Upplitað rósótt sófasett Berglind Pétursdóttir skrifar 7. apríl 2014 10:00 Hvað er betra en að fara í sumarbústað? Ábyggilega ýmislegt, en það er samt alltaf eitthvað notalegt að fara í bústað. Keyra allt of lengi til þess eins að slappa af í einhverjum kofa. Sumarbústaðir eru ekki merkilegir út af fyrir sig, nokkuð svipaðir allir að stærð og gerð og einhvern veginn alltaf sama lyngið í kring, jafnvel smá möl í innkeyrslunni. Það er nú samt einu sinni þannig með sumarbústaði, svipað og með mannfólkið, að það merkilegasta við þessi fyrirbæri er innvolsið. Sumarbústaðahúsgögn eru ótrúlegur menningararfur. Upplitaður viður með hræðilegum bólstruðum sessum og samtíningur af styttum og vösum sem enginn vildi úr síðustu dánarbúum. Sófinner alltaf ákveðinn hornsteinn í ósamstæðunni, hornsófi með huggulegu blómamynstri hvurs litapalletta má muna sinn fífil fegurri. Gardínur á stærðarinnar gardínuhringjum, ekki alveg með sama blómamynstri og sófinn, og ljótir pífukoddar með abstrakt grábleiku munstri. Svo er náttúrulega mjög extravagant blúndugardína inni á baðherbergi, sem er vissulega þakklát uppbót fyrir ískalda klósettsetuna. En samt, súkkulaðirúsínur í hillu, fermingarfranskar á borði, snjáður lúdókassi, kilja úr Ódýra pakkanum, spilastokkur – svo kámugur að það stafar sjúkdómahætta af því að taka Ólsen – hálfslítra bjórdós á heitapottsbríkinni, grilluð kótiletta í annarri og Æðibitakassi í hinni. Húsflugufjöldagrafir hér og þar. Mmm. Þaðer nefnilega þannig að þegar það er búið að rölta um á gólfinu í ullarsokkum í svona hálftíma er allt orðið svo skrambi kósí og það er eins og maður hafi aldrei verið í öðruvísi umhverfi. Þegar maður breiðir svo yfir sig þynnildið úr Rúmfatalagernum að kvöldlagi er notalegt að hlusta á suð flugna og lóupíp úti í móa, og hlakka til kraftleysisins sem sturtan mun bjóða upp á daginn eftir. Hiðherrans ár 2007 gerðist ég svo fræg að komast eina helgi í lúdókassalausan sumarbústað í eigu ónefnds hverfisbanka þar sem veggirnir voru úr gleri, sófarnir úr leðri, sturtur og fataskápar á stærð við íbúðina mína, bakarofninn rúmaði þrjá kalkúna og ísskápurinn var með tölvuskjá. Og vitiði hvað? Það var bara ekkert eins og að vera í sumarbústað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Hvað er betra en að fara í sumarbústað? Ábyggilega ýmislegt, en það er samt alltaf eitthvað notalegt að fara í bústað. Keyra allt of lengi til þess eins að slappa af í einhverjum kofa. Sumarbústaðir eru ekki merkilegir út af fyrir sig, nokkuð svipaðir allir að stærð og gerð og einhvern veginn alltaf sama lyngið í kring, jafnvel smá möl í innkeyrslunni. Það er nú samt einu sinni þannig með sumarbústaði, svipað og með mannfólkið, að það merkilegasta við þessi fyrirbæri er innvolsið. Sumarbústaðahúsgögn eru ótrúlegur menningararfur. Upplitaður viður með hræðilegum bólstruðum sessum og samtíningur af styttum og vösum sem enginn vildi úr síðustu dánarbúum. Sófinner alltaf ákveðinn hornsteinn í ósamstæðunni, hornsófi með huggulegu blómamynstri hvurs litapalletta má muna sinn fífil fegurri. Gardínur á stærðarinnar gardínuhringjum, ekki alveg með sama blómamynstri og sófinn, og ljótir pífukoddar með abstrakt grábleiku munstri. Svo er náttúrulega mjög extravagant blúndugardína inni á baðherbergi, sem er vissulega þakklát uppbót fyrir ískalda klósettsetuna. En samt, súkkulaðirúsínur í hillu, fermingarfranskar á borði, snjáður lúdókassi, kilja úr Ódýra pakkanum, spilastokkur – svo kámugur að það stafar sjúkdómahætta af því að taka Ólsen – hálfslítra bjórdós á heitapottsbríkinni, grilluð kótiletta í annarri og Æðibitakassi í hinni. Húsflugufjöldagrafir hér og þar. Mmm. Þaðer nefnilega þannig að þegar það er búið að rölta um á gólfinu í ullarsokkum í svona hálftíma er allt orðið svo skrambi kósí og það er eins og maður hafi aldrei verið í öðruvísi umhverfi. Þegar maður breiðir svo yfir sig þynnildið úr Rúmfatalagernum að kvöldlagi er notalegt að hlusta á suð flugna og lóupíp úti í móa, og hlakka til kraftleysisins sem sturtan mun bjóða upp á daginn eftir. Hiðherrans ár 2007 gerðist ég svo fræg að komast eina helgi í lúdókassalausan sumarbústað í eigu ónefnds hverfisbanka þar sem veggirnir voru úr gleri, sófarnir úr leðri, sturtur og fataskápar á stærð við íbúðina mína, bakarofninn rúmaði þrjá kalkúna og ísskápurinn var með tölvuskjá. Og vitiði hvað? Það var bara ekkert eins og að vera í sumarbústað.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun