G-orðið Pawel Bartoszek skrifar 4. apríl 2014 07:00 Ímyndum okkur einkenni. Til að gefa því ekki of gildishlaðna merkingu skulum við kalla það „G“. Segjum nú að við höfum umtalsverðar sannanir fyrir því að þeir sem hafi hátt G séu líklegir til að lifa lengur, verða hraustari og hafa meiri tekjur en þeir sem eru með lágt G. Segjum að enn fremur væri vitað að fólk með hátt G væri síður líklegt til að fara í fangelsi, síður líklegt til að ánetjast fíkniefnum, síður líklegt til að flosna upp úr námi og svo framvegis. Sem sagt: Hátt G = gott. Ímyndum okkur nú að það væru til gögn yfir G-skor barna í Reykjavík eftir hverfum. Sem sagt, tölur sem meðal annars gæfu sterkar vísbendingar um líklegar ævilíkur og ævitekjur fólks í Reykjavík eftir því hvar það elst upp. Myndum við vilja birta þau gögn? Það held ég nú.En offita? Tökum annað dæmi. Segjum að við hefðum yfir að ráða gögnum yfir offitu barna í Reykjavík, eftir hverfum. Segjum að við myndum skoða þessar tölur með aðferðum tölfræðinnar. Þá gæti tvennt komið á daginn: Möguleiki 1: Enginn marktækur munur væri á offitu barna eftir hverfum Reykjavíkur. Möguleiki 2: Í sumum hverfum Reykjavíkur væri hlutfall of feitra barna marktækt hærra en í öðrum hverfum. Ef niðurstaðan væri „Möguleiki 2“ þýddi það að ástæða væri til að leggja meira fjármagn í málaflokkinn í sumum hverfum. Jafnt fjármagn á alla staði myndi ekki jafna muninn. Kannski þyrfti að skoða hvort eitthvað sérstakt væri að valda því að börn í sumum hverfum væru marktækt þyngri en börn annars staðar. Síðan væri hægt að reyna að tækla þann vanda. Til að leysa vandamál þurfum við að vita af því. Kannski væru þeir til sem teldu að það sé svo sem í lagi að skoða þessa hluti, en að óþarfi sé að birta þá opinberlega því almenningur myndi bara rangtúlka niðurstöðuna. Fjölmiðlar myndu birta fyrirsagnir um „Feitasta hverfið í Reykjavík“. Íþróttakennurum í þessum hverfum væri kennt um ástandið. Kannski væru þetta réttmætar áhyggjur, en trompuðu varla lýðræðislegu og vísindalegu rökin fyrir því að birta gögnin.Bannorðin Færni fólks til að tileinka sér nýja þekkingu hefur mikil áhrif á lífsgæði þess. Þrátt fyrir að alla kvarða megi gagnrýna þá virðist samt vera sterk fylgni milli einkunna fólks í skóla og þess hve vel því mun vegna í lífinu, hve hraust og hve ríkt það verður. Engu að síður eru þessi mál í raun algjört tabú. Í annan stað er mismunun á grundvelli heilastarfsemi ekki aðeins lögleg heldur beinlínis stofnanabundin. En á hinn bóginn má ekki nefna þennan mun milli fólks á nafn. Í hinum enskumælandi heimi notast fræðimenn sem skoða þennan mismun oft við fræðiheiti til að sneiða fram hjá hinum gildishlöðnu orðum eins og „gáfaður“ eða „klár“. Titill þessa pistils vísar í svokallaðan „g-þátt“ (e. g-factor) sem er eitt dæmi um slíka hugtakasmíði.Birting gagna Um daginn var ákveðið að birta ekki sundurliðun einkunna í PISA-könnun eftir hverfum Reykjavíkur. Væntanlega vegna þess að menn höfðu áhyggjur af því að fólk myndi misskilja gögnin og halda að kennarar í sumum hverfum væru verri en aðrir. Ég skil að menn hafi áhyggjur af því, en þar ættu áhyggjurnar ekki að liggja. Ef marktækur munur er milli hverfa þá þýðir það að börn í sumum hverfum fá hugsanlega ekki sömu tækifæri og börn í öðrum hverfum. Ef þetta er raunverulegt vandamál, hvað ætlum við þá að segja við þessar kynslóðir í framtíðinni? „Leitt að þú sért með lægri ævitekjur og lægri lífslíkur. En við vildum ekki segja neitt og gerðum ekkert í því. Við vildum ekki særa þig og skólann þinn.“ Þótt skilja megi tilfinningasemina í tengslum við þessi mál þá ætti að sjálfsögðu að birta þessi gögn. Það er jafnmikið vit í að þegja yfir þessu og þegja yfir tölum um svifryksmengun og segja svo: „Ekki viljum við að fólk haldi að sumar götur séu mengaðri en aðrar. Það er ekki við göturnar, eða götusóparana að sakast, sjáið til.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ímyndum okkur einkenni. Til að gefa því ekki of gildishlaðna merkingu skulum við kalla það „G“. Segjum nú að við höfum umtalsverðar sannanir fyrir því að þeir sem hafi hátt G séu líklegir til að lifa lengur, verða hraustari og hafa meiri tekjur en þeir sem eru með lágt G. Segjum að enn fremur væri vitað að fólk með hátt G væri síður líklegt til að fara í fangelsi, síður líklegt til að ánetjast fíkniefnum, síður líklegt til að flosna upp úr námi og svo framvegis. Sem sagt: Hátt G = gott. Ímyndum okkur nú að það væru til gögn yfir G-skor barna í Reykjavík eftir hverfum. Sem sagt, tölur sem meðal annars gæfu sterkar vísbendingar um líklegar ævilíkur og ævitekjur fólks í Reykjavík eftir því hvar það elst upp. Myndum við vilja birta þau gögn? Það held ég nú.En offita? Tökum annað dæmi. Segjum að við hefðum yfir að ráða gögnum yfir offitu barna í Reykjavík, eftir hverfum. Segjum að við myndum skoða þessar tölur með aðferðum tölfræðinnar. Þá gæti tvennt komið á daginn: Möguleiki 1: Enginn marktækur munur væri á offitu barna eftir hverfum Reykjavíkur. Möguleiki 2: Í sumum hverfum Reykjavíkur væri hlutfall of feitra barna marktækt hærra en í öðrum hverfum. Ef niðurstaðan væri „Möguleiki 2“ þýddi það að ástæða væri til að leggja meira fjármagn í málaflokkinn í sumum hverfum. Jafnt fjármagn á alla staði myndi ekki jafna muninn. Kannski þyrfti að skoða hvort eitthvað sérstakt væri að valda því að börn í sumum hverfum væru marktækt þyngri en börn annars staðar. Síðan væri hægt að reyna að tækla þann vanda. Til að leysa vandamál þurfum við að vita af því. Kannski væru þeir til sem teldu að það sé svo sem í lagi að skoða þessa hluti, en að óþarfi sé að birta þá opinberlega því almenningur myndi bara rangtúlka niðurstöðuna. Fjölmiðlar myndu birta fyrirsagnir um „Feitasta hverfið í Reykjavík“. Íþróttakennurum í þessum hverfum væri kennt um ástandið. Kannski væru þetta réttmætar áhyggjur, en trompuðu varla lýðræðislegu og vísindalegu rökin fyrir því að birta gögnin.Bannorðin Færni fólks til að tileinka sér nýja þekkingu hefur mikil áhrif á lífsgæði þess. Þrátt fyrir að alla kvarða megi gagnrýna þá virðist samt vera sterk fylgni milli einkunna fólks í skóla og þess hve vel því mun vegna í lífinu, hve hraust og hve ríkt það verður. Engu að síður eru þessi mál í raun algjört tabú. Í annan stað er mismunun á grundvelli heilastarfsemi ekki aðeins lögleg heldur beinlínis stofnanabundin. En á hinn bóginn má ekki nefna þennan mun milli fólks á nafn. Í hinum enskumælandi heimi notast fræðimenn sem skoða þennan mismun oft við fræðiheiti til að sneiða fram hjá hinum gildishlöðnu orðum eins og „gáfaður“ eða „klár“. Titill þessa pistils vísar í svokallaðan „g-þátt“ (e. g-factor) sem er eitt dæmi um slíka hugtakasmíði.Birting gagna Um daginn var ákveðið að birta ekki sundurliðun einkunna í PISA-könnun eftir hverfum Reykjavíkur. Væntanlega vegna þess að menn höfðu áhyggjur af því að fólk myndi misskilja gögnin og halda að kennarar í sumum hverfum væru verri en aðrir. Ég skil að menn hafi áhyggjur af því, en þar ættu áhyggjurnar ekki að liggja. Ef marktækur munur er milli hverfa þá þýðir það að börn í sumum hverfum fá hugsanlega ekki sömu tækifæri og börn í öðrum hverfum. Ef þetta er raunverulegt vandamál, hvað ætlum við þá að segja við þessar kynslóðir í framtíðinni? „Leitt að þú sért með lægri ævitekjur og lægri lífslíkur. En við vildum ekki segja neitt og gerðum ekkert í því. Við vildum ekki særa þig og skólann þinn.“ Þótt skilja megi tilfinningasemina í tengslum við þessi mál þá ætti að sjálfsögðu að birta þessi gögn. Það er jafnmikið vit í að þegja yfir þessu og þegja yfir tölum um svifryksmengun og segja svo: „Ekki viljum við að fólk haldi að sumar götur séu mengaðri en aðrar. Það er ekki við göturnar, eða götusóparana að sakast, sjáið til.“
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun