Megum ekki hálshöggva dómara fyrir hver mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 06:00 Sigmundur Már Herbertsson er fremsti dómari landsins. Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, telur að álag á körfuboltadómara hér á landi sé ekki of mikið. Þessa dagana er úrslitakeppnin í fullum gangi í efstu deild karla og kvenna sem og neðri deildum og dómarar hafa verið nokkuð gagnrýndir fyrir sín störf, bæði af leikmönnum og þjálfurum. „Þetta er ekki meira álag en verið hefur,“ segir Rúnar Birgir í samtali við Fréttablaðið og telur ekki að pirringur gagnvart dómurum sé að aukast. „Nú er úrslitakeppnin í fullum gangi og mikið undir í leikjunum. Svona hefur þetta verið í gegnum tíðina og þetta er ekki meira en áður,“ segir hann. „En dómaranefndin er sífellt að vinna í því að bæta dómgæsluna og ræðir við dómara gerist þess þörf. Ef hún telur að það sé þörf að taka á ákveðnum málum er það gert.“ Rúnar Birgir bætir því við að það sé markvisst unnið í því að bæta frammistöðu dómaranna en segir að bæta þurfi eftirlitskerfi fyrir þá. „Um það eru allir sammála. Það kostar hins vegar pening að setja slíkt kerfi í gang og því hefur ekki fundist ásættanleg lausn á hvernig skuli standa að því. En það er vilji allra í hreyfingunni að koma á góðu eftirlitskerfi fyrir dómarana.“ Hann segir þó margt annað gert til að halda dómurunum við efnið. „Það eru bæði þrekpróf og skrifleg próf sem dómarar þurfa að þreyta og þá geta dómarar sótt sér fræðsluefni á netinu og tekið þar alls kyns próf sem reyna á kunnáttu þeirra. Um tilraunaverkefni er að ræða en við stefnum að því að í framtíðinni muni virkni dómara í þessu umhverfi og frammistaða þeirra í prófunum ráða niðurröðun á leiki,“ segir Rúnar Birgir. „Við vitum að menn eru ósáttir af ýmsum ástæðum en ef við ætlum að hálshöggva dómara fyrir hver mistök verðum við fyrir vikið dómaralausir,“ bætir Rúnar við. Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, telur að álag á körfuboltadómara hér á landi sé ekki of mikið. Þessa dagana er úrslitakeppnin í fullum gangi í efstu deild karla og kvenna sem og neðri deildum og dómarar hafa verið nokkuð gagnrýndir fyrir sín störf, bæði af leikmönnum og þjálfurum. „Þetta er ekki meira álag en verið hefur,“ segir Rúnar Birgir í samtali við Fréttablaðið og telur ekki að pirringur gagnvart dómurum sé að aukast. „Nú er úrslitakeppnin í fullum gangi og mikið undir í leikjunum. Svona hefur þetta verið í gegnum tíðina og þetta er ekki meira en áður,“ segir hann. „En dómaranefndin er sífellt að vinna í því að bæta dómgæsluna og ræðir við dómara gerist þess þörf. Ef hún telur að það sé þörf að taka á ákveðnum málum er það gert.“ Rúnar Birgir bætir því við að það sé markvisst unnið í því að bæta frammistöðu dómaranna en segir að bæta þurfi eftirlitskerfi fyrir þá. „Um það eru allir sammála. Það kostar hins vegar pening að setja slíkt kerfi í gang og því hefur ekki fundist ásættanleg lausn á hvernig skuli standa að því. En það er vilji allra í hreyfingunni að koma á góðu eftirlitskerfi fyrir dómarana.“ Hann segir þó margt annað gert til að halda dómurunum við efnið. „Það eru bæði þrekpróf og skrifleg próf sem dómarar þurfa að þreyta og þá geta dómarar sótt sér fræðsluefni á netinu og tekið þar alls kyns próf sem reyna á kunnáttu þeirra. Um tilraunaverkefni er að ræða en við stefnum að því að í framtíðinni muni virkni dómara í þessu umhverfi og frammistaða þeirra í prófunum ráða niðurröðun á leiki,“ segir Rúnar Birgir. „Við vitum að menn eru ósáttir af ýmsum ástæðum en ef við ætlum að hálshöggva dómara fyrir hver mistök verðum við fyrir vikið dómaralausir,“ bætir Rúnar við.
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira