Lagabót Þorsteinn Pálsson skrifar 5. apríl 2014 07:00 Í vikunni lagði fjármálaráðherra fyrir Alþingi frumvarp að einni mestu lagabót síðari ára. Heiti hennar er yfirlætislaust: Frumvarp til laga um opinber fjármál. Það fær að sönnu ekki nokkurn lifandi mann til að hrökkva í kút. En efni þess er ætlað að koma böndum á loforðagjarna þingmenn og ráðherra. Sumir þeirra ættu að hrökkva í kút. Hefði þessi lagabót verið orðin að veruleika fyrir ári hefði loforð um stærstu skuldaniðurfellingu í heimi trúlega fallið um sjálft sig í kosningabaráttunni. Eins og það var fram sett á þeim tíma rúmaðist það ekki innan þess ramma sem nýja frumvarpið setur. Það getur því orðið að auðnubót í ríkisfjármálum og bragarbót í stjórnmálaumræðunni. Ráð er fyrir því gert að sett verði lágt þak á hallarekstur ríkissjóðs. Jafnframt verða skuldasöfnun ríkisins og sveitarfélaga settar ákveðnar skorður og mjög strangar kröfur gerðar um niðurgreiðslu skulda. Hér er fylgt þeirri ábyrgu línu í ríkisfjármálastjórn sem lögð hefur verið á evrusvæðinu. Vinna við frumvarpsgerðina hófst í tíð vinstri stjórnarinnar og á rætur í samstarfi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um viðbrögð við efnahagshruninu. Um þetta stóra framfaraskref ætti því að verða góð eining á Alþingi. Hér er á ferðinni ein mesta aðlögun að evrópsku regluverki eftir að Ísland sótti um aðild. Einnig er rétt að hafa hugfast að ný forysta Framsóknarflokksins lagði til á öndverðu síðasta kjörtímabili að öllu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn yrði slitið. Í þessu ljósi er stuðningur Framsóknarflokksins við málið áhugaverður.Huglægri hindrun rutt úr vegi Að öllu jöfnu væri rökrétt að geta sér þess til að í stuðningi Framsóknarflokksins sæist vísir að stefnubreytingu. En það er of snemmt að fagna. Loforðaflaumur félagsmálaráðherrans fellur enn fram eins og stríðasta jökulfljót. Hann er til marks um að ríkisstjórnin hefur ekki öll náð þeirri nýju hugsun sem boðuð er. Á þeim bæ er greinilega ekki talið að í frumvarpinu felist mikil fyrirstaða. Það veikir tilgátuna um raunverulega stefnubreytingu. Annað er að ríkisstjórnarflokkarnir líta alls ekki þannig á að frumvarpið sé aðlögun að regluverki Evrópusambandsins. Þeir kjósa að taka frumvarpið sem dæmi um að án aðildar megi setja sambærilega löggjöf og þar gildir. Það er vitaskuld rétt. En kenningin er sú að við getum gert allt það ein á báti sem aðrar þjóðir sjá sér ekki fært nema fleiri leggist saman á árarnar. Meginmálið er að eftir framlagningu þessa frumvarps um opinber fjármál verða þau umskipti að enginn ágreiningur er um að Ísland fylgir sömu stefnu í þeim efnum og Evrópusambandið. Aðild leggur því engar nýjar kvaðir á okkur á þessu sviði. Að því leyti markar framlagning frumvarpsins tímamót. Fram til þessa hafa andstæðingar aðildar haldið því fram að það sé andstætt íslenskum hagsmunum að undirgangast þann aukna aga í ríkisfjármálum sem felst í nýjum reglum Evrópusambandsins. Nú geta menn aftur á móti ekki lengur borið fyrir sig rök af því tagi að íslensk stjórnvöld þurfi að hafa meira svigrúm í þessum efnum en aðrar þjóðir. Ríkisstjórnin hefur því rutt úr vegi einni af mörgum huglægum hindrunum fyrir framhaldi viðræðna. Svo er hitt að aginn verður meiri í alþjóðlegu samstarfi um sameiginlega stefnu. Líkurnar á árangri eru að sama skapi betri.Meira þarf til Í þessu samhengi skiptir þó mestu að ríkisfjármálastefnan og peningastefnan þurfa að virka saman. Sú ríkisfjármálastefna sem fjármálaráðherra leggur upp með í frumvarpinu er þungt lóð á vogarskálina. Verkurinn er aftur á móti sá að hún dugar ekki til að breyta krónunni í gjaldgenga stöðuga mynt. Það þarf meira til. Eina færa leiðin í þeim efnum er þátttaka í evrópska myntbandalaginu. Sú samvinna hefur reynst þeim þjóðum haldreipi sem sporðreistust með svipuðum hætti og Ísland. Allir spádómar um að erfiðleikarnir myndu knýja þær úr samstarfinu hafa orðið að engu. Öll rök hníga til þess að líta á nýja frumvarpið um reglu og ábyrgð í ríkisfjármálum sem mikilvægt skref í aðlögun að alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði. Það er ekki efnislegur ágreiningur um markmiðið. Ágreiningurinn snýst um það eitt hvort samvinna við aðrar þjóðir sem einnig nær til sameiginlegs gjaldmiðils auðveldar okkur að ná því. Okkar eigin reynsla sýnir að hvert nýtt skref í alþjóðasamvinnu hefur styrkt stöðu landsins bæði inn á við og út á við. Grannþjóðir okkar hafa sömu reynslu. Þegar svo breið samstaða er orðin um opinbera fjármálastefnu sem byggir á sameiginlegri hugmyndafræði Evrópusambandsríkjanna ætti það að draga úr hræðslu manna við að láta reyna á aðildarsamninga sem einnig ná til gjaldgengrar myntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Í vikunni lagði fjármálaráðherra fyrir Alþingi frumvarp að einni mestu lagabót síðari ára. Heiti hennar er yfirlætislaust: Frumvarp til laga um opinber fjármál. Það fær að sönnu ekki nokkurn lifandi mann til að hrökkva í kút. En efni þess er ætlað að koma böndum á loforðagjarna þingmenn og ráðherra. Sumir þeirra ættu að hrökkva í kút. Hefði þessi lagabót verið orðin að veruleika fyrir ári hefði loforð um stærstu skuldaniðurfellingu í heimi trúlega fallið um sjálft sig í kosningabaráttunni. Eins og það var fram sett á þeim tíma rúmaðist það ekki innan þess ramma sem nýja frumvarpið setur. Það getur því orðið að auðnubót í ríkisfjármálum og bragarbót í stjórnmálaumræðunni. Ráð er fyrir því gert að sett verði lágt þak á hallarekstur ríkissjóðs. Jafnframt verða skuldasöfnun ríkisins og sveitarfélaga settar ákveðnar skorður og mjög strangar kröfur gerðar um niðurgreiðslu skulda. Hér er fylgt þeirri ábyrgu línu í ríkisfjármálastjórn sem lögð hefur verið á evrusvæðinu. Vinna við frumvarpsgerðina hófst í tíð vinstri stjórnarinnar og á rætur í samstarfi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um viðbrögð við efnahagshruninu. Um þetta stóra framfaraskref ætti því að verða góð eining á Alþingi. Hér er á ferðinni ein mesta aðlögun að evrópsku regluverki eftir að Ísland sótti um aðild. Einnig er rétt að hafa hugfast að ný forysta Framsóknarflokksins lagði til á öndverðu síðasta kjörtímabili að öllu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn yrði slitið. Í þessu ljósi er stuðningur Framsóknarflokksins við málið áhugaverður.Huglægri hindrun rutt úr vegi Að öllu jöfnu væri rökrétt að geta sér þess til að í stuðningi Framsóknarflokksins sæist vísir að stefnubreytingu. En það er of snemmt að fagna. Loforðaflaumur félagsmálaráðherrans fellur enn fram eins og stríðasta jökulfljót. Hann er til marks um að ríkisstjórnin hefur ekki öll náð þeirri nýju hugsun sem boðuð er. Á þeim bæ er greinilega ekki talið að í frumvarpinu felist mikil fyrirstaða. Það veikir tilgátuna um raunverulega stefnubreytingu. Annað er að ríkisstjórnarflokkarnir líta alls ekki þannig á að frumvarpið sé aðlögun að regluverki Evrópusambandsins. Þeir kjósa að taka frumvarpið sem dæmi um að án aðildar megi setja sambærilega löggjöf og þar gildir. Það er vitaskuld rétt. En kenningin er sú að við getum gert allt það ein á báti sem aðrar þjóðir sjá sér ekki fært nema fleiri leggist saman á árarnar. Meginmálið er að eftir framlagningu þessa frumvarps um opinber fjármál verða þau umskipti að enginn ágreiningur er um að Ísland fylgir sömu stefnu í þeim efnum og Evrópusambandið. Aðild leggur því engar nýjar kvaðir á okkur á þessu sviði. Að því leyti markar framlagning frumvarpsins tímamót. Fram til þessa hafa andstæðingar aðildar haldið því fram að það sé andstætt íslenskum hagsmunum að undirgangast þann aukna aga í ríkisfjármálum sem felst í nýjum reglum Evrópusambandsins. Nú geta menn aftur á móti ekki lengur borið fyrir sig rök af því tagi að íslensk stjórnvöld þurfi að hafa meira svigrúm í þessum efnum en aðrar þjóðir. Ríkisstjórnin hefur því rutt úr vegi einni af mörgum huglægum hindrunum fyrir framhaldi viðræðna. Svo er hitt að aginn verður meiri í alþjóðlegu samstarfi um sameiginlega stefnu. Líkurnar á árangri eru að sama skapi betri.Meira þarf til Í þessu samhengi skiptir þó mestu að ríkisfjármálastefnan og peningastefnan þurfa að virka saman. Sú ríkisfjármálastefna sem fjármálaráðherra leggur upp með í frumvarpinu er þungt lóð á vogarskálina. Verkurinn er aftur á móti sá að hún dugar ekki til að breyta krónunni í gjaldgenga stöðuga mynt. Það þarf meira til. Eina færa leiðin í þeim efnum er þátttaka í evrópska myntbandalaginu. Sú samvinna hefur reynst þeim þjóðum haldreipi sem sporðreistust með svipuðum hætti og Ísland. Allir spádómar um að erfiðleikarnir myndu knýja þær úr samstarfinu hafa orðið að engu. Öll rök hníga til þess að líta á nýja frumvarpið um reglu og ábyrgð í ríkisfjármálum sem mikilvægt skref í aðlögun að alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði. Það er ekki efnislegur ágreiningur um markmiðið. Ágreiningurinn snýst um það eitt hvort samvinna við aðrar þjóðir sem einnig nær til sameiginlegs gjaldmiðils auðveldar okkur að ná því. Okkar eigin reynsla sýnir að hvert nýtt skref í alþjóðasamvinnu hefur styrkt stöðu landsins bæði inn á við og út á við. Grannþjóðir okkar hafa sömu reynslu. Þegar svo breið samstaða er orðin um opinbera fjármálastefnu sem byggir á sameiginlegri hugmyndafræði Evrópusambandsríkjanna ætti það að draga úr hræðslu manna við að láta reyna á aðildarsamninga sem einnig ná til gjaldgengrar myntar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun