Áhorfendur ákveða næsta lag Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. mars 2014 19:00 SamSam skemmtir á Café Rosenberg í kvöld. Mynd/Hanna Gestsdótti „Við erum búnar að vera í smá pásu út af Eurovision og höfum saknað strákanna mikið. Það verður gaman að syngja lögin okkar aftur,“ segir söngkonan og fyrrverandi knattspyrnukonan Greta Mjöll Samúelsdóttir, en hún kemur fram ásamt systur sinni, Hófí Samúelsdóttur, og hljómsveitinni þeirra, SamSam, á Café Rosenberg í kvöld. Með þeim leika Guðmundur Reynir Gunnarsson á píanó, betur þekktur sem Mummi, Marínó Geir Lillendahl á trommur, Fannar Freyr Magnússon á gítar og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. SamSam ætlar að leika efni af óútkominni plötu en fyrsta plata sveitarinnar kemur út í haust. Áður hefur bandið gefið út lögin House og Awesome. „Við ætlum að láta áhorfendur á tónleikunum ákveða hvaða lag á að fara í upptökur næst, því við erum svo óákveðnar sjálfar,“ segir Greta Mjöll létt í lundu. Hún söng lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir skömmu. „Að sjálfsögðu ætlum við að taka slagarann og júrópæjurnar Ásta Björg og Rakel slást í hópinn,“ segir Greta Mjöll. Þær Ásta Björg Björgvinsdóttir og Rakel Pálsdóttir ætla einnig að hita upp með nokkrum frumsömdum lögum og þá ætla Lúxordrengirnir Arnar Jónsson og Edgar Smári Atlason að syngja nokkur lög. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur. Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við erum búnar að vera í smá pásu út af Eurovision og höfum saknað strákanna mikið. Það verður gaman að syngja lögin okkar aftur,“ segir söngkonan og fyrrverandi knattspyrnukonan Greta Mjöll Samúelsdóttir, en hún kemur fram ásamt systur sinni, Hófí Samúelsdóttur, og hljómsveitinni þeirra, SamSam, á Café Rosenberg í kvöld. Með þeim leika Guðmundur Reynir Gunnarsson á píanó, betur þekktur sem Mummi, Marínó Geir Lillendahl á trommur, Fannar Freyr Magnússon á gítar og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. SamSam ætlar að leika efni af óútkominni plötu en fyrsta plata sveitarinnar kemur út í haust. Áður hefur bandið gefið út lögin House og Awesome. „Við ætlum að láta áhorfendur á tónleikunum ákveða hvaða lag á að fara í upptökur næst, því við erum svo óákveðnar sjálfar,“ segir Greta Mjöll létt í lundu. Hún söng lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir skömmu. „Að sjálfsögðu ætlum við að taka slagarann og júrópæjurnar Ásta Björg og Rakel slást í hópinn,“ segir Greta Mjöll. Þær Ásta Björg Björgvinsdóttir og Rakel Pálsdóttir ætla einnig að hita upp með nokkrum frumsömdum lögum og þá ætla Lúxordrengirnir Arnar Jónsson og Edgar Smári Atlason að syngja nokkur lög. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur.
Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira