að taka upp þessi tvö lög í bili. „Við eigum eftir að ákveða framhaldið. Fyrra lagið kemur út á næstu dögum og seinna lagið kemur út 1. júlí en það er hinn alþjóðlegi reggídagur,“ bætir Guðmundur Kristinn við. Síðasta plata Hjálma, Órar, kom út árið 2011. Liðsskipan sveitarinnar hefur þó breyst í gegnum tíðina. „Í grunninn er þetta ég, Siggi og Steini. Helgi Svavar trommari og Valdi Kolli bassaleikari eru með okkur núna.“ Þess má til gamans geta að Guðmundur Kristinn, Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari Hjálma, og Helgi Svavar eru allir að spila með Ásgeiri Trausta.Þorsteinn og Helgi í hljóðverinuSigurður Guðmundsson, hljómborðsleikari og söngvari sveitarinnar, sem hefur verið búsettur í Ósló undanfarið ár, fékk stuð í löngutöng meðan á upptökum stóð og náðist atvikið því á hljóðupptöku og er hún komin á YouTube. „Þetta var mikið stuð en svona er þó orðið sjaldgæft. Ég lít lífið öðrum augum eftir þessa stórfenglegu upplifun,“ segir Sigurður spurður út í stuðið. Hann segir jafnframt að norskan Óslóarkeim megi finna í nýju lögunum ef vel er gáð. „Óslóartréð lætur í sér heyra.“ Plötur Hjálma í gegnum tíðina:Hljóðlega af stað- 2004Hjálmar- 2005Ferðasót- 2007IV- 2009Keflavík Kingston - 2010Órar- 2011 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við erum að vinna í tveimur lögum eins og er. Í þeim erum við á frekar þekktu svæði og erum ekki að experímentera jafn mikið og á síðustu plötu,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari Hjálma, en sveitin vinnur þessa dagana í hljóðveri við að taka upp tvö ný lög. Sveitin hefur þó sem stendur eingöngu í hyggju að taka upp þessi tvö lög í bili. „Við eigum eftir að ákveða framhaldið. Fyrra lagið kemur út á næstu dögum og seinna lagið kemur út 1. júlí en það er hinn alþjóðlegi reggídagur,“ bætir Guðmundur Kristinn við. Síðasta plata Hjálma, Órar, kom út árið 2011. Liðsskipan sveitarinnar hefur þó breyst í gegnum tíðina. „Í grunninn er þetta ég, Siggi og Steini. Helgi Svavar trommari og Valdi Kolli bassaleikari eru með okkur núna.“ Þess má til gamans geta að Guðmundur Kristinn, Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari Hjálma, og Helgi Svavar eru allir að spila með Ásgeiri Trausta.Þorsteinn og Helgi í hljóðverinuSigurður Guðmundsson, hljómborðsleikari og söngvari sveitarinnar, sem hefur verið búsettur í Ósló undanfarið ár, fékk stuð í löngutöng meðan á upptökum stóð og náðist atvikið því á hljóðupptöku og er hún komin á YouTube. „Þetta var mikið stuð en svona er þó orðið sjaldgæft. Ég lít lífið öðrum augum eftir þessa stórfenglegu upplifun,“ segir Sigurður spurður út í stuðið. Hann segir jafnframt að norskan Óslóarkeim megi finna í nýju lögunum ef vel er gáð. „Óslóartréð lætur í sér heyra.“ Plötur Hjálma í gegnum tíðina:Hljóðlega af stað- 2004Hjálmar- 2005Ferðasót- 2007IV- 2009Keflavík Kingston - 2010Órar- 2011
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira